Skessuhorn - 20.02.2019, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 11
KONUDAGURINN
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
15% afsláttur af öllum dömu
ilm- og snyrtivörum
Gildir fimmtudag, föstudag og laugardag
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Bæjarstjórnarfundur
1288. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar-
þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. febrúar
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir
til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því
að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina
útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, •
mánudaginn 25. febrúar kl. 20:00.
Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, •
mánudaginn 25. febrúar kl. 20:00.
Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, •
laugardaginn 23. febrúar kl. 10:30.
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Nýtt náms- og stuðningsver var
opnað í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi í janúar. Námsver-
ið er hluti af verkefni sem styrkt var
af mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu í þeim tilgangi að sporna
við brotthvarfi úr námi. Guðrún
Sigríður Guðmundsdóttir, náms-
og starfsráðgjafi við skólann, á hug-
myndina að námsverinu og hefur
hún séð um að koma því á laggirnar.
„Í mínu starfi er maður alltaf að leita
leiða til að bæta þjónustuna og gera
meira fyrir nemendur og námsverið
er hluti af því,“ segir Guðrún þegar
Skessuhorn ræddi við hana og Írisi
Björgu Jónsdóttur, skóla- og geð-
hjúkrunarfræðing, um stuðnings-
þjónustu nemenda við FVA.
Guðrún og Íris vinna náið sam-
an að því að aðstoða nemendur við
ýmis mál sem kunna að koma upp
hjá þeim bæði hvað varðar nám eða
í persónulegu lífi. Íris sér um al-
mennan stuðning fyrir nemendur
með kvíða, þunglyndi eða annan
heilsufarsvanda auk þess sem hún
er tengiliður nemenda við heilsu-
gæslustöðina. Íris starfar hjá Heil-
brigðisþjónustu Vesturlands á Akra-
nesi og er með viðveru í FVA eftir
hádegi alla þriðjudaga og fimmtu-
daga. „Þá geta nemendur leitað
til mín hingað og ég aðstoðað þá,
bæði hvað varðar andleg vandamál
og líkamleg eins og veikindi eða
meiðsli,“ útskýrir Íris. „Mín þjón-
usta gæti reynst sérstaklega vel fyrir
nemendur sem búa á heimavistinni
og hafa ekki foreldri til að leita til
með læknisaðstoð. Ég get þá að-
stoðað nemendur og vísað þeim
áfram til læknis ef þörf er á,“ segir
Íris og Guðrún bætir því við að þær
séu einnig báðar tilvísunaraðilar til
sálfræðings sem starfar hjá HVE á
Akranesi ef nemendur þurfi á að-
stoð sálfræðings að halda.
Vill gera enn meira fyrir
nemendur
Markmið náms- og stuðningsvers-
ins er að auka þjónustu við nemend-
ur og veita þeim meiri stuðning við
námið. Þangað geta nemendur farið
bæði til að finna næði til heimanáms
og til að fá aðstoð kennara. Tvisvar
í viku verða kennarar í námsverinu
í klukkutíma í senn að aðstoða nem-
endur, stærðfræðikennari, ensku-
kennari og íslenskukennari. „Á öðr-
um tímum verður ekki starfsmaður
á svæðinu en nemendur geta alltaf
leitað til mín eftir aðstoð. Það er mín
von að geta aukið þjónustuna með
tímanum og þá hafa námsverið opið
allan daginn alla daga og að þar verði
alltaf starfsmaður innan handar fyr-
ir nemendur. Tíminn verður þó að
leiða í ljós hvort það verði að veru-
leika,“ segir Guðrún en bætir því við
að hún sé bjartsýn fyrir framhaldinu.
Aðstaðan í námsverinu er mjög góð
en þar er tafla, borð, stólar, hæginda-
stólar, lampi og teppi. „Nemendur
geta farið þangað og fengið næði til
að læra, hvort sem það er að vinna
verkefni eða hafa það notalegt undir
teppi að lesa kjörbók. Það eru þegar
nokkrir nemendur farnir að nýta sér
þjónustuna og við Íris erum dugleg-
ar að hvetja fleiri til þess. En það er
enn stutt síðan námsverið var opn-
að og ég bind vonir við að sjá fleiri
nemendur þar með tímanum,“ seg-
ir Guðrún. „Við trúum því að með
auknum stuðningi og aðstoð við
nemendur til að takast á við nám-
ið geti bætt námsárangur og virkni
auk þess sem brottfall minnki,“ segir
Guðrún og Íris tekur undir.
Námsverið er opið frá kl.
13:05-15:55 mánudaga og föstu-
daga, frá kl. 9:40-12:30 þriðjudaga
og fimmtudaga og allan daginn á
miðvikudögum. Á miðvikudög-
um frá klukkan 14:55-15:55 verða
stærðfræðikennari og íslenskukenn-
ari á staðnum með námsaðstoð og á
fimmtudögum frá kl. 9:40-10:40 er
enskukennari með viðveru.
arg
Verið, náms- og stuðningsver,
opnað í FVA
Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, og Íris Björg Jóns-
dóttir, skóla- og geðhjúkrunarfræðingur, við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þær
eru nemendum innan handar sem þurfa aðstoð. Guðrún hefur nú opnað náms- og
stuðningsver til að auka þjónustu við nemendur.
Verið, náms- og stuðningsver, er vel búið með borðum, stólum, töflu, hægindastólum, lampa og teppum. Nemendur ættu því að
geta komið sér vel þar fyrir við heimalærdóm.
www.skessuhorn.is