Skessuhorn - 20.02.2019, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 19
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi
á Kúludalsá við Hvalfjörð, sendi á
sunnudaginn opið bréf til forstjóra
og starfsfólks Umhverfisstofnun-
ar vegna útsleppis mengandi efna
frá Grundartanga. „Þegar ég kom
út á hlaðið á Kúludalsá í morg-
un, sunnudaginn 17. febrúar 2019,
fann ég í lofti svo mikinn fnyk að
ekki var hægt að anda með eðlileg-
um hætti. Ég forðaði mér þangað
sem förinni var heitið, þ.e. í hest-
húsið. Klukkutíma síðar þegar ég
hafði lokið við að sinna hestunum
var fnykurinn mun minni, en hann
var samt til staðar. Nokkur hross
eru á útigangi og fá þennan við-
bjóð beint í lungun og út í blóðið.
Sjá má af loftgæðamæli við Gröf að
mikið útsleppi mengandi efna hef-
ur átt sér stað í nótt og undir morg-
un,“ skrifar Ragnheiður.
Þá segir hún það algjörlega óvið-
unandi að útsleppi sem þetta skuli
eiga sér stað. „Það er einfaldlega
verið að spara fé á þann ömurlega
hátt að tæma hreinsibúnað út í
andrúmsloftið. Útsleppin eru end-
urtekin af fullkomnu kæruleysi og
óvirðingu við menn og dýr, þrátt
fyrir ótal beiðnir um að þessu verði
hætt. Öll iðjuverin á Grundartanga
koma til greina sem sökudólgar.
Það eru mannréttindi að fá að
anda að sér hreinu lofti. Stund-
um mengast loft af óviðráðanleg-
um ástæðum, en í þessu tilfelli og
fjölmörgum öðrum hvað Grund-
artanga snertir, er mengunin af
manna völdum og nú verður að
stöðva þennan gjörning.
Það bætir ekkert þó eftirlitsaðil-
ann bendi á að útsleppið sé innan
leyfilegs ársmeðaltals. Sú aðferð við
að meta mengun er fáránleg. Um-
hverfisstofnun hefur lagt blessun
yfir þessa aðferð í starfsleyfum fyr-
ir iðjuverin og talar um hana eins
og hún sé sé meitluð í stein. Með-
altöl segja ekkert um raunveruleg-
ar aðstæður eins og það sem gerð-
ist í nótt og í morgun. Mengunar-
topparnir eru hættulegir hérna við
Hvalfjörð, rétt eins og annarsstað-
ar þar sem eiturefni eru notuð.“
Að lokum beinir Ragnheiður
orðum sínum til Kristínar Lindu
Árnadóttur forstjóra og samstarfs-
fólks Umhverfisstofnunar. „Þið
eruð á launum hjá þjóðinni til að
verja okkur fyrir mengun. Ástand-
ið er löngu orðið nógu slæmt til
að þið takið til hendinni og það
er ykkar verk! Þið fáið greitt fyrir
slíka vinnu á hverjum einasta degi,“
skrifar Ragnheiður Þorgrímsdótt-
ir.
mm
Skrifaði starfsfólki Umhverfisstofn-
unar opið bréf vegna loftmengunar
Grunnur að fyrstu heildarstefnu
ríkisins um almenningssamgöngur
fyrir allt landið hefur verið mótuð
og er nú til kynningar í samráðsgátt
stjórnvalda til 7. mars nk. Starfs-
hópur sem Sigurður Ingi Jóhanns-
son samgönguráðherra skipaði
leggur til að almenningssamgöngur
með flugi, ferjum og almennings-
vögnum myndi eina sterka heild
og að boðið verði upp á eitt leið-
arkerfi fyrir allt landið. Markmiðið
er auka hlutdeild almenningssam-
gangna í ferðum milli byggða á Ís-
landi og stuðla þannig að umhverf-
isvænni, öruggari og þjóðhagslega
hagkvæmari umferð um allt land.
Í nýju stefnumótuninni er miðað
við að þróa eitt samtengt leiðarkerfi
á landi, láði og legi. Skilgreind-
ar eru fimm stærri skiptistöðvar á
landinu þar sem huga þarf að því
að skipuleggja samgöngumiðstöðv-
ar. Þær eru á höfuðborgarsvæðinu,
Borgarnesi, Akureyri, Egilsstöðum
og Selfossi. Sjö minni skiptistöðvar
yrðu einnig í kerfinu fyrir afmark-
aðri svæði. Stefnt er að því að öll-
um upplýsingum um áfangastaði og
tímasetningar í leiðarkerfi almenn-
ingssamgangna verði á einni sam-
eiginlegri upplýsingagátt. Á þeim
vef verði hægt að fá ferðatillögur
í rauntíma, sem tengir saman mis-
munandi leiðir og ferðamáta og
bjóði upp á kaup á farmiðum alla
leið.
Í skýrslunni er fjallað um sett
verði samræmd viðmið um þjón-
ustustig almenningssamgangna um
land allt. Fjárveitingar taki mið af
þjónustustigi hverrar leiðar til að
tryggja gagnsæi og treysta rekstr-
argrundvöll. Þá er lagt til að far-
gjöld í almenningssamgöngum
verði lækkuð og þjónustan gerð að-
gengilegri almenningi. Í nýrri sam-
þykktri samgönguáætlun er gert
ráð fyrir að fargjöld í innanlands-
flugi verði lækkuð í þessu skyni.
Loks telur starfshópurinn mikil-
vægt að fjárfest verði í innviðum al-
menningssamgangna, hvort tveggja
með uppbyggingu samgöngumið-
stöðva á stórum skiptistöðvum og
hefðbundnum biðskýlum víða um
land.
mm
Móta heildarstefnu í
almenningssamgöngum
Lagt er til að ein af fimm stærri skiptistöðvum á landinu verði í Borgarnesi þar sem
þessi mynd var tekin. Ljósm. úr safni.
Aðstandendur Minningarsjóðs Ein-
ars Darra hafa nú farið af stað með
uppfræðsluerindi fyrir nemendur
í 7.-10. bekk í grunnskólum lands-
ins og fyrir foreldra og kennara
grunnskólabarna. „Við viljum hafa
þetta valdeflandi fræðslu þar sem
við gefum foreldrum, kennurum
og krökkum verkfæri til að bregð-
ast við með upplýstum hætti þegar
þau eru komin í aðstæður þar sem
er verið að misnota lyf eða fíkni-
efni. Hvort sem það er að geta sagt
nei eða að þora að láta vita ef þau
sjá eða vita af einhverjum sem nota
þessi lyf. Oft halda krakkar að þau
séu að svíkja vini sína með því að
segja frá en raunin er að þau gætu
verið að bjarga lífi viðkomandi,“
útskýrir Bára Tómasdóttir móðir
Einars Darra í samtali við Skessu-
horn. „Krakkarnir vita ekki hversu
hættulegt þetta getur verið og einn
nemandi sagði við mig eftir að hafa
hlustað á uppfræðsluerindið að
hann vissi ekki að maður gæti dáið
við að fikta. Við viljum gefa þessum
krökkum verkfæri svo þau þori sjálf
að bregðast við í þessum aðstæð-
um Við vitum að svona fræðsla mun
aldrei ná til allra og þess vegna vilj-
um við valdefla þá sem fræðslan nær
til svo þeir krakkar segi frá og bjargi
kannski þeim sem fræðslan nær ekki
til,“ segir Bára og bætir við að þau
fari einnig inn á geðheilbrigðis-
mál í fræðslunni og þá sérstaklega
kvíða. „Við höfum miklar áhyggjur
af hversu mörg börn og ungmenni
glími við kvíða og bendum krökk-
unum á að það er alltaf til lausn og
leiðir fyrir alla.“
Mikil vinna lögð í
uppfræðsluerindið
Mikil vinna var lögð í Eitt líf upp-
fræðsluerindið en að því standa
Bára, Andrea Ýr Arnarsdóttir og
Aníta Rún Óskarsdóttir, systur Ein-
ars Darra, auk Kristjáns Ernis Björg-
vinssonar, vinar Einars Darra og fík-
ils í bata. Við úrvinnslu uppfræðslu-
erindisins var stuðst við rannsóknir
og fyrri reynslu aðstandenda Einars
Darra frá því þau héldu sambærilegt
erindi fyrir nemendur í framhalds-
skólum landsins. „Við leituðum líka
mikið til unga fólksins og fræða-
fólks og vorum til að mynda með
rýnihóp sem var samsettur af ungu
fólki, óvirkum fíklum, lækni, félags-
ráðgjafa og fleiri fræðimönnum. Við
gerðum líka skoðanakönnun á net-
inu sem rúmlega 500 ungmenni á
aldrinum 15-22 ára tóku þátt í. Þetta
notuðum við til að sjá hvað myndi ná
til unga fólksins og hvað það myndi
hlusta á,“ segir Bára.
Fyrsta uppfræðsluerindið var
haldið í byrjun mánaðarins í Heið-
arskóla í Hvalfjarðarsveit, heima-
sveit Einars Darra bjó. Einnig er
búið að halda erindi í Grundaskóla
á Akranesi og í framhaldinu verð-
ur farið með uppfræðsluerindið í
grunnskóla um allt land. „Við erum
nánast fullbókuð út skólaárið en
við erum að fara á Neskaupsstað,
Reykjavík, Borgarbyggð og víðar.
Við erum fyrst með fræðslu fyrir
kennara og foreldra deginum áður
en við tölum við krakkana. Þetta
er svo bæði kennarar og foreldrar
verði tilbúnir að ræða við krakkana
og svara spurningum þeirra eftir
þeirra fræðslu,“ segir Bára og bætir
því við að einnig verði haldið erindi
fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
„Þetta er eitthvað sem allir þurfa að
heyra og ekki síst eldra fólk. Lyfja-
skápurinn hjá afa og ömmu getur
verið mjög hættulegur, en þetta er
eitthvað sem krakkarnir hafa sjálfir
bent okkur á,“ segir Bára. arg
Valdeflandi fræðsla gegn
misnotkun á lyfjum og fíkniefnum
Aníta Rún Óskarsdóttir, systir Einars Darra, Kristján Ernir Björgvinsson, vinur Einars
Darra og fíkill í bata, Andrea Ýr Arnarsdóttir, systir Einars Darra og Bára Tómas-
dóttir, móðir Einars Darra, héldu fyrsta uppfræðsluerindið í Heiðarskóla í byrjun
mánaðarins.
Nú hafa bakverðir Minningarsjóðs
Heimis Klemenzsonar komið hon-
um formlega á laggirnar og sýslu-
maður gefið út leyfisbréf. Eins og
kunnugt er voru fyrstu tónleikar
á vegum sjóðsins haldnir í vetur í
Reykholtskirkju. Markmið sjóðs-
ins er að heiðra minningu Heim-
is Klemenzsonar, tónlistarmanns
frá Dýrastöðum og styrkja með
aflafé ungt og efnilegt tónlistarfólk
í Borgarfirði. „Við í stjórn sjóðsins
viljum þakka þeim fjölmörgu tón-
listarmönnum og áheyrendum sem
lögðu leið sína á tónleikana í Reyk-
holtskirkju á degi íslenskrar tungu í
nóvember síðastliðnum. Einnig öll-
um þeim sem hafa lagt fé til sjóðs-
ins og gert þetta að veruleika,“ seg-
ir í tilkynningu.
Hægt er að styrkja sjóðinn með
því að leggja inn á bankareikn-
ing: 326-22-1916 og kennitala:
500119-0980. mm
Minningarsjóður
Heimis formlega skráður