Fréttablaðið - 31.12.2019, Side 7

Fréttablaðið - 31.12.2019, Side 7
Snorri er falleg terta þar sem marglitar kúlur með hala skjótast upp og springa í stór blóm sem að glitra eins og glimmer á himninum. Mjög falleg kaka. Þú færð Snorra á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna skot 50 SEK 3 5 7 80 kg SVEITARSTJÓRNIR Þau fimm sveitar- félög sem höfðuðu skaðabótamálið á hendur ríkinu vegna lagabreyt- inga sem lækkuðu framlög til þeirra úr jöfnunarsjóði bera ekki ábyrgð á stjórnaskrárbroti ríkisins í málinu eins og Samband íslenskra sveitar- félaga heldur fram. Þetta segir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafn- ingshrepps. Með lagabreytingu sem gerð var árið 2012 var mælt fyrir um að í reglugerð væri heimilt að kveða á um að þau sveitarfélög sem hefðu heildarskatttekjur af útsvari og fasteignaskatti sem teldust veru- lega umfram landsmeðaltal skyldu ekki njóta tiltekinna framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Grímsnes- og Grafningshreppur er eitt fimm sveitarfélaga sem fengu minna úr Jöfnunarsjóði vegna þessa og höfðaði mál á hendur ríkinu með kröfu um greiðslu þeirrar fjárhæðar sem sveitarfélagið hefði fengið á árunum 2013 til 2016 ef ekki hefði komið til ákvörðun ráðherra um niðurfellingu greiðslnanna, eins og segir í dómi Hæstaréttar frá í maí síðastliðnum. Hæstiréttur dæmdi ríkið til að greiða sveitarfélaginu 234,4 milljónir króna. „Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur rétt að koma á framfæri athugasemdum við umfjöllun Sambands íslenskra sveitarfélaga um dóm Hæstarétt- ar frá 14. maí 2019 í máli sveitar- félagsins gegn íslenska ríkinu sem og túlkun þess á niðurstöðum dómsins,“ segir í bókun sveitar- stjórnarinnar. „Í umfjöllun sambandsins um fyrrgreint mál hefur það ítrekað snúið umræddu stjórnarskrárbroti ríkisvaldsins upp á þau sveitarfélög sem leituðu til Hæstaréttar til að fá skorið úr um skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins vegna stjórnar- skrárbrots þess,“ segir sveitar- stjórnin og vísar til umfjöllunar á heimasíðu sambandsins. „Af þeirri umfjöllun má ráða að sambandið hafi fallist á að hin dæmda skaðabótakrafa á hendur íslenska ríkinu skuli á endanum greiðast úr Jöfnunarsjóði og þá með þeim hætti að framlög úr sjóðnum lækki sem nemi fjárhæð hinna dæmdu skaðabóta. Því er síðan haldið fram að þau fimm sveitar- félög, sem höfðuðu skaðabótamálið á hendur ríkinu, beri ábyrgð á því að úthlutun úr Jöfnunarsjóði lækki af þessum sökum,“ rekur sveitar- stjórnin sem kveður þessa túlkun ranga. „Niðurstaða dómsins fól það í sér að íslenska ríkinu, ekki Jöfnunar- sjóði, bar að greiða sveitarfélög- unum fimm skaðabætur, enda ber Jöfnunarsjóður ekki ábyrgð á ólög- mætri lagasetningu,“ segir sveitar- stjórnin. Áhrifin eigi ekki að vera þau að framlög til einstakra sveit- arfélaga úr Jöfnunarsjóði lækki. Þessi túlkun sambandsins og það að samþykkja að skaðabótakrafan skuli greidd úr Jöfnunarsjóði sé aðfinnsluvert. „Með þessu er ekki verið að gæta hagsmuna sveitarfélaga landsins, hvorki þeirra fimm sem voru ósátt við brot íslenska ríkisins á stjórnar- skránni, né annarra sveitarfélaga, enda með þessu verið að lækka framlög úr Jöfnunarsjóði að ósekju og greiða skaðabótakröfu sem hvílir samkvæmt skýrum forsendum og dómsorði Hæstaréttar á íslenska ríkinu. Með framgöngu sambands- ins er verið að baka sveitarfélögum landsins tjón,“ segir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. gar@frettabladid.is Segja Samband sveitarfélaga valda sveitarfélögunum tjóni „Með framgöngu sambandsins er verið að baka sveitarfélögum landsins tjón,“ segir sveitarstjórn Gríms- nes- og Grafningshrepps sem gagnrýnir útlistanir Sambands íslenskra sveitarfélaga á Hæstaréttardómi í máli sem sveitarfélagið vann gegn ríkinu. Ríkið mun nota jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að borga bætur. Samband íslenskra sveitarfélaga er sagt samþykkja að ríkið greiði skaðabætur úr jöfnunarsjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HOLLUSTUMÁL Verslunin Super1 á Hallveigarstíg í Reykjavík hefur innkallað Rema1000 hnetur vegna þess að í þeim er myglusveppaeitrið aflatoxin b1 yfir hámarksgildum. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé gert í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Af latoxin getur verið krabba- meinsvaldandi. Um er að ræða þrjár tegundir af Rema1000 hnet- um; Nødder Salt & Sødt með best fyrir dagsetningunni 30/08/2020, Nødd er Salt & Stærk, með dagsetn- ingunni 28/08/2020 og Saltede Pea- nuts með best fyrir dagsetningunni 21/08/2020. Lotunúmer eru 95893, 95924, 95929 og 95927. „Neytendur sem keypt hafa vör- urnar með best fyrir dagsetningum og lotunúmerum sem kom fram hér að ofan ættu að farga vörunni eða skila vörunni í verslun SUPER1 við Hallveigarstíg gegn fullri endur- greiðslu,“ segir í tilkynningunni. Varað við eitruðum hnetum í Super1 Hnetutegundirnar þrjár sem innihalda of mikið af myglusveppaeitri. HEILBRIGÐISMÁL Átta mánaða gam- alt barn greindist með mislinga hér á landi um síðastliðna helgi. Barnið var erlendis yfir jólin og veiktist á aðfangadag með kvef og hita. Þann 28. desember fékk barnið útbrot og f laug þann sama dag ásamt for- eldrum sínum frá Stokkhólmi til Íslands. Barnið og foreldrar þess voru í f lugi Icelandair og er barnið á bata- vegi í heimaeinangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Embætti landlæknis. Kamilla Jósefsdóttir, læknir á sóttvarnasviði Embættis land- læknis, segir að á hverju ári komi upp nokkur tilfelli af mislingasmiti en að Íslendingar séu f lestir vel bólusettir gegn sjúkdómnum. „Þetta er einn af fáum sjúkdóm- um sem berast með lofti og því eru gerðar sérstakar ráðstafanir þegar hann kemur upp í f lugvélum,“ segir Kamilla en tekur fram að land- læknisembættið hafi gert Icelandair viðvart og flugfélagið hafi haft sam- band við farþega. „Auðvitað vitum við ekki hversu margir óbólusettir einstaklingar voru í f luginu og það á eftir að koma í ljós hvort einhver hafi smitast,“ segir hún. „Þetta hefur gerst fjórum sinnum á þessu ári. Í febrúar kom upp far- aldur en í hin tvö skiptin smituðust engir aðrir einstaklingar þannig að það er alls ekki þannig að það komi upp faraldur eða smit í hvert skipti sem einhver greinist með mislinga hér á landi,“ segir Kamilla. – bdj Átta mánaða barn greindist með mislinga Bólusett er við mislingum við 18 mánaða aldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Matvælastofnun sendi einnig frá sér tilkynningu vegna máls- ins og varar við neyslu á hnet- unum. „Upplýsingar bárust MAST í gegnum R ASFF, hraðviðvör- unarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli á markaði.“ – gar Myglusveppaeitrið aflatoxin b1 er krabba- meinsvaldur. 234 milljónir króna var ríkið dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi í bætur. Það er alls ekki þannig að það komi upp faraldur eða smit í hvert skipti sem einhver greinist með mislinga hér á landi. Kamilla Jósefsdóttir, læknir á sótt- varnasviði Embættis landlæknis 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.