Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 201916 Bú Guðlaugar Sigurðardóttur og Jóhannesar Eybergs Ragnarsson- ar á Hraunhálsi í Helgafellssveit var afurðahæsta kúabú Vesturlands á síðasta ári, þar sem meðalafurð- ir reyndust 8.452 kg eftir hverja árskú. Búið á Hraunhálsi var jafn- framt þriðja afurðahæsta bú lands- ins árið 2018. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar sem birt- ar voru á vef Ráðgjafamiðstöðv- ar landbúnaðarins sl. fimmtudag. Þær eru þó birtar með þeim fyrir- vara að ekki hafa allar skýrslur bor- ist og tími til yfirferðar og leiðrétt- ingar er ekki liðinn. Afurðahæsta bú landsins var bú Erlu Hrannar Sigurðardóttur og Karls Inga Atlasonar að Hóli í Svarfaðardal, með meðalafurð- ir upp á 8.902 kg á hverja árskú. Næstafurðahæsta búið var bú Brúsa ehf. á Brúsastöðum með 8.461 kg. Sem fyrr segir var bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í þriðja sæti á landsvísu, Hvanneyrarbúið ehf. á Hvanneyri í fjórða sæti með 8.289 kg og Félagsbúið Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi í því fimmta með 8.237 kg. Nythæsta kýr landsins árið 2018 var Randafluga í Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, en hún mjólk- aði 13.947 kg á síðasta ári. Önnur í röðinni var kýr nr. 1038 í Hólmi í Austur-Landeyjum sem skilaði 13.736 kg og þriðja var kýr nr. 848 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, en hún mjólkaði 13.678 kg á árinu 2018. kgk Búið á Hraunhálsi afurðahæsta kúabú Vesturlands Hraunháls í Helgafellssveit. Ljósm. Mats Wibe Lund. Lögbýlaskrá fyrir árið 2018 er kom- in út hjá Þjóðskrá. Hún er gefin út árlega fyrir allt landið á grundvelli upplýsinga úr þinglýsingarbók og fasteignaskrá. Samkvæmt jarða- lögum teljast það lögbýli sem hafa fengið útgefið sérstakt leyfi frá ráð- herra um lögbýlisrétt og skal því leyfi þinglýst. Við þinglýsinguna fær viðkomandi eign sérstaka merk- ingu í þinglýsingarhluta fasteigna- skrár og birtist í næstu lögbýlaskrá sem gefin verður út. Í lögbýlaskránni sem nú hefur verið gefin út er að finna upplýs- ingar um rúmlega 6700 lögbýli sem skráð eru á landinu í dag. Þar er hægt að finna upplýsingar um heiti, landnúmer, hvort lögbýli sé í ábúð auk upplýsinga um skráða eigendur og ábúendur. mm Skrá yfir lögbýli á Íslandi Grund í Skorradal. Hlíðasmára 19, 2 hæð, 201 Kópavogur Sími: 534 9600 | Netfang: heyrn@heyrn.is Það er ófært að heyra illa, gríptu til þinna ráða og fáðu heyrnar- tæki til reynslu Löggiltur heyrnar- fræðingur SK ES SU H O R N 2 01 9 Þriðjudaginn 29. janúar nk. mun Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður flytja fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti, sem ber yfirskriftina: „Fornleifarannsóknin í Viðey 1987–1995. Tilurð klaust- urstofnunar”. Fyrirlesturinn, sem er hluti svokallaðra „Fyrirlestra í héraði,“ verður fluttur í Bókhlöðu Snorrastofu og hefst kvöldstundin kl. 20:30. Aðgangur er kr. 500. Gerð verður grein fyrir forn- leifarannsókn í Viðey, sem Mar- grét stjórnaði á sínum tíma. Rann- sóknin er meðal annars áhugaverð fyrir sögu Snorra Sturlusonar, sem stóð á sínum tíma að stofnun Við- eyjarklausturs, ásamt Þorvaldi Gizzurarsyni. Margrét hefur um árabil starfað að minjavörslu og gegnt margvíslegum ábyrgðarstöðum á þeim vettvangi. Hún stjórnaði fornleifarannsóknum í Viðey á árunum 1987-1995, var borgarminjavörður frá 1989 til árs- ins 2000 þegar hún tók við forstöðu Þjóðminjasafns Íslands. Hún er menntuð í fornleifafræði frá Stokk- hólmsháskóla og sagnfræði og opin- berri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún ritað margvíslega um safnastarf og minjavörslu og árið 2016 kom út bók hennar, Þjóðminj- ar, á vegum Þjóðminjasafns Íslands og Crymogeu. -fréttatilkynning Fjallað um Viðeyjarrannsókn í Snorrastofu Eins og áður hefur verið greint frá vinnur kvikmyndafyrirtækið Saga- film að tökum á sjónvarpsþáttaröð í Stykkishólmi um þessar mund- ir. Tökurnar hófust nú í janúar og gert er ráð fyrir að þær standi yfir um þriggja mánaða skeið. Samið var við bæinn um skammtímaleigu á mannvirkjum í, m.a. flugstöðina og sal tónlistarskólans. Þá var einn- ig samið um breytingar á útliti húsa á meðan tökum stendur. Stykkishólmur er nú óðum að taka á sig mynd fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum. Til að mynda hefur Hafnargata 1 verið klædd í búning lögreglustöðvar og hús- ið kyrfilega merkt „Politi“ vegna þessa. „Síðan eru búið að setja upp báta og fleira hér fyrir utan. Bær- inn er óðum að taka breytingum og það verður gaman að sjá þeg- ar kvikmyndatökur hefjast hvern- ig breytingarnar verða nýttar við tökurnar,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í samtali við Skessuhorn. Ráðhús Stykkis- hólmsbæjar er einmitt í næsta húsi við Hafnargötu 1, sem nú hef- ur verið breytt í „politistation“. „Þetta er bara mjög skemmtilegt allt saman og lífgar upp á bæinn,“ segir bæjarstjórinn. kgk Stykkishólmur að breytast í kvikmyndasett Útliti Hafnargötu 1 hefur verið breytt í lögreglustöð. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.