Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Júllurnar aftur á vegginn Langsamlega athyglisverðasta frétt vikunnar sem leið kom frá Seðlabank- anum á Kalkofnsvegi í Reykjavík. Hún fjallaði þó ekki um peningamál, stýrivexti eða annað sem búast mátti við frá þessari stofnun. Þannig hátt- ar til að bankinn á einhverra hluta vegna dágott safn af verðmætum lista- verkum eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Marga löngu gengna. Meðal þeirra var Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) Gunnlaugur þessi var úr Þistilfirðinum líkt og fleiri mætir menn. Hann vakti ungur at- hygli fyrir listsköpun sína og varð frægur hér á landi og víðar, til dæmis í ekki smærri menningar- og listaborg en París. Myndir hans túlkuðu lífið og veruleikann. Yrkisefni hans í myndlistinni var fegurðin í fjölbreytileika sínum og ekki síst konumyndir hans. Margar af þeim hafa allar götur síð- an reynst óumdeilanleg snilldarverk; „þrungnar rósemd og djúpu ljóðrænu yndi,“ eins og listfræðingurinn Björn Th Björnsson skrifaði. Seðlabankinn hafði átt tvö málverk eftir Gunnlaug og prýddu þau rými í bankanum. Það hafði hins vegar farið í taugarnar á einhverjum að þau sýndu nakið kven- manshold ofan mittis og þau því sett í geymslu. Margir hafa gert grín af tepruskapnum sem felst í þessari ákvörðun for- svarsmanna bankans. Einn sagðist umsvifalaust hafa tekið ákvörðun um að segja sig úr viðskiptum við Seðlabankann (eins og það sé hægt). Annar bauðst til að taka að sér að geyma verk bankans, uppi á vegg á virðulegri stað en skúringakompu Seðlabankans. En það er vissulega sitthvað sem mér finnst áhugavert við þessa meintu stórfrétt. Til dæmis finnst mér alveg stórfurðulegt að Seðlabankinn skuli yfirleitt eiga dýrmæt listaverk. Ef ein- hver stofnun er líkleg til að engin utan starfsmanna njóti listarinnar, þá er það einmitt téður banki. Sjaldan fer maður í venjulegan banka, en aldrei í Seðlabanka. Því spyr ég einfaldlega; væri ekki ráð að taka listaverkasafn bankans og annarra opinberra stofnana til handargagns og undirbúa sölu allra þessara verka? Andvirðið mætti til dæmis renna í sjóð sem styrkt gæti bágstadda, bætt kjör eldra fólks eða bara hvað sem er. Ég sé nefnilega enga ástæðu til að að hvorki Seðlabankinn né aðrar opinberar stofnanir skuli hafa í eigu sinni verk listamanna, að virði hundruða eða þúsunda milljóna króna. Ekki síst vegna þess að starfsfólk þessara stofnana kann greinilega ekki einu sinni að meta fegurðina í verkunum. Ég viðurkenni fúslega að snobb og tepruskapur eru þeir þættir í mann- legri hegðun sem fara mest af öllu í taugarnar á mér. Því hef ég ákveðið að hafa þennan texta ekki lengri, en heiðra með plássinu hér að neðan gengna listamenn, ekki síst Gunnlaug. Skora svo á núlifandi listamenn að velja af kostgæfni kaupendur listaverka sinna. Magnús Magnússon Í apríl í vor mun útgáfuþjónusta Skessuhorns gefa út Ferðablaðið Travel West Iceland 2019-2020 á íslensku og ensku. Skessuhorn er í samstarfi við Markaðsstofu Vest- urlands um útgáfuna og mun MV ekki gefa út annan kynningarbækl- ing á þessu ári. Blaðið verður lita- prentað í 60.000 eintökum í A5 broti. Vesturland var valið „Vetrará- fangastaður Evrópu“ árið 2018 af Luxury Travel Guide. Fyrirtæki og landshlutinn í heild hafa hlotið fleiri viðurkenningar á nýliðnum árum. Vesturland var einnig valið myndrænasti áfangastaður Evrópu 2017 og svo má nefna að lands- hlutinn var af ferðabókaútgefand- anum Lonely Planet útnefnt ann- að áhugaverðasta svæðið í heimi 2016. Sterkar vísbendingar eru því um að Vesturland muni á þessu ári efla enn frekar sína hlutdeild á landsvísu í móttöku ferðafólks. Skessuhorn hvetur því fyrirtæki á Vesturlandi til almennrar þátttöku í eina ferðatímaritinu sem gef- ið verður út um Vesturland. All- ar nánari upplýsingar eru veittar í síma 433-5500 eða með pósti á netfangið: ferdablad@skessuhorn. is Umsjón með útgáfunni hefur Ingunn Valdís Baldursdóttir nem- andi í ferðamálafræðum við Há- skólann á Hólum. -fréttatilkynning Forsíðu blaðsins prýðir að þessu sinni mynd frá Grundarfirði. Ljósmyndina tók Einar Guðmann. Ferðablaðið Travel West 2019-2020 Þjóðskrá Íslands hefur tekið sam- an vinsælustu nafngjafir síðasta árs. Þar kemur fram að karlmannsnafn- ið Aron var vinsælasta nafnið fyr- ir sveinbörn og Hekla vinsælasta kvenmannsnafnið. Alls var 30 sveinbörnum gefið nafn- ið Aron en næst kom nafnið Kári sem 22 sveinbörnum var gefið. Þriðja al- gengasta karlmannsnafnið var Brynj- ar. Af stúlkunöfnum voru 17 stúlk- ur skírðar Hekla í höfuðið á þessu fræga eldfjalli og 16 stúlkum var gefið nafnið Embla. Í þriðja sæti komu svo nöfnin Anna og Emilía. mm Aron og Hekla vinsælustu nöfnin á síðasta ári Snjóruðningstæki sáust í fyrsta skipti á þessu ári á götum Ólafs- víkur á mánudaginn í liðinni viku. Það eru bræðurnir í B.Vigfús- syni ehf. sem sjá um að ryðja göt- ur bæjarins. Vigfús Þráinn Bjarna- son vélamaður sagði í samtali við Skessuhorn að þetta væri í fyrsta skiptið sem þeir notuð nýju tæk- in að einhverju ráði, eftir að fyr- irtækið tók að sér snjóruðning í Ólafsvík. Fyrirtækið tækjaði sig upp vegna samningsins, keypti m.a. öfluga dráttarvél með bæði fjölplóg, blásara og moksturstækj- um, auk traktorsgröfu með hlið- stæðum búnaði. Að sögn Vigfús- ar reynast tækin vel. „Við vorum með snjóruðning á Fróarheiði í tíu ár en misstum þann samning í útboði í haust, en fengum þetta verkefni í staðinn,“ sagði Vigfús. af Nýju snjóruðningstækin reynast vel Hreinsað af götum Ólafsvíkur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.