Skessuhorn - 20.02.2019, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 201922
Samkvæmt skýrsluhaldi Rágjafar-
miðstöðvar landbúnaðarins var af-
urðahæsta sauðfjárbú landsins á
síðasta ári bú Eiríks Jónssonar í
Gýgjarhólskoti í Biskupstungum.
Er þá miðað við bú sem voru með
fleiri en 100 ær á skýrslum, en Ei-
ríkur var með 287 ær. Skilaði hver
kind hjá Eiríki 44,3 kílóum og fædd
lömb á búi hans voru 2,06 að með-
altali eftir kind. Ef litið er til lands-
hluta voru Strandamenn og Vestur-
Húnvetningar að jafnaði að skila
bestum árangri í afurðum eftir sínar
ær. Af 24 afurðahæstu búum á land-
inu er einungis eitt af Vesturlandi.
Í tíunda sæti á listanum er sauð-
fjárbú þeirra Sigvalda Jónssonar og
Bjargar Maríu Þórsdóttur í Hæg-
indi í Reykholtsdal. Þar eru 206
vetrarfóðraðar kindur sem skiluðu
að jafnaði tveimur lömbum hver og
36,8 kílóum kjöts að jafnaði.
mm
Hægindi er afurðahæsta
sauðfjárbú Vesturlands
Fjölskyldan í Hægindi kom sá og sigraði í flokki kollóttra lambhrúta á hrútasýn-
ingu fjárræktarfélaganna í Borgarfirði í haust. Ólafur Auðunn, Björg María og
Sigvaldi í Hægindi halda hér í verðlaunahrútana, en Sveinn Hallgrímsson á Vatns-
hömrum er að meta þá. Ljósm. shs.
Fyrsta mótið af þremur í Grana-
mótaröðinni 2019 í hestaíþróttum
fór fram á Mið-Fossum í Andakíl
á miðvikudagskvöldið. Keppt var
í fjórgangi og var þátttaka nokk-
uð góð. Næsta mót verður svo 21.
febrúar og verður skemmtimót.
Ekki er enn búið að ákveða hvaða
grein verður keppt í en allar hug-
myndir eru vel þegnar,“ segir í
fréttatilkynningu. Fimmtudaginn
7. mars verður svo keppt i tölti. Eft-
irtaldir urðu í þremur efstu sætun-
um í hverjum flokki, en keppt var í
þremur styrkleikaflokkum.
1. flokkur
1. Leifur Gunnarsson á Krús frá
Skipaskaga
2. Benedikt Kristjánsson á Stofni
frá Akranesi
3. Þórdís Fjeldsted á Stefni frá
Þjóðólfshaga
2. flokkur
1. Rakel Elvarsdóttir á Kötlu frá
Flagbjarnarholti
2. Sigríður Guðmundsdóttir á Al-
mari frá Syðri Völlum
3. Viktoria Launay á Vaðli frá Öl-
valdsstöðum
3. flokkur
1. Lea Köhler á Höllu frá Holta-
brún
2. Linnea Petersen á Greifa frá
Fellskoti
3. Eiríkur Eggertsson á Dagfara frá
Reykjavík
iss
Fyrsta mótið í Granamótaröðinni
Hér eru þau Leifur og Krús frá Skipaskaga.
Það var mikið líf og fjör í reið-
höllinni í Ólafsvík föstudagskvöld-
ið 15. febrúar síðastliðinn. Þá fór
fram fyrsta mótið í Vetrarmóta-
röð Snæfellings þennan veturinn.
Keppt var í fjórum flokkum; polla-
flokki, 17 ára og yngri, minna vanir
og meira vanir. Tóku alls 43 knapar
þátt. Fyrirkomulag mótaraðarinnar
er þannig að fimm efstu knaparn-
ir úr hverjum flokki að pollaflokk-
inum undanskyldum taka með sér
stig. Stigahæstu knaparnir að lokn-
um fjórum mótum verða svo verð-
launaðir á síðasta mótinu.
Mótið að þessu sinni hófst á
pollaflokki en í honum er ým-
ist teymt undir eða knaparnir ríða
sjálfir. Fengur allir keppendur þar
viðurkenningu enda stóðu þeir sig
mjög vel. Í flokki 17 ára og yngri
var riðið fet, brokk og tölt með
frjálsri ferð og þar varð í fyrsta sæti
Harpa Dögg, önnur varð Sól Jóns-
dóttir, þriðja Signý Ósk Sævarsdótt-
ir, fjórða Guðný Kristín Clausen
og í fimmta sæti Kári Steinn Krist-
insson. Fengu allir í þessum flokki
verðlaun. Þá var komið að minna
vönum keppendur sem sýndu fet,
brokk og tölt með frjálsri ferð. Þar
varð Guðmundur Ólafsson í fyrsta
sæti, Julia Sqorsaly í öðru, Íris Huld
Sigurbjörnsdóttir í þriðja sæti,
Herborg Sigríður Sigurðardóttir
í fjórða sæti og Rúnar Þór Ragn-
arsson í því fimmta. Keppnin end-
aði svo á flokknum meira vanir og
sýndu knapar þar hægt tölt, brokk
og greitt tölt. Í fyrsta sæti í þessum
flokki varð Siguroddur Pétursson,
annar varð Jón Bjarni Þorvarðar-
son, þriðji Högni Högnason, fjórði
Gunnar Tryggvason og í fimmta
sæti varð Bjarki Þór Gunnarsson.
Heppnaðist mótið vel og var vel
sótt bæði af keppendum og áhorf-
endum sem fjölmenntu í reiðhöll-
ina til að fylgjast með. Voru keppn-
ishaldarar ánægðir með hvernig til
tókst og vonast til þess að mætingin
verði jafn góð á hin mótin í móta-
röðinni en þau verða haldin 1. mars
í Söðulsholti, 29. mars í Stykkis-
hólmi og 17. apríl í Grundarfirði.
þa/ Ljósm. aðsendar.
Vetrarmótaröð Snæfellings er hafin
Sigurvegarar í flokki þrælvanra knapa.
Flokkur 17 ára og yngri tekur við sigurlaunum sínum.
Sigurvegarar í flokki minna vanra knapa.
Þátttakendur í pollaflokki.