Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 201914
Rótarýdagurinn verður sem fyrr
haldinn hátíðlegur laugardaginn
23. febrúar næstkomandi. Dagur-
inn er á alþjóðavísu nýttur til að
vekja athygli á starfi hreyfingar-
innar og verkefnum sem hún beit-
ir sér fyrir. Þórir Páll Guðjónsson
er forseti Rótarýklubbs Borgarness.
Klúbburinn býður íbúum og öll-
um áhugasömum á kynningarfund
næstkomandi laugardag á Hót-
el Borgarnesi. Þar mun fjölmiðla-
konan Sigríður Arnardóttir flytja
erindi sem nefnist „Laðaðu til þín
það góða,“ þar sem hún fjallar um
samskiptatækni og hvernig halda
má í orku og jákvæðni jafnvel einnig
þegar á móti blæs.
Á góðri leið með að
útrýma lömunarveiki
Meðal helstu verkefna Rótaryhreyf-
ingarinnar á heimsvísu er Polioplus
sem hún hefur staðið fyrir allt frá
1984. „Eftir 35 ára þrotlaust starf
er Rótaryfólk nú langt komið að út-
rýma lömunarveiki. Veikin finnst nú
einungis í tveimur eða þremur lönd-
um, en var áður en átakið hófst út-
breiddur og skæður sjúkdómur víða
um lönd,“ segir Þórir Páll. Félags-
menn sinna ekki sölustarfi af neinu
tagi, en leggja gjald í Rótarýsjóð,
sem fjármagnar meðal annars Pol-
arplus verkefnið. Þórir Páll segir að
markmið Rótarýdagsins næstkom-
andi laugardag sé einnig að kynna
það starf sem Rótarýklúbbur Borg-
arness stendur fyrir, vekja athygli á
skemmtilegum félagsskap og laða
til sín nýja félaga. „Klúbbar eins og
okkar þurfa stöðugt að vera að end-
urnýja sig. Við reyndar búum vel,
erum með 26 starfandi félaga, en
viljum gjarnan fjölga í hópnum,“
segir Þórir Páll.
Margt borið á góma
Rótarýklubbur Borganess var stofn-
aður 1952 og hefur síðan starfað
með blóma. „Í gegnum tíðina hafa
nokkur verkefni verið áberandi hjá
okkur. Til dæmis komum við upp-
haflega að ritun Sögu Borgarness,
höfum sinnt gróðursetningu, lagt
göngustíga meðal annars við Borg
á Mýrum og sinnt starfsfræðslu fyr-
ir grunnskólanemendur í 10. bekk
grunnskólanna í héraðinu. Síðast-
talda verkefnið hefur raunar verið
óslitið í 26 ár og ekkert lát á því. Við
höfum þannig stutt við það að nem-
endur kynnist starfandi fyrirtækj-
um í héraði og oft hefur slík vett-
vangsferð kveikt áhuga ungs fólks á
að starfa í viðkomandi grein,“ segir
Þórir Páll.
Á fundum Rótarýklúbbs Borgar-
ness er ætíð meginþema þar sem
mál eru kynnt. „Það hafa mörg mál-
efni borið á góma á fundum okkar í
gegnum tíðina. Til dæmis má nefna
að fyrst var imprað á brú yfir Borg-
arfjörð og gerð friðlands í Einkunn-
um á fundum Rótarýklúbbs Borg-
arness, svo ég taki dæmi. Það ein-
kennir félagsskap okkar að í klúbbn-
um er fólk úr ýmsum starfsgreinum.
Það eykur breiddina og gerir starf-
ið skemmtilegra. Á öllum fundum
okkar er meginþema. Til marks
um ólík umræðuefni höfum við ný-
lega fengið til okkar Vilborgu pólf-
ara, rætt var um líffæragjafir á opn-
um fundi, nytjaskógrækt var kynnt,
Vatnajökulsþjóðgarður, Rússland og
áfram mætti telja.“
Engin leyndarmál
Þórir Páll segir að klúbburinn hafi í
gegnum tíðina beitt sér fyrir afmörk-
uðum söfnunarverkefnum og nefnir
Lucas hjartahnoðtæki í sjúkraflutn-
ingabíla sem dæmi. „Við viljum ætíð
leggja góðum málefnum í samfé-
laginu lið. Kjörorð okkar hreyfing-
ar er; „Þjónusta ofar eigin hag,“ það
er að þjóna öðrum án þess að hugsa
um eigin hag. Þannig er hugsun-
in á bakvið Rótarýklúbbinn fyrst og
fremst velvild gagnvart samfélaginu.
Hjá okkur eru heldur engin leynd-
armál, við bjóðum gesti velkomna
á fundi okkar og leggjum okkur
fram um að fá áhugverða fyrirles-
ara hverju sinni til að gera fundina í
senn skemmtilega og fræðandi. „Ég
vil að endingu hvetja sem flesta til að
mæta á fundinn okkar næstkomandi
laugardag klukkan 14 á Hótel Borg-
arnesi, hlýða á fræðandi erindi Sir-
rýjar og þiggja kaffiveitingar,“ segir
Þórir Páll Guðjónsson að endingu.
mm
Íbúum boðið til kynningarfundar á Rótarýdeginum
Áfundinum næstkomandi laugardag mun Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona
fjalla um hvernig fólk getur laðað til sín það góða.
Þórir Páll Guðjónsson er forseti Rótarýklúbbs Borgarness.
„Frekari rannsókn
á örverumeng-
un hjá Ópal Sjáv-
arfangi í Hafn-
arfirði gefur til-
efni til að ætla að
ekki hafi tekist að
uppræta listeríu-
mengun í fyrir-
tækinu og að fleiri
afurðir kunni að
vera mengaðar af
bakteríunni,“ seg-
ir í tilkynningu
sem Matvæla-
stofnun sendi frá
sér í síðustu viku.
Fyrirtækið hefur
ákveðið að inn-
kalla allar reykt-
ar afurðir þess úr
verslunum, í sam-
ráði við Matvæla-
stofnun.
Ópal Sjávar-
fang hefur jafn-
framt stöðvað alla
framleiðslu og
dreifingu á með-
an unnið er að
úrbótum, undir
eftirliti Matvæla-
stofnunar. „Inn-
köllunin nær til
allra lotunúmera á reyktum afurð-
um (birkireyktum, hangireyktum
og heitreyktum) frá Ópal Sjávar-
fangi sem eru á markaði (síðustu
notkunardagar í janúar, febrúar og
mars). Átt er við allan kaldreyktan
lax, heitreyktan lax, reykta fjalla-
bleikju, reyktan makríl og síld:
bita, hálfflök, flök, kubba, hnakka,
sneiðar, áleggslax, laxakurl.
Dreifingaraðilar hafa verið versl-
anir 10-11, verslanir Hagkaupa,
verslanir Nettó, verslanir Kjörbúð-
arinnar, verslanir Krambúðarinnar,
Melabúðin, verslanir Iceland og
verslunin Kvosin. Fólk sem e.t.v. á
vörur frá fyrirtækinu í frysti er bent
á að sama gildir um hana, ekki er
ráðlagt að neyta þeirra og ætti að
skila til framleiðanda og fá endur-
greitt.
mm
Starfsemi stöðvuð og
frekari innkallanir
vegna listeríu
„Umhverfisvaktin við Hvalfjörð
skorar á Umhverfisstofnun sem
starfsleyfisgjafa og eftirlitsstofn-
un og Faxaflóahafnir sem eiganda
Grundartanga, að halda skaðsemi
vegna stóriðju á Grundartanga í al-
gjöru lágmarki með auknu eftirliti
og grunnrannsóknum á áhrifum
eiturefna á umhverfið. Loftgæða-
mælingar vegna flúors og brenni-
steins eru í skötulíki og útsleppi
í stórum stíl frá Elkem Ísland er
leikur að heilsu manna og dýra.
Þar sem mengunartopparnir valda
mestum skaða er engin afsökun að
útsleppið kunni að rúmast innan
leyfilegs ársútsleppis,“ segir í álykt-
un sem Umhverfisvaktin við Hval-
fjörð samþykkti á aðalfundi sínum
9. febrúar síðastliðinn.
„Fundurinn skorar á Umhverfis-
stofnun að taka nú þegar upp mæl-
ingar á mengandi efnum sem stafa
frá stóriðjunni á Grundartanga og
geta skilað sér inn í matvæli frá
landbúnaði á svæðinu. Ágiskanir
eru ekki boðlegar og áreiðanleg-
ar niðurstöður verða ekki til nema
með endurteknum vísindaleg-
um mælingum. Umhverfisvaktin
minnir á mengunarslys hjá Norð-
uráli sumarið 2006 en það haust
mældist flúor í kjálkum lamba
margfalt meiri en haustið 2005. Af-
urðir lambanna fóru á markað án
nokkurra eiturefnamælinga. Iðju-
verin sem sjá sjálf um umhverfis-
vöktunina birtu niðurstöður flúor-
mælinganna í apríl næsta ár. Þann-
ig er staðan enn. Sé minnsti grunur
um óæskileg efni í mætvælum eiga
bændur og neytendur rétt á upp-
lýsingum tafarlaust.“
Þá skorar fundur Umhverfis-
vaktarinnar á Umhverfisstofn-
un að birta allar niðurstöður um-
hverfisvöktunar vegna iðjuver-
anna á Grundartanga rafrænt jafn-
óðum og þær verða til á vef Um-
hverfisstofnunar, sveitarfélaganna
við Hvalfjörð, Faxaflóahafna og
Reykjavíkurborgar. Kynningar-
fundir sem fari fram einu sinni á
ári, til að kynna gamlar niðurstöð-
ur umhverfisvöktunar, séu úreltir
og ómarkvissir. „Fundurinn bendir
á þá óhugnanlegu staðreynd að ár
eftir ár er verið er að vakta mæli-
þætti sem engin viðmiðunargildi
eru til um í íslenskum reglugerð-
um og starfsleyfum. Þetta á t.d. við
um flúor í kjálkum sauðfjár. Fund-
urinn fer eindregið fram á að Um-
hverfisstofnun komi fyrir loftgæða-
mælistöð vegna flúors og brenni-
steins norð-vestan við iðjuverin á
Grundartanga, utan þynningar-
svæða, vegna Berjadalsár sem er
vatnsból Akraneskaupstaðar. Loft-
gæðamælistöð sunnan Hvalfjarðar
verði einnig ávallt í notkun, en það
er hún ekki nú,“ segir að endingu í
ályktun stjórnar Umhverfisvaktar-
innar við Hvafljörð.
mm
Umhverfisvaktin vill bæta mengunar-
mælingar við stóriðjuna