Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 20192 Á sunnudaginn er konudagurinn og þá er vert að minna karlmenn á að gleðja kon- urnar sínar sérstaklega þann daginn. Það er alltaf klassískt að gefa blómvönd en svo er hægt að vera frumlegur og gera eitthvað allt annað. Strákar! Þetta er gott tækifæri til að sýna konunum í lífi ykkar hversu vel þið kunnið að meta þær. Á morgun er spáð sunnanátt 13-20 m/s og hvassast verður á vestanverðu landinu. Þurrt að kalla verður á Norður- og Austur- landi en víða rigning í öðrum landshlut- um, einkum framan af degi. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig. Á föstudaginn er spáð hægviðri og víða þurru en gengur í norð- læga eða breytilega átt 8-13 m/s á suð- austan- og austanverðu landinu með samfelldri rigningu um tíma. Hiti 1-6 stig. Á laugardag er spáð suðlægri átt með rigningu, talverð úrkoma verður á sunn- anverðu landi og hiti 4-10 stig. Vestlæg- ari um kvöldið með skúrum og éljum og kólnar. Á sunnudag og mánudag er gert ráð fyrir sunnanátt og rigningu með köfl- um, en þurrt að mestu um landið norð- austanvert og hiti 2-8 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvort lesendur hafi freistast til að nota snjalltæki við akstur. 46% sögðust aldrei hafa gert það, 39% hafa einstaka sinnum freistast til þess en 10% freistast oft til að nota snjalltæki við akstur. 6% svarenda aka ekki. Í næstu viku er spurt: Hvaða lag heldur þú að vinni Söngvakeppni Sjónvarpsins 2. mars? Soffía G Þórðardóttir starfaði sem ljós- móðir á Akranesi í fjörutíu ár og hefur tek- ið á móti á milli fjögur og fimm hundr- uð börnum í þennan heim. Soffía er Vest- lendingur vikunnar, en rætt er við hana í blaði vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Ökuleyfissviptir ökumenn VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi segir töluvert um að ökumenn sem sviptir hafa ver- ið ökuleyfi séu stöðvaðir við al- mennt umferðareftirlit. Vill lög- regla koma því á framfæri að litið er á það sem alvarlegt brot þegar menn sem sviptir hafa verið öku- réttindum halda áfram að keyra. Lögregla lítur svo á að ökuleyf- issvipting sé varúðarráðstöfun, menn hafi verið sviptir leyfi og er ekki treystandi í umferðinni. Þess vegna er til dæmis talið al- varlegra að aka eftir sviptingu en ef menn aka sem hafa aldrei haft ökuleyfi. Enn fremur vill lög- regla minna á háar sektir liggja við akstri eftir sviptingu ökuleyfa og ítrekuð brot enda með varð- haldi. -kgk Flutningabíll valt í Gufufirði REYKHÓLAHR: Flutninga- bíll valt á föstudag í Gufufirði, innst á Hofsstaðahlíð. Óhappið varð þegar flutningabíllinn var að mæta minni bíl. Vegurinn er mjór þar sem óhappið varð, en smávegis snjórastir í köntunum gerðu það að verkum að hann virtist breiðari en hann raun- verulega er. Á Reykhólavefn- um er greint frá því að á þessum kafla sé vegurinn innan við sex metra breiður. Flutningabíll- inn var með fullfermi af lamba- hornum, sem fara áttu í vinnslu á Tálknafirði í gæludýrafóður. Upphaflega stóð til að reyna að ná bílnum upp á veginn með farminum, en það reyndist ekki hægt. „Því verður að tæma vagn- inn á staðnum, en gæta þarf ítr- ustu varúðar vegna smithættu. Hornin flokkast sem sláturaf- urðir og eru hvaðanæva af land- inu, en hér er hreint svæði og laust við búfársjúkdóma, eins og riðu,“ segir á Reykhólavefnum. Þar segir enn fremur að þetta sé annar flutningabíllinn sem velt- ur á þessum vegarkafla frá ára- mótum, milli slitlagsenda sunn- an við Skálanes og að Gufudal. „Á síðasta ári fóru ellefu bílar út af á þessum kafla, sem bet- ur fer slasaðist enginn alvarlega í þessum óhöppum en eigna- tjón var mikið.“ Björgunarsveit- in Heimamenn kom á mánu- daginn að því að taka hornin og voru þau handtínd úr bíln- um yfir í stórsekki til flutnings. Ljósm. Reykhólavefurinn. -kgk Símasambands- laust í Hörðudal DALIR: Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í liðinni viku var lagt fram erindi vegna símasam- bands í innanverðum Hörðudal. Þegar ljósleiðarinn var tengd- ur í dalnum var kopartenging- in jafnframt aflögð. „Ekkert GSM samband er á svæðinu og því verður símasmbandslaust ef rafmagn fer af. Það getur skap- að hættu ef t.d. þarf að ná sam- bandi við lækni eða sjúkrabíl,“ segir í fundargerð sveitarstjórn- ar. -mm Bæjarstjórn Akraness skorar á ís- lenska ríkið að tryggja fé til að hækka og styrkja Faxabraut. Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni hefur, með samþykkt samgönguáætlunar 2019-2023, ver- ið ákveðið að verja 200 milljónum í uppbyggingu götunnar, á þessu ári og því næsta. Bæjarstjórn segir það góð tíðindi og mikilvæg skref í átt að fullri fjármögnun ríkisins á fram- kvæmdinni en bendir jafnframt á að kostnaðarmat verksins hljóði upp á 550 milljónir króna. Því sé aðeins um upphaf verkefnisins að ræða í samgönguáætlun. „Bæjarstjórn Akraness telur það mikið sanngirnismál að ríkið greiði þann kostnað sem þarf í upp- byggingu Faxabrautar. Faxabraut er þjóðvegur í þéttbýli sem þarf að hækka og styrkja, bæði vegna ástands hans og þeirrar byggðar sem fyrirhugað er að reisa á Sem- entsreitnum,“ segir í ályktun bæj- arstjórnar. „Bæjarstjórn Akraness hvetur samgönguyfirvöld og ríkis- stjórn til að tryggja nægt fjármagn til Faxabrautar, eigi síðar en á ár- unum 2021 og 2022.“ kgk Skora á ríkið að tryggja fé til Faxabrautar Faxabraut á Akranesi. Fasteignaverð á Akranesi hækk- aði um 19,2% milli áranna 2017 og 2018. Hvergi annars staðar á landinu varð jafn mikil hækkun fasteignaverðs, samkvæmt Hagsjá Landsbankans sem birt var 13. febrúar. Þar kemur einnig fram að fasteignaverð hækkaði meira í fjór- um stærstu bæjarfélögunum utan höfuðborgarsvæðisins en á höfuð- Fasteignaverð hækkaði mest á Akranesi borgarsvæðinu sjálfu frá 2017 til 2018. Bæjarfélögin fjögur eru Akra- neskaupstaður, Akureyrarbær, Ár- borg og Reykjanesbær. Í þessum fjórum bæjarfélögum hækkaði fasteignaverð umtalsvert milli áranna 2017 og 2018 og alls staðar meira en 10%, samanborið við 3,7% hækkun á höfuðborgar- svæðinu. Sem fyrr segir hækkaði verðið mest á Akranesi, um 19,2%, en næstmest í Árborg eða um 15,1%. Verðið hækkaði um 13,9% á Akureyri og 10,6% í Reykjanesbæ. Í Hagsjánni eru notaðar tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs. Miðað er við vegið meðaltal viðskipta með fjölbýli og sérbýli. „Sé litið á þró- unina til lengri tíma má sjá að tals- vert hægði á verðhækkunum á höf- uðborgarsvæðinu frá árinu 2017 á meðan minna hægði á hækkunum í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanirnar verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ á árinu 2017, Í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017 og 2018,“ segir í Hagsjánni. En þrátt fyrir miklar hækkanir fasteignaverðs í bæjunum fjórum utan höfuðborgarsvæðisins er fer- metraverð þar enn mun lægra en í borginni. Á fjórða ársfjórðungi 2018 var meðalfermetraverð í fjöl- býli á höfuðborgarsvæðinu 462 þús. kr. en 411 þúsund í sérbýli. Á sama tíma var meðalfermetraverð á Akra- nesi 317 þús. kr. í fjölbýli á Akranesi en 275 þús. í sérbýli. kgk/ Ljósm. úr safni. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra hefur undirrit- að reglugerð sem heimilar áfram- haldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. „Ákvörð- un þessi byggist á ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar, en jafnframt hafði ráðherra hliðsjón af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Við ákvörðun sína studdist ráðherra einnig við minn- isblað frá Hafrannsóknastofn- un, sem hann óskaði eftir í kjölfar skýrslu Hagfræðistofnunar. Hafrannsóknastofnun ráðlegg- ur að árlegar veiðar á tímabilinu 2018–2025 verði að hámarki 161 langreyður á veiðisvæðinu Aust- ur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 dýr á svæðinu Austur- Ísland/Færeyjar og 217 hrefnur á íslenska landgrunnssvæðinu. Ráð- gjöf sína byggir stofnunin á veiði- stjórnunarlíkani vísindanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem er eitt það varfærnasta sem þróað hefur verið fyrir nýtingu á nokkr- um dýrastofni í heiminum. Síðan hvalatalningar hófust 1987 hefur langreyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síðustu talningu 2015 var fjöldinn á skil- greindu stofnsvæði (Mið-Norður- Atlantshaf) metinn um 37 þúsund dýr sem jafngildir um þreföldun frá 1987. Hrefnu hefur fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Ekki er þó tal- ið að stofninn hafi minnkað held- ur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðufram- boðs hér á sumrin (síli og loðna). Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar tekur tillit til þessarar þróunar í útbreiðslu hrefnustofnsins. mm Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin Hvalskurður í gangi. Mynd frá síðasta sumri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.