Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 20198 Fyrrum yfir- lögregluþjónn dæmdur VESTURLAND: Fyrrver- andi yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi greiddi í nóvember á síðasta ári sekt upp á 100 þúsund krónur vegna vændiskaupa. Ríkissaksóknari upplýsti lög- reglustjórann á Vesturlandi í byrjun júní um að þáver- andi yfirlögregluþjónn væri til rannsóknar vegna ætlaðs brots gegn almennum hegn- ingarlögum. Maðurinn baðst lausnar frá störfum 1. júlí síð- astliðinn og á það var fallist samdægurs. Fréttastofa RUV greindi frá málinu síðastlið- inn miðvikudag, en málinu hafði fram að því verið hald- ið leyndu frá kastljósi fjöl- miðlanna. Í síðustu viku var maðurinn í héraðsdómi Suð- urlands dæmdur til að greiða aðra 100 þúsund króna sekt fyrir slagsmál sín og annars lögreglumanns í Vestmanna- eyjum. Í þeim dómi kem- ur einnig fram að hann hafi í nóvember gengist undir sekt- argreiðslu upp á 100 þúsund krónur vegna brots gegn kyn- ferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. -mm Lesbókin til sölu AKRANES: Rekstur kaffi- hússins Lesbókarinnar við Akratorg á Akranesi er til sölu, ásamt lausafé og bún- aði. Ásett verð er 9,9 milljónir króna. Það er Steinþór Árna- son veitingamaður sem hefur rekið Lesbókina síðan í janú- ar í fyrra, eftir að hann keypti reksturinn af þeim Christel Björgu Rúdólfsdóttur Clot- hier og Guðleifi Rafni Ein- arssyni. Greint var frá því í Skessuhorni í nóvember þeg- ar Steinþór tók við rekstri Hótels Hafnarfjalls. Nú hefur hann ákveðið að selja Lesbók- ina og einbeita sér að rekstri hótelsins. -kgk Ókunnugur bauð barni upp í bíl AKRANES: Grunnskóla- barni á Akranesi var boðið far af ókunnugum manni á leið sinni heim frá skóla á fimmtu- dag í liðinni viku. Barnið þáði ekki farið og hélt sína leið, en lét foreldri vita sem gerð síðan skólayfirvöldum viðvart. Stað- gengill skólastjóra Brekkubæj- arskóla sendi tölvupóst á alla foreldra nemenda við skólann síðdegis sama dag og lét þá vita af atvikinu. Í tölvupóst- inum eru foreldrar hvattir til að ræða þetta við börn sín, því gott geti verið að minna börn reglulega á að þiggja ekki far með ókunnugum. Þar eru foreldrar sömuleiðis hvattir til að gera lögreglu viðvart ef börnum þeirra er boðið far af ókunnugum. -kgk Út af á heiðinni HOLTAV.H: Skömmu eftir há- degi á mánudaginn valt flut- ningabíll út af veginum yfir Holtavörðuheiði. Sama gerðist einnig deginum áður þegar an- nar bíll fór á hliðina. Í hvoru- gu óhappinu urðu slys á fólki. Talsverð hálka og snjóföl var á þessum slóðum þegar óhöppin urðu. -mm Skoða aðstæður barnshafandi LANDSBYGGÐIN: Félags- og barnamálaráðherra ásamt heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn áform um að skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á lands- byggðinni og fjölskyldur þeirra. Skipaður verður starfshópur sem á að móta og leggja fram tillögur að úrbótum hvort sem er innan fæðingarorlofskerfisins eða með öðrum hætti. Starfshópurinn mun fara yfir aðstæður þessara kvenna með tilliti til staðsetn- ingar fæðingarþjónustu á lands- vísu en margar þeirra þurfa að dveljast fjarri heimabyggð, með tilheyrandi tilkostnaði, í nokk- urn tíma til að hafa öruggt að- gengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu og eftir fæðingu. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 12.-18. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 6 bátar. Heildarlöndun: 42.258 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 18.920 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 4 bátar. Heildarlöndun: 113.275 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs: 41.447 kg í fjórum róðrum. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 642.401 kg. Mestur afli: Björg EA: 252.719 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík: 16 bátar. Heildarlöndun: 311.704 kg. Mestur afli: Bárður SH: 70.314 kg í sjö róðrum. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 564.280 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 141.568 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 35.631 kg. Mestur afli: Leynir SH: 16.457 kg í tveimur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Björg EA - GRU: 128.532 kg. 14. janúar. 2. Björg EA - GRU: 124.187 kg. 17. janúar. 3. Tjaldur SH - RIF: 85.640 kg. 17. janúar. 4. Rifsnes SH - RIF: 70.623 kg. 16. janúar. 5. Steinunn SF - GRU: 64.939 kg. 12. janúar. -kgk Síðastliðið sumar fór atvinnuveg- aráðuneytið þess á leit við Hag- fræðistofnun að lagt verði mat á þjóðhagleg áhrif hvalveiða. Fjalla átti um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt síðastliðinn miðvikudag. Sam- kvæmt niðurstöðum hennar er ekki talið að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf held- ur virðast hvalveiðar vera hluti af hagkvæmri nýtingu náttúruauð- linda landsmanna. Ekki er heldur að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar hafi að einhverju ráði dregið úr straumi ferðamanna hingað til lands. Þá er bent á það í skýrslunni að á níunda áratugnum reyndu um- hverfissamtök að letja fólk til að heimsækja Ísland á meðan Íslend- ingar veiddu hvali í vísindaskyni. „En þrátt fyrir mikla herferð gegn Íslandi fjölgaði erlendum ferða- mönnum hér um 34% frá 1986 til 1990, fjórum prósentum meira en í Bretlandi á sama tíma. Ekki þarf að rifja upp fjölgun erlendra ferðamanna eftir 2009. Ekki er þar heldur að finna augljós merki um að hvalveiðar fæli fólk héðan,“ seg- ir í skýrslunni. Frá árinu 1986 hafa Íslendingar veitt um 3% af veidd- um hvölum í heiminum og síðustu áratugi hefur hvölum fjölgað mik- ið við Ísland en stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða og bann- að hefur verið að veiða úr stofnum sem standa illa. „Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir.“ Hvalveiðar hafa ekki held- ur dregið úr áhuga á hvalaskoð- un við Ísland. „Stærsti hluti hval- veiða við Ísland er á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Þá segir einnig að eðlilegt þyki að setja reglur á hvalaskoðun til að tryggja hagkvæma nýtingu með sjálfbærni og virðingu fyrir nátt- úrunni. „Ef of mörg hvalaskoðun- arfyrirtæki elta hvali á litlu svæði er hætt við að hvalir forðist svæðið og afkomu greinarinnar sé stefnt í hættu. Mikil umræða hefur verið innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um það hvort hvalaskoðun sé sjálfbær. Rannsóknir sýna að hún getur haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit,“ segir í skýrslunni. Það var Kristján Þór Júlíusson, ráðherra atvinnumála, sem óskaði eftir skýrslunni. Hann hefur sagst í fjölmiðlum ætla að styðjast við niðurstöðu hennar þegar ákvörð- un verður tekin um hvort endur- nýjað verði leyfi til hvalveiða að nýju, en núverandi leyfi rann út um áramótin. arg/ Ljósm. úr safni. Hvalveiðar hafa ekki slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf Allt að 53% eða 150.205 kr. verð- munur er á almennum leikskóla- gjöldum á ári milli sveitarfélaga miðað við 8 tíma vistun með fæði. Verðmunurinn er enn meiri, 69% eða 131.802 kr. á ári, ef sömu leik- skólagjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð. Munurinn er jafnframt meiri ef gjöld fyrir 9 tíma eru skoð- uð. Á almennu gjaldi er 58% mun- ur, eða 17.837 kr. á mánuði, sem jafngildir 196.207 kr. á ári og 65% munur er á hæsta og lægsta gjaldi fyrir forgangshópa eða 14.049 kr. á mánuði sem jafngildir 154.539 kr. á ári. Það er Alþýðusamband Íslands sem ber í samantekt sinni saman gjaldskrárbreytingar milli áranna 2018 og 2019. Miðað við 8 tíma vistun, almennt gjald, eru lægstu leikskólagjöldin í Reykjavík, 25.963 kr. á mánuði en þau hæstu í Garðabæ, 39.618 kr. Á Akranesi og í Borgarbyggð eru gjöldin í hærra lagi miðað við önnur sveitarfélög, í Borgarbyggð um 34 þúsund krónur en á Akra- nesi, þar sem þau eru þriðju hæst á landinu eru þau ríflega 36 þúsund krónur á mánuði. Einungis Fljóts- dalshérað og Garðabær eru með hærri leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun með fæði. 13 af 16 sveitarfé- lögum hækka leikskólagjöldin (m. fæði) milli ára en hækkunin nam oftast um 2-3%. mm Mikill munur á leikskólagjöldum milli sveitarfélaga Eftir ofankomu gerði slæmt færi víða á vegum á laugardaginn, þar sem ekki fer fram snjómokstur um helgar. Meðal annars var erfitt færi frá Akranesi og suður að Hvalfjarð- argöngum. Jeppa var ekið á ljósa- staur á Innnesvegi. Ökumaður missti stjórn á bílnum í krapa og hafnaði á ljósastaur. Staurinn losn- aði upp og bíllinn skemmdist nokk- uð, en fólk sakaði ekki. ki Rann til í krapaelg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.