Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 201910 Kvikmyndahátíðin Borgarnes Film Freaks hefst í Borgarnesi á morgun, fimmtudaginn 24. janúar og stend- ur yfir í þrjá daga. Opnunarkvöld- ið hefst kl. 18:00 á Sögulofti Land- námsseturs Íslands. Á föstudag og laugardag verður sýnt í Félagsmið- stöðinni Óðali og þá hefjast sýning- ar kl. 19:00. Allt í allt verða sýnd- ar 29 myndir frá 16 löndum. „Þessa þrjá daga gefst gestum tækifæri á að sjá ferskar og áhugaverðar kvik- myndir, heimildarmyndir og stutt- myndir sem koma hvaðanæva að úr heiminum. Fjölbreytt og skemmti- leg dagskrá þar sem hvert sýning- arkvöld hefur sitt þema. Leikstjórar kvikmynda ræða um verkin sín og gestir fá að spyrja þá um allt milli himins og jarðar,“ segir í tilkynn- ingu frá forsvarsmönnum hátíðar- innar. Vert er að vekja sérstaka athygli á kvikmynd Gunnhildar Lind Hans- dóttur, Dagur í lífi Palla Egils. „Ég hvet alla Borgnesinga og þá sem þekkja til Palla sérstaklega til að kíkja á hana í Landnámssetrinu að kvöldi fimmtudags,“ sagði Hall- dór Óli Gunnarsson, einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar, í Skessu- horni í síðustu viku. Hátíðin nýtur styrks úr Upp- byggingarsjóði Vesturlands og að- gangur að öllum sýningum Borg- arnes Film Freaks er ókeypis. Þó er rétt að taka fram að börn 12 ára og yngri þurfa að mæta í fylgd með forráðamönnum á hryllingsmynda- kvöldið á föstudaginn. Nánari dagskrá má sjá á Facebo- ok síðu Borgarnes Film Freaks og vefsíðunni www.fluxusdesigntribe. com. kgk Borgarnes Film Freaks hefst á morgun Kvikmyndin Dagur í lífi Palla Egils verður sýnd á opnunarkvöldinu á morgun, fimmtudag. Ljósm. glh. Þórhildur Þorsteinsdóttir, sauð- fjárbóndi á Brekku í Norðurár- dal, hefur eftir nærri sex ár sem framkvæmdastjóri hjá Framleiðni- sjóði landbúnaðarins sagt starfi sínu lausu. Þórhildur tók upphaf- lega til starfa hjá Framleiðnisjóði í september 2006 sem starfsmað- ur á skrifstofu. Fimm árum síðar var hún gerð að skrifstofustjóra og að lokum framkvæmdastjóra. „Ég mun ljúka störfum í vor eða sumar, þegar búið verður að ráða í minn stað og ég verð búin að koma nýjum starfsmanni inn í starfið,“ sagði Þórhildur þegar Skessuhorn sló á þráðinn til hennar. Starfið var auglýst í síðasta Bændablaði. Spurð hvað taki við segir Þór- hildur það enn óráðið. „Ég er ekki með neitt fast í hendi eins og er, en ýmsar hugmyndir eru í gangi. Mér fannst ég standa á ákveðnum tímamótum núna og mér fannst bara tími til kominn að breyta til, gera eitthvað nýtt og víkka sjón- deildarhringinn,“ svarar hún. Þór- hildur ásamt Elvari Ólasyni eigin- manni sínum er með rúmlega 500 fjár á fóðrum og segist hún því ekki eiga eftir að sitja með hendur í skauti þegar störfum hennar hjá sjóðnum lýkur. „Ég tek líka virk- an þátt í félagsmálum bænda og sit m.a. í stjórn Landssambands sauð- fjárbænda og þar hefur nóg verið að gera síðustu ár,“ segir hún. arg Hættir hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins Þórhildur Þorsteinsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Ljósm. aðsend. Nú er allt á fullu í nýrri verksmiðju G.Run hf. í Grundar- firði. Sjá má iðnaðarmenn í hverjum krók og kima í verk- smiðjunni en stefnt er á gangsetningu um næstu mánaða- mót. „Það verður öryggisúttekt hjá okkur síðustu vikuna í janúar og strax að henni lokinni hefst vinnsla,“ segir Unn- steinn Guðmundsson, vélstjóri og einn eigenda Guðmund- ar Runólfssonar hf. í samtali við Skessuhorn. „Það er byrjað að keyra hluta búnaðarins og svo eru prufukeyrslur á hverju tæki jafn harðan og búið er að tengja,“ bætir hann við. „Það er viðbúið að einhverjir örðugleikar verði í byrjun þegar um svona stórt verkefni er að ræða, en það verður tekið á því jafn- óðum.“ tfk Styttist í gang- setningu hjá GRun Flokkunar- og pökkunarvélar frá Marel. Hér er unnið við frágang á einni af nýju vélunum. Hér þarf allt að vera á hreinu. Hér eru menn íbyggnir á svip að fara yfir gang mála. F.v. Óskar Helgason frá Ístaki, Kristján Guðmundsson, Guðmundur Smári Guðmundsson, Rósa Guðmundsdóttir og Unnsteinn Guðmundsson. Hér er verið að múra í eldri hluta hússins. Eyþór Benediktsson málari er hér einbeittur á svip. Unnið í hverjum kima.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.