Skessuhorn - 20.02.2019, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 201918
Sælkerarnir og systurnar Ragn-
heiður og Elísabet Stefánsdæt-
ur tóku vel á móti blaðamanni
Skessuhorns á heimili Ragnheið-
ar á Akranesi nú fyrir helgi. Hús-
ið ilmaði af nýbakaðri gulrótaköku
sem Ragnheiður hafði bakað og
sýnt frá hverju skrefi á Snapchat
undir nafninu Matar-lyst. En Mat-
arlyst er Snapchat-aðgangur sem
þær systur halda úti saman. Þar
sýna þær frá öllu því sem þær gera
í eldhúsinu en þær er einnig hægt
að finna á Facebook og Instagram
undir sama nafni. „Við höfum allt-
af haft mikinn áhuga á að baka og
elda og ég var oft að sýna frá því
sem ég var að gera á mínum pers-
ónulega Snapchat aðgangi. Þar var
fólk oft að biðja mig um uppskrift-
ir og frekari leiðbeiningar á því
sem ég var að gera og þá kvikn-
aði þessi hugmynd, að opna að-
gang bara fyrir þetta áhugamál. Ég
ræddi það við Elísabet sem tók vel
í hugmyndina og í október á síð-
asta ári opnuðum við Matarlyst,“
útskýrir Ragnheiður. „Þannig að
við erum bara nýlega byrjaðar.“
Fengu að blómstra
í eldhúsinu
Þegar Ragnheiður og Elísabet voru
börn, en það eru átta ár á milli
þeirra, fengu þær mikið frelsi í eld-
húsinu og mamma þeirra var dug-
leg að leyfa þeim að spreyta sig.
„Við fengum alltaf að blómstra í
eldhúsinu og mamma leyfði okkur
að baka og elda, bæði með henni
og sjálfar. Mér þykir rosalega dýr-
mætt að hafa fengið þetta frelsi og
ég held að það sé alltaf gott þeg-
ar foreldrar sýna börnum þetta
traust, að leyfa þeim að spreyta sig
í eldhúsinu,“ segir Ragnheiður og
Elísabet tekur undir. „Minn áhugi
hefur meira verið á eldamennsku á
meðan Elísabet bakar meira, enda
er hún ótrúlega hæfileikaríkur bak-
ari sem á alltaf kökur,“ segir Ragn-
heiður brosandi og horfir á syst-
ur sína. „Ég á fjögur börn og er í
tveimur saumaklúbbum þannig að
það eru alltaf tilefni til að baka,“
skýtur Elísabet þá inn í og bætir
við að Ragnheiður eigi líka alltaf
til köku. „Já, ég verð alltaf að eiga
köku til að bjóða upp á.“ En þær
segjast alveg ómögulegar ef þær
eiga ekkert að bjóða gestum upp
á annað en svart kaffi. „Ég fer al-
veg í mínus ef ég á ekki köku til að
bjóða gestum en á sama tíma finnst
mér alls ekkert að því ef aðrir hafa
ekkert nema kaffi til að bjóða upp
á þegar ég kem í heimsókn. Ég
held að þetta sé tengt því uppeldi
sem við fengum, mamma átti alltaf
eitthvað til að bjóða gestum,“ seg-
ir Elísabet.
Eru enn að
finna taktinn
Auk þess að vera snapparar eru
þær systur báðar útivinnandi mæð-
ur sem alltaf hafa nóg fyrir stafni.
Ragnheiður vinnur hjá Starfsend-
urhæfingu Vesturlands, er tveggja
barna móðir og amma auk þess
sem hún stundar líkamsrækt og
hestamennsku af kappi. Elísabet
er móðir fjögurra ungra barna og
starfar í vaktavinnu á Hjúkrun-
ar- og dvalarheimilinu Höfða. En
eru samfélagsmiðlarnir ekki tíma-
frekt áhugamál? „Jú, þetta er mik-
il vinna og sérstaklega það sem við
erum að gera því við erum ekki
bara að blaðra eitthvað heldur að
baka og elda og sýna frá því. Við
höfðum enga hugmynd út í hvað
við værum að fara áður en við byrj-
uðum,“ segir Elísabet og hlær. „Að
baka köku tekur kannski ekki svo
langan tíma en þegar maður er að
sýna frá hverju skrefi við bakstur-
inn er maður alveg þrisvar sinn-
um lengur að þessu. Okkur finnst
við líka þurfa að vera duglegar að
setja eitthvað inn reglulega og þá
er rosalega gott að við séum tvær
saman og getum skipst á. Við
erum líka tiltölulega nýjar í þessu
og erum enn að fikra okkur áfram
og finna taktinn,“ segir Ragnheið-
ur. „En þetta er mjög skemmti-
legt og við erum bara rétt að byrja.
Draumurinn er að setja upp blogg-
síðu fyrir uppskriftirnar en við
þurfum bara að drífa okkur í að út-
færa það verkefni,“ segja þær.
Skemmtilegt að
finna viðbrögðin
Er erfitt að opna heimili sitt og
líf með þessum hætti og hleypa
ókunnugu fólki svo nærri sér? „Ég
er frekar opin og finnst þetta ekki
erfitt,“ svarar Ragnheiður. Og
Elísabet tekur undir. „Maður finn-
ur lítið fyrir því að snappa það er
ekki fyrr en eftir á að maður átt-
ar sig á þeim fjölda áhorfa sem
við erum að fá og undirtektum að
þetta er aðeins stærra ævintýri en
við töldum í fyrstu. Við höfum ekki
mikið verið að sýna frá dagsdag-
legu lífi en höfum fengið beiðnir
um að gera meira af því. Við erum
enn að þróa þennan miðil okk-
ar og höfum ekki sett nein mörk
ennþá og vitum í raun ekki hvar
þau mörk koma til með að vera,“
segir Elísabet „Það er svo gaman
að finna viðbrögðin og fá jákvæð
skilaboð frá fólki allsstaðar af land-
inu þar sem verið er að hrósa okk-
ur, og þakka fyrir skemmtileg og
lærdómsrík snöpp. Og það sem
mestu máli skiptir er að við höf-
um svo gaman að þessu,“ segja þær
systur. „En svo sýni ég kannski
eitthvað sem Elísabet myndi ekki
sýna og öfugt,“ bætir Ragnheiður
við. „Sem gerir þetta kannski enn
fjölbreyttara,“ segja þær.
Hittu fylgjanda
í Amsterdam
Það fylgir því ákveðin athygli að
vera virkur á samfélagsmiðlum
og segjast þær systur enn vera að
venjast því. Þær segjast finna fyr-
ir því að fólk þekki þær úti á götu
þó þær hafi aldrei séð viðkomandi.
„Fólki finnst það jafnvel þekkja
okkur þó það hafi aldrei talað við
okkur, en við tökum nú bara vel í
það. Við erum kannski komin bara
upp í rúm hjá þeim öll kvöld,“ seg-
ir Ragnheiður og hlær. „Þá þeg-
ar fólk er sko að horfa á okkur á
Snapchat,“ bætir hún við og bros-
ir. „Við finnum alveg að fólk horf-
ir á okkur út um víðan völl og veit
augljóslega hver við erum þó við
höfum ekki hugmynd um hver þau
eru. En þetta er bara skemmti-
legt og angrar okkur ekkert,“ segja
þær systur. „Við lentum nú líka í
skemmtilegu atviki á flugvellin-
um í Amsterdam núna á mánudag-
inn [í síðustu viku, innsk. blaða-
manns]. Við fórum í helgarferð og
ætluðum að koma heim á sunnu-
deginum og vorum búnar að sýna
frá þessu öllu á Snapchat. Svo þeg-
ar við vorum að pakka niður fyr-
ir heimferð kom í ljós að við ætt-
um ekki flug heim fyrr en á mánu-
deginum og við deilum því auð-
vitað með fylgjendum okkar. Dag-
inn eftir á flugvellinum hittum við
mann sem spurði okkur svo hvern-
ig bónusdagurinn hefði verið. En
hann hafði þá séð allt um þetta á
Snapchat,“ segir Ragnheiður. „Við
erum því farnar að finna fyrir því
að fólk þekkir okkur ansi víða,“
bætir Elísabet við og hlær.
Fjölskylduleyndarmálin
öll á netið
Eins og fram hefur komið deila
þær systur ráðum og uppskrift-
um úr eldhúsinu en þær hafa ýmis
skemmtileg eldhúsleyndarmál sem
þær ljóstra upp á samfélagsmiðl-
um. „Við gefum upp allar okkar
uppáhalds uppskriftir sem við höf-
um sankað að okkur í gegnum tíð-
ina,“ segja þær systur. „En annars
hefur Ragnheiður aðallega ver-
ið í því að búa uppskriftirnar til á
meðan ég er meira í því að koma
okkur á framfæri,“ segir Elísabet
og hlær. „Mamma segir að öll fjöl-
skylduleyndarmálin séu nú komin
á netið,“ bætir Ragnheiður kímin
við. „Við höfum alltaf haft gaman
að því að prófa hluti en það er að-
eins erfiðara núna því við erum að
sýna frá því öllu í beinni á Snapc-
hat og ef eitthvað misheppnast er
það bara þannig,“ segir Ragnheið-
ur. „En stundum þegar ég er að
setja saman nýja uppskrift þá útbý
ég hana nokkrum sinnum og fæ
fólk til að smakka og meta. Og gef
svo út uppskriftina að því loknu. Ég
er smá fullkomnunarsinni,“ bæt-
ir hún við. „Ég nenni því ekki og
deili bara öllu strax í fyrstu tilraun
og enn sem komið er hefur ekkert
misheppnast,“ segir Elísabet.
Djúpsteiktir
kanilsnúðar
Eitt af því sem þær hafa sýnt frá á
samfélagsmiðlum sem hefur feng-
ið mikla athygli er þegar Ragn-
heiður var að djúpsteikja kanilsn-
úða. „Ég er með smá djúpsteik-
ingaræði og fannst þetta bara góð
hugmynd. Þetta er líka mjög einfalt
og svo ótrúlega gott,“ segir Ragn-
heiður. Aðspurðar segjast þær hafa
þetta hugmyndaflug í eldhúsinu
frá mömmu þeirra. „Mamma var
mjög nýmóðins í eldhúsinu og sem
dæmi gerir hún bestu pizzu í heimi,
botninn er steiktur á olíuborinni
pönnu og á meðan er álegginu rað-
að á pizzuna og að því loknu fer
hún undir grillið í ofninum og bak-
ast þar til gullinbrún að ofan. Þetta
gerir pizzuna þær bestu í heimi,“
segir Ragnheiður. „Mamma var
mikill snillingur í eldhúsinu og hún
og pabbi voru alltaf dugleg að hrósa
okkur. Ég held að það sé ástæðan
fyrir því hversu óhræddar við erum
að opna okkur og prófa nýja hluti,“
segja þær systur að endingu.
Til þess að fylgjast með þeim
systrum er hægt að finna þær á Fa-
cebook og Instagram undir nafn-
inu Matarlyst og á Snapchat undir
nafninu Matar-lyst. Þær setja inn
allar uppskriftir og ráð á Facebo-
ok og Instagram en sýna frá öllu
baksturs- eða eldamennskuferlinu
á Snapchat.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
Hugmyndaríkar systur með Matarlyst
Systurnar Ragnheiður og Elísabet Stefánsdætur sýna frá því sem þær gera í eldhúsinu á Snapchat reikningnum Matar-lyst.
Kræsingar í barnaafmæli.
Glæsilegt veisluborð í boði þeirra
systra.