Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 201918 Mannamót Markaðsstofa lands- hlutanna var haldið í Kórnum í Kópavogi síðastliðinn fimmtu- dag. Viðburðurinn er haldinn af markaðsstofunum í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir ferðaþjónustuaðila til að koma og kynna sér þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem stunduð er á landsbyggðinni, en einnig fyr- ir ferðaþjónustuaðila að mynda tengsl sín á milli. Að þessu sinni tóku 44 ferða- þjónustufyrirtæki á Vesturlandi þátt, sem er 16% fjölgun frá síð- asta ári og hafa þau aldrei ver- ið fleiri. Skessuhorn tók nokkra ferðaþjóna úr landshlutanum tali. Flestir eru þeir sammála um að heilt yfir hafi gengið vel í greininni á liðnu ári eru bæði bjartsýnir og fullir eftirvænting- ar fyrir komandi tíð. Vel bókað á Nýp Þóra Sigurðardóttir á og rekur gistiheimili að Nýp á Skarðsströnd ásamt Sumarliða Ísleifssyni eigin- manni sínum. Undanfarin ár hef- ur gisting verið í tveimur herbergj- um í gamla íbúðarhúsinu á Nýp, en á síðasta ári var tveimur her- bergjum bætt við. „Gistingin hef- ur verið í tveimur litlum herbergj- um í gamla húsinu með sameigin- legu baði. Það hefur gengið alveg ljómandi vel en í fyrra var bætt við tveimur herbergjum í gamla fjós- inu. Í þeim hluta hússins erum við líka með sýningarrými þar sem við komum til með að sýna bæði hönn- un og myndlist og handverk hugs- anlega líka. Það er mjög gaman að geta tengt þennan sýningarhluta inn í gestastarfsemina,“ segir Þóra í samtali við Skessuhorn. Hún seg- ir þessari viðbót hafa verið vel tekið og almennt ganga vel. „Það hefur gengið ótrúlega vel. Við erum með opið yfir sumarið og fórum ekki af stað með að kynna þessa viðbót fyrr en allt var tilbúið í júlí. En viðtök- urnar hafa verið góðar og við erum ánægð með það,“ segir hún og kveðst bjartsýn á komandi sumar. „Það er vel bókað hjá okkur og allt- af að bætast við bókanir. Við erum erum bara kát með þetta og bjart- sýn á sumarið,“ segir Þóra Sigurð- ardóttir á Nýp. Hestaferðir gengið ótrúlega vel Hjá Áshestum á Stóra-Ási í Borgar- firði býðst ferðamönnum að fara í 90 mínútna hestaferðir með bökkum Hvítár. „Farið er fram að Hraun- fossum með leiðsögn. Ef fleiri en fimm eru í hóp fara tveir leiðsögu- menn með, einn fyrir framan og einn fyrir aftan. Við pössum upp á að fólki líði rosalega vel á baki. Það fær kennslu áður en farið er af stað, við kennum því hvernig á að stjórna hestinum, öll öryggisatriði, hvern- ig á að hegða sér á baki og láta vita ef eitthvað er að. Við viljum hafa öryggið í fyrirrúmi,“ segir Hösk- uldur Kolbeinsson hjá Áshestum í samtali við Skessuhorn. Hann segir hestaferðirnar hafa gengið afar vel. „Eiginlega alveg ótrúlega vel,“ seg- ir hann. „Við byrjuðum fyrir bráð- um tveimur árum síðan, 2017 og vorum alveg splunkuný og eng- inn vissi af okkur. Við höfðum ekki mikið á milli handanna en byrjuð- um bara með það sem við höfðum. Síðan hefur þetta vaxið alveg ótrú- lega hratt og seinasta sumar gekk vonum framar,“ segir Höskuldur. „Við erum með opið yfir sumarið, þannig að það er kannski erfiðara fyrir ferðaskrifstofur að stóla á okk- ur, því við byrjum bara þegar við getum og hættum þegar við getum ekki haft opið lengur. Þannig að við gerum fyrst og fremst út á lausatraf- fíkina, meira en 90 prósent af okkar kúnnum eru þeir sem sjá skiltið við veginn og stoppa við. En við erum það nálægt veginum og auðvelt fyr- ir rútur að stoppa hjá okkur að það hefur færst mjög í vöxt að við fáum rútur til okkar. Það verður kannski í framtíðinni að við förum að taka á móti hópum, kynna starfsemina, búið og fleira. Þótt fólk sé þá ekki endilega að koma í hestaferðir þá gætum við kynnt fyrir þeim hvern- ig hestamennska á Íslandi er svona í grófum dráttum,“ segir hann. Að- spurður kveðst hann eiga von á að gestum fjölgi á komandi sumri. „Það sem við væntum er að fjölgi enn frekar viðskiptavinum og þeim sem bóka í gegnum bókunarkerf- ið á heimasíðunni okkar. Það auð- veldar okkur mikið hvað undir- búning varðar. Þá getum við ver- ið tilbúin með hrossin sem þýð- ir minni bið fyrir viðskiptavinina. Eftir því sem bókanirnar færast meira þangað verður þetta alltaf þægilegra,“ segir hann og kveðst hafa lært mikið á þessum tveimur árum. „Við byrjuðum náttúrulega sem algerir nýgræðingar og þetta er rosalegur skóli,“ segir Höskuld- ur Kolbeinsson að endingu. Snæfellsnes Excursions bætir við ferðum Hjalti Allan Sverrisson er eigandi Rútuferða í Grundarfirði, sem aka ferðamönnum undir nafninu Snæ- fellsnes Excursions. Ferðir upp á Snæfellsjökul hafa verið fastur lið- ur í starfsemi fyrirtækisins undan- farin ár, en á komandi sumri verð- ur ný ferð í boði. Ber hún heitið Shark and Lava Safari. „Þá er ekið frá Grundarfirði um Berserkja- hraun, Kerlingaskarð og Kolg- rafafjörð. Það er svæði sem er al- veg ónýtt til þessa, þannig séð. Við ákváðum að prufa það. Top of the Diamond, jöklaferðin okk- ar, hefur verið mjög vinsæl og bók- anir í nýju ferðina gefa líka góð fyrirheit og við erum bjartsýn á hana fyrir þetta fyrsta sumar sem hún er í boði,“ segir Hjalti. „Við erum með skemmtiferðaskipin sem koma í Grundarfjörð og flest þeirra eru með jöklaferðina okk- ar en við erum að reyna að fá fólk af götunni líka. Núna erum við að reyna að koma okkur upp aðstöðu í Grundarfirði þar sem við erum með verkstæðið okkar. Þar ætlum við að búa til karnivalstemningu, þar sem verður rúta, pylsuvagn og fólk getur farið á salerni og við ætl- um að byggja yfir þetta allt sam- an. Þetta verður agalega kósý og þægilegt,“ segir Hjalti. „Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel. Við vorum á Arnarstapa, keyrðum alltaf upp þar, en ákváðum að gera þessa aðstöðu hjá okkur í Grund- arfirði. Listó er beint á móti okk- ur og kajakaferðirnar hinum meg- in við okkur. Þetta er að verða aðal ferðamannagatan í Grundarfirði,“ segir hann og brosir. Aðspurður kveðst hann bjartsýnn á komandi sumar. „Ég er mjög bjartsýnn. Það er aukning í skipakomum og svo erum við að reyna að komast bet- ur inn á lausatraffíkina til að dekka veturinn meira,“ segir Hjalti Allan Sverrisson. Hvalfirðingar taka höndum saman Hjónin Brynjar Sigurðarson og Hekla Gunnarsdóttir eru eigendur Hótels Laxárbakka í Hvalfirði. Þau hafa rekið hótelið undanfarin tvö og hálft ár eða svo. Brynjar segir í sam- tali við Skessuhorn að síðasta ár hafa verið gott hjá Hótel Laxárbakka. „Það er búið að ganga vel. Haustið var svakalega fínt og nánast fullt hjá okkur yfir hátíðirnar, bæði um jól og áramót. Þó síðasta sumar hafi far- ið rólega af stað og júní verið svo- lítið sérstakur, með bæði rigningu Mannamót markaðsstofanna var haldið á fimmtudaginn Aldrei fleiri þátttakendur frá Vesturlandi Mannamót í ferðaþjónustu Þóra Sigurðardóttir rekur gistiheimilið að Nýp á Skarðsströnd ásamt Sumarliða Ísleifssyni, eiginmanni sínum. Ljósm. kgk. Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir og Höskuldur Kolbeinsson frá Áshestum í Borgar- firði. Ljósm. mm. Hekla Gunnarsdóttir og Brynjar Sigurðarson, eigendur Hótels Laxárbakka í Hval- fjarðarsveit. Ljósm. kgk. Hjalti Allan Sverrisson, eigandi Rútuferða í Grundarfirði, segir gesti Mannamóts frá nýrri ferð Snæfellsnes Excursions. Ljósm. mm. Mæðginin Martha Eiríksdóttir og Davíð Andrésson kynna starfsemi Brúaráss fyrir gesti Mannamóts. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.