Fréttablaðið - 31.12.2019, Side 41

Fréttablaðið - 31.12.2019, Side 41
UM TÍMANN OG VATNIÐ ER TVÍMÆLA- LAUST BESTA BÓK ANDRA SNÆS MAGNASONAR. UM LEIÐ ER HÚN BÓK ÁRSINS. VEL MÁ FLOKKA ÞAÐ SEM REGINHNEYKSLI AÐ HÚN HAFI EKKI VERIÐ TIL- NEFND TIL ÍSLENSKU BÓK- MENNTAVERÐLAUNANNA. Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason er ótvírætt bók ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur er líklega hennar besta bók. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bergþóra Snæbjörnsdóttir sló í gegn með skáldsögu sinni Svínshöfuð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bók a á r ið 2019 ei n-kenndist af mik illi fjölbreytni og gríðar-legu magni. Um leið blasir v ið að a nsi margar bækur hafa ekki fangað athygli lesenda. Ekki er hægt að amast við því. Lesendur komast ekki yfir allt og vitanlega eiga þeir að einbeita sér að því besta sem í boði er. Bókaútgefendur auglýstu bækur sínar grimmt og vitnuðu bæði á bókakápum og í auglýsingum í ríkulega stjörnugjöf sem fyrri bækur höfunda höfðu fengið. Rétt eins og fullvíst væri að nýjasta bók rithöfundar hlyti að vera jafn vel heppnuð og þær fyrri bækur hans sem áður höfðu lent í hæsta stjörnuf lokki. Bókaútgáfan hefur dreifst yfir árið, þannig er ekki bara blómleg vorútgáfa heldur koma bækur einnig út á sumrin. Eitt besta skáld- verk ársins kom einmitt út um vor, Stormfuglar eftir Einar Kárason, en þar var höfundurinn í essinu sínu í sögu um skipverja í lífshættu á veiðum við Nýfundnaland. Yfirburðir Arnaldar Glæpasögur nutu þetta árið, sem hin fyrri, mikilla vinsælda. Enn á ný sannaði Arnaldur Indriðason yfirburði sína í Tregasteini. Hann skrifar áberandi betur en aðrir íslenskir glæpasagnahöfundar, auk þess sem persónusköpun hans er venjulega eftirminnileg. Hann hefur einnig glöggt auga fyrir smá- atriðum sem geta skipt miklu máli þegar kemur að því að gera glæpa- sögu trúverðuga. Ragnar Jónasson var á fínu róli í haganlega f léttaðri glæpasögu, Hvítadauða, þar sem morð á berklahæli voru til rann- sóknar. Yrsa Sigurðardóttir á sinn fasta aðdáendahóp sem hefur örugglega ekki sett það fyrir sig að hún hefur oft gert betur en í nýjustu bók sinni, Þögn. Ólafur Jóhann Ólafsson var á glæpaslóðum í hinum læsilega Inn- f lytjanda sem skartar eftirminni- legri kvenpersónu. Gagnrýnendur voru sumir ómildir í dómum en lesendur tóku ekki nokkurt mark á því og bókin þaut upp metsölulista. Sjón sendi frá sér verk sem er óumdeilanlega ein besta skáld- saga ársins, Korngult hár, grá augu. Bókin er gríðarlega vel skrifuð, með fjölmörgum listilega gerðum þráðum sem tengjast saman í frá- sögn um ungan mann sem gerist nasisti. Saga sem á sannarlega erindi við samtímann, þótt sögu- sviðið sé síðasta öld. Nýjar stjörnur Í Svínshöfði dró Bergþóra Snæ- björnsdóttir upp eina eftirminni- legustu skáldsagnapersónu þess- ara jóla, Svínshöfuð. Bergþóra er óumdeilanlega ein af stjörnum þessa jólabókaf lóðs, tilnef nd bæði til Íslensku bókmenntaverð- launanna og Fjöruverðlaunanna. Pedro Gunnlaugur Garcia er sömu- leiðis rithöfundur sem ástæða er til að fylgjast með, höfundur einnar athyglisverðustu skáldsögu ársins, Málleysingjanna. Þessi rúmlega 400 blaðsíðna frumraun hans ber vott um ótvíræða stílgáfu og óbælt hugmyndaf lug. Auk þess er hann einkar glöggur á umhverfi sitt og á auðvelt með að greina það, oft á næsta hrollvekjandi hátt. Þegar kom að tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna var ekki hægt að ganga fram hjá Guðrúnu Evu Mínervudóttur en bók hennar Aðferðir til að lifa af er skáldsaga ársins. Afar lágstemmd en full af hlýju og samkennd og djúpum mannskilningi. Bragi Ólafsson sýndi allar sínar bestu hliðar í skáldsögunni Stöðu pundsins, sögu mæðgna þar sem undirliggjandi var tregi og harmur. Bókin er til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Sölvi Björn Sigurðsson fékk tilnefningu, kannski nokkuð óvænt, fyrir skáldsögu sína Seltu. Sjón og Einar Kárason hefðu einn- ig vel átt skilið pláss þar, eins og Gyrðir Elíasson með sitt fína smá- sagnasafn, Skuggaskip. Fjölmargar góðar ljóðabækur komu út á árinu. Þar voru Gerður Kristný og Einar Már Guðmunds- son í miklum og góðum ham og glöddu aðdáendur sína. Ekki voru þau þó tilnefnd til Bókmenntaverð- launanna í þetta sinn, en Steinunn Sigurðardóttir hlaut tilnefningu fyrir ljóðabók sína, Dimmumót. Gengið fram hjá Andra Snæ Bókmenntaverðlaun eru lotterí og þar getur allt gerst. Víst er að höf- undar fá ekki alltaf verðlaun fyrir bestu bækur sínar og stundum fá þeir ekki einu sinni tilnefningar fyrir þær. Um tímann og vatnið er tvímælalaust besta bók Andra Snæs Magnasonar. Um leið er hún bók ársins. Vel má f lokka það sem reginhneyksli að hún hafi ekki verið tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Hún mun koma út í fjölmörgum löndum og á örugglega eftir að vekja þar mikla athygli. Og talandi um góðar við- tökur erlendis þá leitar hugurinn vitanlega til Auðar Övu Ólafsdótt- ur sem á gríðarlega góðu gengi að fagna erlendis. Árið 2018 hlaut hún Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir Ör og þetta árið hlaut hún hin virtu frönsku Médici- bókmenntaverðlaun fyrir Ungfrú Ísland, bók sem er enn betri en Ör. Spenna og fegurð Bókaflóðið hlýtur að vera til marks um mikinn áhuga á bókum. Niður- stöður úr Pisa-könnun sem sýndi slæman lesskilning íslenskra ung- menna sló nokkuð á ánægjuna og stoltið sem hafði gripið um sig meðal þeirra bókelsku vegna veg- legrar bókaútgáfu. Enga uppgjöf er þó að finna hjá barnabókahöf- undum landsins, þeir halda ótrauð- ir áfram þeirri mikilvægu vinnu að laða ungmenni landsins að bókum. Spenna var einkenni á mörgum ungmennabókum þetta árið. Rán Flygenring sendi frá sér skemmtilega teiknimyndabók um litla stúlku sem býður sér í heim- sókn til Vigdísar Finnbogadóttur og Margrét Tryggvadóttir kynnti Kjarval fyrir ungum lesendum í bók sem er með fallegri bókum Magn og gæði Kolbrún Bergþórsdóttir gerir upp bókaárið 2019. þessa bókaárs. Sú fallegasta hlýtur samt að vera Tónlist liðinna ára – Handrit 1100-1800. Stórvirki ársins er svo ótvírætt Síldarárin eftir Pál Baldvin Baldvinsson, verk sem mikil vinna hefur verið lögð í. Ævisögur hafa ekki selst í bíl- förmum síðustu ár, eins og gerðist á árum áður. Ævisaga ársins er Jak- obína, um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur, skrifuð af heiðar- leika og næmi af dóttur hennar, Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Jafnvel þeir sem ekkert vita um Jakobínu ættu að hafa ánægju af bókinni. Eina sem þarf til að njóta hennar er áhugi á fólki og kjörum þess. Vert er síðan að minnast á Pétur Gunnarsson sem sendi frá sér bók um Halldór Laxness sem skrifuð er af svo mikilli hlýju að ómögulegt er annað en að hrífast með. Bókaárið 2019 var með miklum ágætum. Fjölbreytt og líf legt, eins og á að vera. kolbrunb@frettabladid.is BÓKAANNÁLL 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.