Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 201924 Í ár eru 100 ár liðin frá stofnun Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Af því tilefni stemdir stjórn deildar hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni fyrir því á afmælisárinu að birta greinar eftir hjúkrunar- fræðinga í Skessuhorni. Greinarn- ar verða birtar jafnt og þétt yfir af- mælisárið og í þeim munu lesend- um fá smá innsýn í þau fjölbreyttu störf og áskoranir sem hjúkrunar- fræðingar fást við. Að þessu sinni kynnir sig til leiks Þura Björk Hreinsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hefur unnið við HVE í rúm 20 ár Ég heiti Þura Björk Hreinsdótt- ir og er gift Márusi Líndal og er móðir Hrafns, sem er 22 ára, Hreins Darra 18 ára og Lindu Maríu 8 ára. Ég hef alltaf búið á Akranesi og hérna líður mér af- skaplega vel. Ég hef áhuga á alltof mörgu, en fyrir utan vinnuna mína er það helsta núna að klára rococo- stólinn sem ég byrjaði að sauma fyrir löngu síðan, ganga á fell og fjöll, nostra við sumarbústaðinn og garðræktina þar í kring og síðast en ekki síst að eiga gæðastundir með góðum vinum og fjölskyldu, sem ég er svo heppin að eiga nóg af. Ég er sjúkraliði að mennt, með B.Sc í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri ásamt MLM (master of leadership an management) gráðu frá Háskólanum á Bifröst. Ég byrj- aði að vinna á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands árið 1998, þá sem sjúkrahliði. Árið 2003 hóf ég nám í hjúkrunarfræði og vann með skól- anum á HVE. Frá árinu 2007 til 2019 vann ég sem hjúkrunarfræð- ingur og hjúkrunardeildarstjóri á HVE. Á þessum árum hef ég einn- ig unnið á Brákarhlíð í Borgarnesi, Hrafnistu í Hafnarfirði og hluta af sumarfríi eitt árið úti í Noregi. Ég hef starfað í kjararáði og stjórn Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fjölbreytileiki hjúkr- unarfræðinnar heillar Ég ákvað ung að fara í heilbrigð- isgeirann sem sjúkraliði. Áhugi minn á hjúkrunarfræði kom til eft- ir að ég hafði starfað í nokkur ár sem sjúkraliði. Hafði ég þá mik- inn áhuga á að verða ljósmóðir og ætli það hafi ekki verið drifkraftur- inn til að byrja með. Ég er reynd- ar ekki komin þangað og held að ég muni ekki gera það úr þessu, en aldrei að segja aldrei. Áhuga- sviðið bara breyttist og það er þessi fjölbreytileiki sem er „bjútí- ið“ við hjúkrunarfræðina. Starfið er skemmtilegt og fjölbreytt, al- veg sama á hvaða sviði maður vel- ur að sérhæfa sig, og tel ég það vera helsta kost hjúkrunarfræð- innar. Mér þykir ofboðslega gam- an að vera í kringum fólk og því henta þessi miklu mannlegu sam- skipti mér vel. Hjúkrun í allri sinni mynd er að mínu mati góð næring fyrir hjarta og sál þess sem veitir hana, þó alltaf með þeim formerkj- um að fólk hafi gaman af vinnunni sinni. Hjúkrunarfræðin gerir mér kleift að starfa við það sem mér þykir gaman og það tel ég mikil forréttindi. Það er mjög dýrmætt að fara til vinnu á hverjum degi og heilt yfir njóta þess. Kom að opnun F-deildar Hjúkrunarstarfið er krefjandi, það er ekki spurning. Að aðstoða fólk í veikindaferli, hvort heldur sem er til bata eða við lífslok, er krefjandi á margan hátt. Starfsumhverfið og mönnun í hjúkrun myndi ég halda að væri mest krefjandi í störfum hjúkrunarfræðinga í dag. Burtséð frá því sem betur má fara í hlut- unum sem horfa þarf á í stóra sam- henginu er það mín skoðun að til að sinna starfinu vel þarf maður að hafa mikla yfirsýn, vera vel vakandi og alltaf á tánum, nánast alveg sama hvar innan hjúkrunarfræð- innar sem maður starfar – kannski bara mismunandi hátt eftir hverju sviði. Í mörg ár starfaði ég á hand- lækningadeildinni á HVE, sem sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og hjúkrunardeildarstjóri. En síð- ustu árin mín á HVE starfaði ég á nýrri 15 rúma deild innan HVE, F-deildinni. Ég fékk að taka þátt í að opna þá deild og starfaði svo þar sem hjúkrunardeildarstjóri. F-deildin, eða biðdeildin eins og hún í raun og veru heitir, er rekin af HVE að beiðni Velferðarráðu- neytisins til að hjálpa til við frá- flæðisvanda LSH. Á deildina koma einstaklingar í biðhjúkrunarrými. Allir koma af LSH og geta af ýms- um ástæðum ekki útskrifast heim til sín en öll eru þau komin með færni og heilsumat og bíða eft- ir að flytja á hjúkrunarheimili til frambúðar. Það var skemmtilegt verkefni að fá að koma að opn- um deildarinnar, bæði lærdómsríkt og krefjandi. Að vinna með öldr- uðum finnst mér virkilega gaman, skemmtilega krefjandi hjúkrun og frábær félagsskapur. Þetta er fólk með mikla reynslu sem hefur frá mörgu að segja. Hjúkrunarforstjóri á Höfða Í dag er ég starfandi hjúkrunarfor- stjóri á Höfða, hjúkrunar- og dval- arheimilinu á Akranesi. Þar sé ég enn einn nýjan vinkil á hjúkrun- arstarfinu þar sem ég er minna í klínik en áður. Það er öðruvísi en áfram gaman. Ég er að læra fullt af nýjum hlutum, margt sem snýr að lögum og reglugerðum er varð- ar íbúa hjúkrunarheimila, hvern- ig stjórnsýslan og ríkið virkar, og/ eða virkar ekki. Þegar ég skrifa þetta er ég búin að starfa í akk- úrat mánuð og er nánast hætt að villast um húsið, það er jákvætt! Í mínum verkahring er til dæm- is mannahald, yfirsýn yfir kostn- að lyfja, tækja og hjúkrunarvara og finna peninga til að kaupa allt það sem heimilið þarfnast, t.d. aukna mönnun og nauðsynleg hjálpar- tæki til að auðvelda og gera starfs- umhverfið betra, starfsfólki og íbú- um til heilla. Í starfinu felst heil- mikil fjölskylduhjúkrun sem birt- ist að miklu leyti í upplýsinga- og fræðsluformi vegna breyttra að- stæðna þess sem flyst á hjúkrunar- heimili. Síðast en ekki síst að skilja sjálf og útskýra af hverju fólk þarf að bíða eftir að komast á hjúkrun- arheimili þrátt fyrir brýna þörf. Hvar verð ég eftir 10 ár? Lífs- mottóið er jákvæðni, fara í verk- efnin með bros á vör og gera þau sem best ég get. Ég er hreinskilin manneskja, tel engan mikilvægari en annan og reyni að koma fram við aðra líkt og ég vil láta koma fram við mig. Eftir 10 ár verð ég og mínir vonandi við góða heilsu að njóta lífsins. Ég verð mjög lík- lega að starfa við hjúkrun í ein- hverri mynd – hlakka bara til. Lífið er núna, njótum og brosum. Þura Hreinsdóttir Var ung þegar hún ákvað að starfa við heilbrigðisgeirann Venus NS kom til hafnar á Vopna- firði á mánudaginn með fyrsta kol- munnafarm ársins. Kolmunninn fékkst vestur af Írlandi en þaðan er hvorki meira né minna en 800 sjómílna sigling til Vopnafjarðar. Heimsiglingin tók því tæpa þrjá sólarhringa. ,,Það er veiði eins og er. Mest veiðist á nóttinni en á dag- inn dreifir kolmunninn sér og veið- in er lítil,“ sagði Guðlaugur Jóns- son skipstjóri er rætt var við hann fyrir helgi á fréttavef HB Granda. Um borð voru 2.600 til 2.700 tonn eftir rúma fjóra sólarhringa á veið- um. Að sögn Guðlaugs er mikill fjöldi skipa á kolmunnaveiðunum við Írland. mm Venus með fyrsta kolmunnafarminn Landssamband bakarameistara efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins. Keppnin fer þann- ig fram að keppendur skila inn til- búnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var haldin í samstarfi við Ölgerðina og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi bitter marsí- pan og appelsínutröffel frá Odense. Sigurkakan hlýtur nafnbótina „Kaka ársins 2019“ og er höfundur henn- ar Sigurður Már Guðjónsson, bak- arameistari og eigandi Bernhöfts- bakarís. Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bak- arameistara um allt land í dag, mið- vikudaginn 20. febrúar, og verður til sölu það sem eftir er ársins. mm Kaka ársins með bitter marsípani og appelsínutröffel Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sker fyrstu sneiðina af köku ársins við athöfn í gær. Með henni á mynd eru Sigurður Már Guðjónsson bakara- meistari og Jóhannes Felixson formaður Landssambands bakarameistara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.