Skessuhorn


Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 20.02.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 25 Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar fimmtudaginn 14. febrúar síðastlið- inn var jafnframt í fyrsta skipti tek- in upp sú nýbreytni að sýna beint frá fundinu á YouTube rásinni Dala- byggð TV. Framvegis verða fund- ir hreppsnefndar sýndir í beinni út- sendingu. Á fundinum voru alls 38 dagskrárliðir til umfjöllunar að með- töldum fundargerðum nefnda og ráða. Fundurinn stóð í tvær klukku- stundir og tuttugu mínútur. Áhuga- samir geta streymt fundinum á vef- slóðinni: https://www.youtube.com/ watch?v=6LlzK31-kvA mm Streyma frá fundum sveitarstjórnar Miðvikudaginn 13. febrúar var Fjölbrautaskóli Snæfellinga með svokallaðan framhaldsskólahermi. Þá var nemendum 10. bekkjar á norðanverðu Snæfellsnesi boðið að kynna sér skólann í einn dag. Dag- urinn heppnaðist vel og settu rúm- lega fimmtíu tíundu bekkjar nem- endur svip sinn á skólann. Þeir fengu að kynnast námsumhverf- inu í FSN ásamt því að kynnast félagslífinu í skólanum. Fréttaritari Skessuhorn tók nokkra nemendur tali og voru þeir allir sammála um ágæti Fjölbrautaskóla Snæfellinga og höfðu þeir flestir hug á að sækja um námsdvöl þar næsta vetur. tfk Framhaldsskólahermir í FSN Þegar ekið að vestan inn í Ólafs- vík má sjá lítinn gos brunn sem er ofan við Ennisbraut 37. Á vet- urna má þar sjá allskonar skúlptúra sem eru þó yfirleitt keilulaga. Ný- lega var skúlptúrinn þó óvenjulegur því hann leit út eins og rör og stóð um það bil einn metra upp í loft- ið. Var hann mjög fallegur í frost- inu og sólinni þegar ljósmyndara bar að garði. þa Ísskúlptúr og gosbrunnur Skíðasvæði Snæfellsness hefur náð að hafa opið í þónokkra daga í röð að undanförnu. Veður hefur ver- ið með ágætum og aðstæður til skíðaiðkunar hinar bestu. Frétta- ritari Skessuhorns brá sér í fjallið á föstudag og laugardag um liðna helgi og á laugardaginn voru frá- bærar aðstæður. Veðrið var ákjós- anlegt og gott færi til skíðaiðkun- ar, enda var ásóknin í fjallið með besta móti. Fjöldi gesta hafði ekki verið svona mikill í mörg ár. Lokað var í fjallinu á sunnudaginn vegna veðurs en vonandi verður fram- hald á aðstæðum til skíðaiðkunar í Grundarfirði. tfk Mikið fjör á Skíðasvæði Snæfellsness Ellen Alexandra Tómasdóttir er hér roggin með sig að taka lyftuna sjálf en Lára Magnúsdóttir lyftuvörður fylgist með að allt fari rétt fram. Diljá Guðmundsdóttir rennur hér geyst inn hliðið í röðina. Yfirlitsmynd af neðri brekkunni á laugardaginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.