Skessuhorn - 23.01.2019, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 20196
Kæra meint fisk-
tegundasvindl
LANDIÐ: Matvælastofnun
hefur óskað eftir rannsókn lög-
reglu á meintu tegundasvindli
með íslenskan fisk til útflutn-
ings. Íslenskt fiskvinnslufyr-
irtæki er grunað um að hafa
selt íslenskri umboðsverslun
með fisk og fiskafurðir verðlitl-
ar fiskafurðir (keilu) sem verð-
meiri vöru á borð við steinbít
á árunum 2010 og 2011. Um-
boðsverslunin framseldi afurð-
irnar erlendum kaupendum.
„Málið hófst þegar Matvæla-
stofnun barst ábending um
meint brot. Rannsókn Mat-
vælastofnunar benti til þess
að ábendingin ætti við rök að
styðjast og var málinu því vís-
að til lögreglu. Brotið varðar
blekkingarákvæði matvælalaga
og almenn hegningarlög, þ.e.
fjársvik,“ segir í tilkynningu
frá Matvælastofnun. Þekkt er
í matvælageiranum víðsvegar
um heiminn að svindlað sé vís-
vitandi á viðskiptavinum veit-
ingahúsa. Til dæmis er þekkt
að boðið sé upp á annan fisk en
tilgreindur er á matseðli. Fá-
tíðara er þó að svik af þessu tagi
eigi sér stað í umboðsverslun.
-mm
Fiskur fari á
markað
LANDIÐ: Samtök fiskfram-
leiðenda og útflytjenda áttu í
síðustu viku fund með fulltrúum
Fiskmarkaðs Suðurnesja, Fisk-
markaðs Íslands, Fiskmarkaðs
Vestfjarða, Fiskmarkaðs
Norðurlands og Reiknisto-
fu fiskmarkaða. Málefni fisk-
markaða landsins voru rædd
og mikilvægi þeirra fyrir aukna
verðmætasköpun í sjávarútve-
gi. „Fundarmenn voru sammá-
la um að skora á stjórnvöld að
tryggja að allur sá afli sem ekki
kemur til vinnslu hjá samþæt-
tum útgerðar- og vinnslu-
fyrirtækjum, þ.e. afli sem er sel-
dur á milli ótengdra aðila, verði
boðinn til sölu í uppboðsker-
fi fiskmarkaðanna. Fundurinn
telur að með þessu móti megi
tryggja að hæsta verð fáist fyrir
þennan hluta auðlindarinnar,
að sjálfstæðar fiskvinnslur hafi
greiðan aðgang að hráefni og
þjóðarhagur sé þar með há-
markaður,“ segir í tilkynningu
frá SFÚ. -mm
Húsaleiga á höf-
uðborgarsvæðinu
lækkar
RVK: Vísitala leiguverðs á
höfuðborgarsvæðinu var 193,6
stig í desember 2018 (janúar
2011=100), samkvæmt sam-
antekt Þjóðskrár, og lækkar
því um 0,7% frá fyrri mánuði.
Fram kemur að þrjá mánuði
þar á undan hækkaði vísital-
an um 2,1% og síðastliðna tólf
mánuði hækkaði hún um 7,8%.
Vísitala leiguverðs á höfuð-
borgarsvæðinu sýnir breyting-
ar á vegnu meðaltali fermetra-
verðs. Þessi mæling sýnir að
húsnæðismarkaðurinn er bú-
inn að ná ákveðinni hæð eftir
nær samfellt hækkunarskeið og
verðhjöðnun tekið við. -mm
Of hratt ekið við
slæmar aðstæður
VESTURLAND: Ferðamað-
ur festi bíl sinn milli Ólafsvík-
ur og Grundarfjarðar í vikunni
sem leið. Ferðamenn sátu fastir
á Holtavörðuheiði vegna slæms
skyggnis á kvöldi sunnudags og
á sama tíma festu ferðamenn sig
á Uxahryggjavegi. Í gærmorg-
un, þriðjudaginn 22. janúar,
var haft samband við lögreglu
vegna bíls sem skilinn hafði
verið eftir á veginum skammt
sunnan við Bifröst. Skagaði sá
út á akbrautina. Lögregla brást
við málinu en vill minna á að
svona lagað skapar hættu í um-
ferðinni. Lögregla vill koma því
á framfæri að fólk þarf að vera á
vel útbúnum bílum og fara var-
lega í umferðinni eins og færð-
in er núna. Lögreglan á Vest-
urlandi segir að allt of mik-
ið af málum hafi komið inn á
borð lögreglu í gegnum hraða-
myndavélarnar. Í ljósi þess hve
tíðin hefur verið slæm í vikunni
sé mjög alvarlegt að hraðatak-
markanir séu ekki virtar. Lög-
regla minnir á að hámarkshraði
miðast við bestu akstursskilyrði.
Alltaf þarf að miða akstur við
aðstæður og þegar skilyrðin eru
ekki góð þarf fólk einfaldlega að
keyra hægar. -kgk
Slys í Norðuráli
HVALFJ.SV: Kallað var eftir
aðstoð Lögreglunnar á Vestur-
landi vegna slyss sem varð í ál-
veri Norðuráls á Grundartan-
ga á þriðjudagsmorgun um níu-
leytið. Starfsmaður brenndist í
andliti eftir að hann fékk kríólít
framan í sig. Að sögn lögreg-
lu fór blessunarlega betur en á
horfðist og áverkar mannsins
eru ekki jafn alvarlegir og talið
var í fyrstu. -kgk
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram
frumvarp að nýrri stjórnarskrá,
byggða á frumvarpi stjórnlagaráðs
og vinnu Alþingis í kjölfarið. „Er
þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frum-
varp er lagt fram, en framlagning
þess felur í sér möguleikann á að
halda vinnunni við nýju stjórnar-
skrána áfram þar sem frá var horfið
árið 2013,“ segir í tilkynningu frá
þingflokknum.
„Þann 20. október 2012 fór fram
þjóðaratkvæðagreiðsla um gildis-
töku nýju stjórnarskrárinnar, þar
sem rúmlega tveir finþriðju kjós-
enda svöruðu því að þeir teldu að
tillögur stjórnlagaráðs ættu að verða
lagðar til grundvallar nýrri stjórn-
arskrá. Þrátt fyrir það hefur Alþingi
enn ekki lokið við lögfestingu nýju
stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að
hafa haft til þess 2.284 daga.
Það er íslenska þjóðin sjálf sem
er stjórnarskrárgjafinn og hún hef-
ur ákveðið að gefa sjálfri sér nýja
stjórnarskrá. Þingmönnum og leið-
togum þjóðarinnar ber skylda til
að halda áfram þeirri vinnu sem
þeim var falið að vinna með þjóð-
aratkvæðagreiðslunni árið 2012.
Þingflokkur Pírata leggur því sitt
af mörkum með framlagningu upp-
færðar nýrrar stjórnarskrár til að
vilji íslensku þjóðarinnar verði virt-
ur,“ segir í tilkynningu frá flokkn-
um.
mm
Frumvarp að nýrri stjórnarskrá
Þingflokkur Pírata.
Gæftaleysi hefur verið að undan-
förnu en þó hafa sjómenn á Snæ-
fellsnesi getað skotist út á milli þeg-
ar lægt hefur, eins og áhöfnin á drag-
nótarbátnum Guðmundi Jenssyni
SH gerði í byrjun síðustu viku. Ekki
hefur fiskast vel í dragnót það sem
af er árinu. Tryggvi Hafsteinsson lét
kuldann og vindinn ekki hafa áhrif á
sitt góða skap, en þegar þessi mynd
var tekin var hann að leysa landfest-
ar og halda til hafs. af
Halda til sjós þegar dúrar milli lægða