Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 11 BÓNDADAGURINN ÚTSALAN í fullum gangi SK ES SU H O R N 2 01 7 Í tilefni bóndadagsins bjóðum við 15% afslátt af herra ilm- og snyrtivörum Gildir fimmtudag, föstudag og laugardag WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2019-2020 Fr ee Co pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is Travel W EST ICELA N D - Ferðast um Vesturland 2019-2020 - Your guide to W est Iceland West Iceland Vesturland Kynning á ferðablaðinu Travel West Iceland 2019-2020 Útgáfuþjónusta Skessuhorns, í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands, mun í apríl 2019 gefa út ferðablaðið Travel West Iceland 2019-2020. Blaðið verður á ensku og íslensku. Allir sem starfa við ferðaþjónustu á Vesturlandi og vilja koma sér á framfæri við ferðafólk eru hvattir til að vera með í blaðinu og gera sig sýnilega fyrir gesti. Þau fyrir- tæki sem eru skráðir samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands fá sem hluta af félagsaðild 1/8 aug- lýsingu í blaðinu. Auk þess eru stærri auglýsingar boðnar til sölu. Blaðið verður litprentað í A5 broti, 96-112 blaðsíður og gefið út í 60 þúsund eintökum. Efnistök í blaðinu verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þar verður almennur kafla um Vestur- land, héraðslýsingar fyrir Akranes og Hvalfjörð, Borgarfjörð, Snæfellsnes auk Dala og Reykhóla á ensku og íslensku sem og ábendingar um mark- verða viðkomustaði og náttúruundur. Kort verða á sínum stað auk viðburðaskrár og fjallað um Vestur- land að vetri. Helstu dreifingarstaðir nú verða á höfuðborgar- svæðinu, upplýsingamiðstöðvum um land allt, aðkomuleiðum ferðamanna á Vesturland og síðast en ekki síst á öllum helstu áningar- og ferðamanna- stöðum á Vesturlandi sjálfu. Lager af blaðinu verður ætíð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vestur- lands í Borgarnesi. Einnig verður blaðið aðgengi- legt á www.skessuhorn.is og á www.west.is, þaðan sem ferðaþjónustuaðilar geta hvenær sem er hlaðið því niður og sent viðskiptavinum sínum á rafrænu formi. Lögð er áhersla á að auglýsendur noti alþjóðleg ferðaþjónustumerki í auglýsingum sínum. Auglýsingasala Panta þarf auglýsingapláss tímanlega eða í síðasta lagi fyrir 15. febrúar 2019. Boðið er upp á heil- síðuauglýsingar, hálfsíðuauglýsingar, 1/4 auglýs- ingar og 1/8 auglýsingar. Auglýsingaverð hefur verið lækkað frá því í fyrra. Um sölu auglýsinga sér Ingunn Valdís Baldurs- dóttir í síma 433-5500 eða á netfangið ferdablad@skessuhorn.is. Athygli er vakin á því að Markaðsstofa Vesturlands mun á þessu ári ekki gefa út bæklinginn West Iceland - The Official Tourist Guide. Við hlökkum sem fyrr til góðs samstarfs við ferða- þjónustufyrirtæki og aðra samstarfsaðila á Vestur- landi. Útgáfuþjónusta Skessuhorns Sími 433-5500 og ferdablad@skessuhorn.is. 1/1 1/2 1/4 1/8 Lestrarstundin Allir lesa var hald- in í Brekkubæjarskóla á Akranesi þriðjudaginn 8. janúar síðastliðinn, í tengslum við hina árlegu Bóka- messu Brekkubæjarskóla. Á lestrar- stund taka allir nemendur og starfs- fólk skólans sér bók í hönd á sama tíma og lesa sér til yndisauka í tutt- ugu mínútur. Eins og gengur og gerist eru nemendur í mismunandi kennslustundum þegar Lestrar- stundin er haldin og einhverjir lesa því við óhefðbundnar aðstæður. Krakkarnir í 2. bekk voru til dæm- is í íþróttatíma. Þeir tóku sér ekki aðeins bók í hönd, heldur vasaljós líka, því ljósin voru slökkt í íþrótta- salnum og lesið við birtu frá vasa- ljósunum. Að sögn Guðrúnar Guðbjarna- dóttur kennara er tvisvar sinnum efnt til lestrarstundar sem þessarar á hverju skólaári. Fyrst á haustin í kringum 8. september, sem er al- þjóðadagur læsis og síðan eftir ára- mót þegar hin árlega Bókamessa Brekkubæjarskóla er haldin í janú- ar. „Bókamessan er jafnan tengd við bækur sem nemendur hafa fengið í jólagjöf. Það verkefni felur í sér að krakkarnir velja bók og kynna fyr- ir bekkjarfélögum sínum og gera bókmenntaverkefni þar sem unn- ið er með ýmis bókmenntahug- tök. Markmiðið er að vekja áhuga á bóklestri og bókmenntum al- mennt og hvetja til aukins lestrar,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. „Þegar lestrarstundir eru haldnar þá bjóðum við foreldrum að koma og taka þátt og þeir hafa verið mjög virkir að heimsækja okkur og lesa með krökkunum,“ segir Guðrún Guðbjarnadóttir kennari. kgk Vasaljósalestur á lestrarstund í Brekkubæjarskóla Nemendur 2. bekkjar Brekkubæjarskóla tóku sér bók og vasaljós í hönd á lestrarstundinni. Ljósm. Brekkubæjarskóli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.