Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 23 út í lífið,“ segir Sindri og hlær. „Ég hef fengið að heyra það frá mörgum foreldrum, og starfsfólkinu mínu, að það sé mikill skóli að koma hingað að vinna. Þetta er mikil vinna og get- ur verið hörku púl,“ bætir hann við. Af tilefni 30 ára afmælis fyrirtæk- isins hefur Sindri ákveðið að halda veislu á næsta ári og bjóða öllum sem hafa á einhverjum tímapunkti unnið hjá Sigur-görðum. „Ég bjó til hóp á Facebook þar sem ég bætti við öll- um þeim sem hafa unnið hjá mér og er kominn með 63 manns. Það eru þó nokkrir til viðbótar sem ekki eru á Facebook. Yfir 30 ára tímabil er ég ánægður með þessa tölu. Það eru margir sem koma ár eftir ár, í svona fimm til sjö ár. Því er talan svona lág og það þykir mér jákvætt,“ seg- ir hann. Stelpur í meirihluta Árið 2003 réði Sindri fyrstu stelpuna til starfa og segir hann það hafa opn- að augu hans fyrir því hversu góð- ur starfskraftur stelpur gætu ver- ið. „Ég réði mágkonu mína sem var hörkudugleg og þá sá ég að stelpur gætu vel unnið svona vinnu. Tveim- ur árum síðar voru stelpur í meiri- hluta starfsmanna hjá mér og svo- leiðis hefur það verið síðan,“ seg- ir Sindri. Flestir sem koma að vinna hjá Sigur-görðum eru að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði. Aðspurður hvort hann hafi ekki lent í því að fá starfsmann sem kann ekki að vinna segir hann það vissulega koma fyrir. „Sumir kunna að vinna og hafa aug- ljóslega fengið að aðstoða heima hjá sér. Aðrir hafa örugglega ekki feng- ið að gera mikið og kunna því ekki mikið. En margir þeirra sem kunnu ekkert að vinna fyrst eru meðal bestu starfskrafta sem ég hef haft,“ segir Sindri. Byggir skemmu Framundan er mikil uppbygging hjá Sigur-görðum en á síðasta ári hófst Sindri handa við byggingu á skemmu undir starfsemina. Skemman verð- ur 663 fermetrar að stærð með 4,8 metra háum veggjum og 7,7 metra upp í mæni á húsinu. „Ég hef ver- ið að stækka fyrirtækið hægt og ró- lega síðustu ár og nú er bara kominn tími til að byggja yfir vélar og tæki og gera almennilega vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk,“ segir Sindri bratt- ur og bætir því við að nú vanti hann bara fleira starfsfólk í vinnu allt árið. Hann er með einn skrúðgarðyrkju- fræðing í vinnu en myndi vilja ráða annan. „En skortur á húsnæði hér í sveitinni er ein ástæða þess að það er erfitt að fá fólk til vinnu,“ segir hann og bætir því við að nú sé hann að íhuga að byggja húsnæði fyrir starfs- fólk. „Ég sé í raun ekki annað í stöð- unni en að útvega sjálfur húsnæði svo ég geti fengið starfsfólk.“ arg Framkvæmdir hafa staðið yfir í vetur framan við húsnæði Sýslumannsins á Vestur- landi. Lagfært við bílastæðin við Hraunfossa. Hellulagt í vetur við nýbygginguna við Digranesgötu í Borgarnesi. Stígagerð í Fossatúni í Borgarfirði. Hér er verið að leggja lokahönd á nýja innkeyrslu við einbýlishús.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.