Skessuhorn - 20.02.2019, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 201930
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvaða fræga manneskju,
lifandi eða látna, myndir
þú helst vilja hitta?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Sigurður Hannes Sigurðsson
Jónas Hallgrímsson.
Matthías Haukstein Ólafsson
Muhammad Ali.
Philippe Ricart
Albert Einstein.
Inga Björg Sigurðardóttir
Tom Waits.
Gestur Helgason
Móðir Teresu.
Félagar úr Keilufélagi Akraness
gerðu gott mót á Íslandsmóti
unglinga í keilu, sem haldið var
helgina 9. og 10. febrúar síðast-
liðna. Krakkarnir sneru heim með
sjö verðlaun í heildina, þar af fjóra
Íslandsmeistaratitla.
Jóhann Ársæll Atlason fagn-
aði Íslandsmeistaratitli í opnum
flokki og hann hafnaði í öðru sæti
í 1. flokki pilta. Sindri Már Ein-
arsson varð þriðji í 3. flokki pilta,
Sóley Líf Konráðsdóttir sigraði í
3. flokki stúlkna, Adda Steina Sig-
þórsdóttir hafnaði í þriðja sæti í
sama flokki, Matthías Leó Sig-
urðsson sigraði í 4. flokki pilta og
Særós Erla Jóhönnudóttir sótti
verðlaun í 5. flokki stúlkna, en allir
keppendur fá verðlaun í 5. flokki.
„Allir keppendur stóðu sig vel. Oft
á tíðum er keppnin ansi hörð og
þá reynir á keppnisskapið. Mark-
miðið er að hver og einn geri alltaf
sitt besta miðað við sjálfan sig og
svo kannski örlítið meira en það.
Keppendur allra félaga sýndu af
sér prúðmennsku og eru keiluí-
þróttinni til sóma,“ segir í tilkynn-
ingu á Facebook-síðu Keilufélags
Akraness.
kgk/ Ljósm. KLÍ.
Keiluspilarar sóttu verðlaun á Íslandsmót unglinga
Jóhann Ársæll Atlason sigraði í opnum flokki pilta. Sóley Líf Konráðsdóttir sigraði í 3. flokki stúlkna og Adda Steina Sigþórsdóttir
hafnaði í þriðja sæti.
Matthías Leó Sigurðsson varð Íslandsmeistari í 4. flokki pilta. Særós Erla Jóhönnudóttir sótti verðlaunapeninginn í 5. flokki stúlkna, en í
5. flokki er ekki keppt um titil heldur eru allir keppendur sigurvegarar.
Fyrsta mót Íslandsmeistaramót-
araðarinnar í grjótklifri var haldið
á Smiðjuloftinu á Akranesi síðast-
liðinn laugardag. Mótið var hald-
ið af Klifurfélagi ÍA í samstarfi við
Smiðjuloftið. Fyrr um morguninn
klifruðu yngri flokkar ÍA, en hátt í
80 klifrar æfa klifur hjá Klifurfélagi
ÍA og Smiðjuloftinu.
Keppt var í flokki 12-13 ára á Ís-
landsmeistaramótaröðinni Akra-
nesi. Keppendur voru rúmlega 30
frá þremur félögum. „Hart var bar-
ist um sæti á verðlaunapalli og stóðu
Skagamenn sig mjög vel á heima-
velli,“ segir í tilkynningu frá klifur-
félaginu.
Sylvía Þórðardóttir landaði gull-
verðlaunum fyrir ÍA í stúlknaflokki.
Hún klifraði allar leiðir í fyrstu til-
raun og fékk fullt hús stiga, ásamt
Ásthildi Elfu Þórisdóttur úr Hafn-
arfirði sem gerði slíkt hið sama. Í
þriðja sæti hafnaði Þórdís Nilsen frá
Klifurfélagi Reykjavíkur.
Í drengjaflokki sigraði Garðar Logi
Björnsson frá KfR. Rétt á eftir hon-
um í öðru sæti var Rúnar Sigurðsson
frá ÍA og Elís Gíslason úr KfR hafn-
aði í þriðja sæti. Ellert Kári Samú-
elsson hafnaði í fjórða og Sverrir Elí
Guðnason í því fimmta, en báðir
keppa þeir fyrir ÍA.
Eldri flokkarnir kepptu í Reykja-
vík og þar klifruðu fyrir hönd ÍA þær
Gyða Alexandersdóttir og Ragn-
heiður Hjálmarsdóttir í flokki 14-15
ára og Brimrún Eir Óðinsdóttir,
sem keppti í fyrsta sinn í fullorðins-
flokki. „Stúlkurnar klifruðu vel en
það dugði þó ekki til verðlauna að
þessu sinni.“
Framundan hjá klifrurum ÍA er
Bikarmeistaramót ÍSÍ í lok mars
og áframhaldandi mótaröð þar sem
næstu þrjú mót ráða úrslitum um
það hver hreppir Íslandsmeistaratit-
ilinn. kgk/ Ljósm. Klifurfélag ÍA.
Keppt í grjótklifri á Akranesi
Sylvía Þórðardóttir úr ÍA krækti í gullverðlaun í stúlkna-
flokki.
Rúnar Sigurðsson frá ÍA hafnaði í öðru sæti í drengjaflokki.
Snæfellingar máttu játa sig sigraða
gegn Fjölni á útivelli, 89-65, þeg-
ar liðin mættust í 1. deild karla í
körfuknattleik á mánudagskvöld.
Heimamenn stjórnuðu leiknum
frá því snemma í fyrsta leikhluta og
unnu að lokum öruggan 24 stiga
sigur.
Snæfellingar skoruðu fyrstu stigin
en voru ekki lengi í forystu. Heima-
menn héldu Hólmurum stigalaus-
um næstu sex mínúturnar og kom-
ust á meðan í 13-3. Snæfellingar
fundu sig engan veginn í upphafs-
fjórðungnum og skoruðu aðeins sjö
stig allan leikhlutann gegn 20 stig-
um Fjölnis. Snæfellingar léku bet-
ur í öðrum leikhluta en það gerðu
heimamenn einnig. Fjölnir leiddi
með 17 stigum í hálfleik, 47-30.
Fjölnisliðið mætti ákveðið til
leiks í síðari hálfleik en Snæfelling-
ar áttu erfitt uppdráttar. Hólmarar
skoruðu ellefu stig gegn 21 í þriðja
leikhluta og staðan orðin 68-41
fyrir lokafjórðunginn. Snæfelling-
ar löguðu stöðuna lítið eitt í loka-
fjórðungnum en máttu að lokum
sætta sig við 24 stiga tap, 89-65.
Ísak Örn Baldursson skoraði
ellefu stig og tók sex fráköst í liði
Snæfells. Darrel Flake var með ell-
efu stig og fimm fráköst og Sæþór
Sumarliðason skoraði tíu stig.
Róbert Sigurðsson var atkvæða-
mestur í liði Fjölnis með 20 stig og
fimm fráköst, Rafn Kristján Krist-
jánsson var með 15 stig og sjö frá-
köst, Egill Arnar Októsson skor-
aði tólf stig og tók fimm fráköst og
Andrés Kristleifsson skoraði ellefu
stig.
Snæfell hefur tvö
stig á botni deildar-
innar eftir 17 leiki,
jafn mörg og Sindri
í sætinu fyrir ofan en
Hólmarar eiga leik til
góða. Næst leika þeir
gegn Hamri föstudag-
inn 22. febrúar næst-
komandi. Sá leikur fer
fram í Stykkishólmi.
kgk
Tap gegn Fjölni
Snæfellingar
fundu ekki taktinn
gegn Fjölni á
mánudagskvöld.
Ljósm. úr safni/ sá.