Skessuhorn - 20.02.2019, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 23
WEST ICELAND
Travel
Ferðast um Vesturland 2019-2020
Fr
ee
Co
pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is
Travel W
EST ICELA
N
D
- Ferðast um
Vesturland 2019-2020 - Your guide to W
est Iceland
West Iceland
Vesturland
Kynning á ferðablaðinu
Travel West Iceland 2019-2020
Útgáfuþjónusta Skessuhorns, í samstarfi við
Markaðsstofu Vesturlands, mun í apríl 2019 gefa
út ferðablaðið Travel West Iceland 2019-2020.
Blaðið verður á ensku og íslensku. Allir sem starfa
við ferðaþjónustu á Vesturlandi og vilja koma sér á
framfæri við ferðafólk eru hvattir til að vera með í
blaðinu og gera sig sýnilega fyrir gesti. Þau fyrir-
tæki sem eru skráðir samstarfsaðilar Markaðsstofu
Vesturlands fá sem hluta af félagsaðild 1/8 aug-
lýsingu í blaðinu. Auk þess eru stærri auglýsingar
boðnar til sölu. Blaðið verður litprentað í A5 broti,
96-112 blaðsíður og gefið út í 60 þúsund eintökum.
Efnistök í blaðinu verða með svipuðu sniði og
undanfarin ár. Þar verður almennur kafla um Vestur-
land, héraðslýsingar fyrir Akranes og Hvalfjörð,
Borgarfjörð, Snæfellsnes auk Dala og Reykhóla á
ensku og íslensku sem og ábendingar um mark-
verða viðkomustaði og náttúruundur. Kort verða á
sínum stað auk viðburðaskrár og fjallað um Vestur-
land að vetri.
Helstu dreifingarstaðir nú verða á höfuðborgar-
svæðinu, upplýsingamiðstöðvum um land allt,
aðkomuleiðum ferðamanna á Vesturland og síðast
en ekki síst á öllum helstu áningar- og ferðamanna-
stöðum á Vesturlandi sjálfu. Lager af blaðinu
verður ætíð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vestur-
lands í Borgarnesi. Einnig verður blaðið aðgengi-
legt á www.skessuhorn.is og á www.west.is,
þaðan sem ferðaþjónustuaðilar geta hvenær sem
er hlaðið því niður og sent viðskiptavinum sínum á
rafrænu formi.
Lögð er áhersla á að auglýsendur noti alþjóðleg
ferðaþjónustumerki í auglýsingum sínum.
Auglýsingasala
Panta þarf auglýsingapláss tímanlega eða í síðasta
lagi fyrir 22. febrúar 2019. Boðið er upp á heil-
síðuauglýsingar, hálfsíðuauglýsingar, 1/4 auglýs-
ingar og 1/8 auglýsingar. Auglýsingaverð hefur
verið lækkað frá því í fyrra.
Um sölu auglýsinga sér Ingunn Valdís Baldurs-
dóttir í síma 433-5500 eða á netfangið
ferdablad@skessuhorn.is.
Athygli er vakin á því að Markaðsstofa Vesturlands
mun á þessu ári ekki gefa út bæklinginn West
Iceland - The Official Tourist Guide.
Við hlökkum sem fyrr til góðs samstarfs við ferða-
þjónustufyrirtæki og aðra samstarfsaðila á Vestur-
landi.
Útgáfuþjónusta Skessuhorns
Sími 433-5500 og ferdablad@skessuhorn.is.
1/1
1/2 1/4
1/8
Allt frá árinu 2004 ferðaðist Sig-
urður Sigurðarson dýralæknir um
landið, leitaði heimilda og merkti
staði þar sem þekktar miltisbrands-
grafir er að finna. Þetta eru staðir
þar sem dýr sem drápust úr miltis-
brandi voru grafin. Sýkillinn sem
veldur miltisbrandi myndar dval-
argró og getur í aldir lifað í jörðinni
og þannig valdið nýju smiti komist
hann upp á yfirborðið löngu síð-
ar. Verkefnið Sigurðar var unnið á
vegum Matvælastofnunar og var ít-
arlega kynnt hér í Skessuhorni um
svipað leiti og heimildavinna hans
var að hefjast. Sjálfur bjó Sigurður
yfir mikilli þekkingu frá starfi sínu
sem dýralæknir og um tíma yfir-
dýralæknir og sá gilda ástæðu til að
varðveita þessar heimildir eins og
best yrði á kosið. Sigurður segir að
þegar verkefnið hófst árið 2004 hafi
um 40 þekktir militisbrandsstað-
ir verið skráðir á landinu en nú séu
jarðirnar 124, þar af 20 hér á Vest-
urlandi, og merktar grafir í heild
eru 152.
Talið er að miltisbrandsveikinn-
ar hafi fyrst orðið vart hér á landi
1873 en hingað barst hún með
sýktum innfluttum nautshúðum
frá Englandi. Veikinnar varð síðast
vart í Borgarfirði árið 1952, en hún
kom upp á Vatnsleysuströnd 2004
eftir að jarðvegsrof af ágangi sjáv-
ar opnaði gröf sýktra dýra. Beinin
voru brennd á staðnum og mik-
ils viðbúnaðar gætt. Við merkingu
Sigurðar á þekktum miltisbrands-
gröfum notaði hann hvítan staur,
um hálfs metra háan og bókstaf-
urinn „A“ er notaður til auðkennis
að um miltisbrandsgröf sé að ræða.
Síðan ertu tölur við bókstafinn,
hér á Vesturlandi og á
Vestfjörðum eru þær frá
101-200. Athygli um-
ráðamanna jarða er vak-
in á því að vakta þarf að
hross og annar búfén-
aður felli ekki staurana
þar sem þeim hefur ver-
ið komið fyrir á þekktum
gröfum.
Lífsseigur sjúk-
dómur
Miltisbrandur er afar lífs-
seigur bakteríusjúkdóm-
ur sem sýkill að nafni
Bacillus anthracis veldur.
Það eru einkum grasbít-
andi dýr sem taka sjúk-
dóminn en menn geta þó
sýkst af honum og getur
hann hæglega verið ban-
vænn, einkum ef bakterí-
an kemst í opið sár. Síð-
ast er vitað til að maður
hafi sýkst af miltisbrandi
fyrir miðja síðustu öld en
hann tókst að lækna og
viðkomandi varð reynd-
ar manna elstur. Það sem
gerir miltisbrandinn lífs-
seigari en aðrar bakterí-
ur er að sýkillinn getur
myndað dvalargró eða
spora. Þeir geta síðan lifað áratug-
um og öldum saman í jarðvegi. Sig-
urður segir að þekkt sé frá Englandi
að sýkillinn hafi fundist í jarðvegi
500 árum eftir að urðað hafði ver-
ið yfir hann, en það mun hafa verið
á sjúkrahúsi sem jafnað hafði verið
við jörðu eftir að miltisbrandsfar-
aldur kom þar upp.
Viðbrögð skulu
vera fumlaus
Nauðsynlegt er að landeigendur,
bændur, allir eigendur dýra, um-
ráðamenn lands og einnig þeir að-
ilar sem koma að hvers kyns fram-
kvæmdum og jarðraski í sambandi
við t.d. byggingarframkvæmdir,
skurðgröft eða vegagerð, séu með-
vitaðir um hættuna sem getur fylgt
því að raska jörð á þekktum stöðum
miltisbrands. Skipulagssvið Borg-
arbyggðar vekur til að mynda máls
á þessu þar sem innan sveitarfélags-
ins er nokkrar þekktar miltisbrands-
grafir að finna. Að sögn Sigurðar
dýralæknis skulu viðbrögð, ef upp
koma bein eða dýraleifar við fram-
kvæmdir, vera í fyrsta lagi að stöðva
framkvæmdir tafarlaust, kalla því-
næst til dýralækni eða lækni til að
fá faglegt mat á smithættu og fela
í kjölfarið lögreglu að vakta stað-
inn svo að skepnur, börn eða aðrir
komist ekki að honum þar til smit-
hættu hefur verið eytt í eldi, þ.e.
hið grunaða flutt burtu til brennslu
eða brennt á staðnum. mm
Merking og hnitsetning miltisbrandstilfella
Á tuttugu jörðum í Dölum, Mýrasýslu og Borgarfirði er að finna þekktar miltisbrandsgrafir
Staðsetning miltisbrandstilfella. Heimild og kort: Sigurður Sigurðarson og Bændablaðið.