Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Qupperneq 2

Skessuhorn - 13.02.2019, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 20192 Hæsta fjárveiting innan vestursvæð- is er vegna Dýrafjarðarganga, sam- tals 7,2 milljarðar á þessu ári og því næsta. Næstmestu fé verður varið til vegagerðar um Gufudalssveit, eða samtals 6,7 milljörðum á fjögurra ára tímabili. Fjárveitingin nemur 100 milljónum í ár, 1,5 milljörð- um á næsta ári, 2,7 milljörðum árið 2021, 1,8 milljörðum árið 2022 og 600 milljónum árið 2023. Gert er ráð fyrir 250 milljóna króna framlagi til vegagerðar um Fróðárheiði á þessu ári og 300 millj- ónum í Heiðarsporð (Biskupsbeygju á Holtavörðuheiði) árið 2021. Að lokum er gert ráð fyrir 200 milljóna króna fjárveitingu vegna Akranesvegar um Faxabraut á Akra- nesi, vegna sjóvarna og hækkunar vegarins; 100 milljónir í ár og 100 milljónir árið 2020. Þá má geta þess að gert er ráð fyrir samtals 3,2 milljörðum króna vegna þjóðvegar 1 um Kjalarnes næstu fjögur árin. Fjárveiting ársins 2019 er 200 milljónir, 200 milljónir einn- ig árið 2020, 1,64 milljarðar árið 2021 og 1,16 milljarðar 2022. Tvö- földun Hvalfjarðargangna er ófjár- mögnuð í vegaáætlun, en þess getið sérstaklega að leitað verði leiða til að fjármagna tvöföldun ganganna í samstarfi við einkaaðila. Töluverðar fram- kvæmdir við hafnir Gert er ráð fyrir rétt tæplega fimm milljarða fjárveitingu Hafnabóta- sjóðs á vestursvæði í samgönguáætl- un ársins 2019-2023. Fjárveiting vegna framkvæmda við Ólafsvíkurhöfn nemur sam- tals 298,8 milljónum. Þar ber hæst fjárveiting vegna endurbygging- ar Norðurtanga sem nemur sam- tals 187,9 milljónum árin á öðru, þriðja og fjórða ári áætlunarinnar; 24,8 milljónir árið 2020, 75,8 millj- ónir árið 2021 og 87,3 milljónir árið 2022. Fjárveiting vegna lengingar Norðurgarðs nemur 72,3 milljón- um árið 2019 og 5,8 milljónum árið 2020. Þá er gert ráð fyrir 21,3 millj- ónum til að dýpka innsiglinguna árið 2021 og 11,6 milljónum til að stækka trébryggju og bæta löndun- araðstöðu árið 2023. Fjárveitingar til Grundarfjarð- arhafnar nema 293,7 milljónum samtals, þar af 255 milljónir vegna lengingar Norðurgarðs. Vegna stál- þils, þekju og lagna við lengingu Norðurgarðs er gert ráð fyrir 81,8 milljónum árið 2019, 78,7 milljón- um 2020 og 66,2 milljónum 2021. Fjárveiting til brimvarnar vegna lengingu Norðurgarðs nemur 18,9 milljónum á þessu ári og 9,4 millj- ónum á því næsta. Að lokum er gert ráð fyrir 38,7 milljónum til endur- byggingar steyptrar kerjabryggju Norðurgarðs árið 2023 og 4,1 millj- ón til viðhaldsdýpkana á hafnarinn- ar árið 2019. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 32,9 milljóna fjárveitingu úr hafna- bótasjóði til framkvæmda við Stykk- ishólmshöfn. Árið 2021 stendur til að verja 11,1 milljón í framkvæmd- ir við smábátaaðstöðuna og 21,8 milljónum í hafnskipabryggjuna árið 2023. Ólafsvíkurhöfn, Grundarfjarðar- höfn og Stykkishólmshöfn eru all- ar innan grunnnetsins. Þegar kem- ur að framkvæmdum við hafnir utan grunnnets verður veitt sam- tals 210,5 milljónum til endurbygg- ingar stálþilsbryggju Reykhólahafn- ar; 53,7 milljónum árið 2021, 91,5 milljónum árið 2022 og 65,3 millj- ónum árið 2023. Fjárveiting til sjóvarna Á Akranesi er gert ráð fyrir að sam- tals 37,5 milljónum króna verði var- ið til sjóvarna á tímabili samgön- guáætlunar. Fjárveiting vegna styrk- ingar og hækkunar sjóvarnar á Breið er 22 milljónir árið 2019. Lenging á bakkavörn í Höfðavík (Miðvogi) fær 5,9 milljóna fjárveitingu 2021. Sama ár er veitt 2,8 milljónum til lenging- ar sjóvarnar Leynis og 6,8 milljón- um til sjóvarnar á Sólmundarhöfða vestanverðum. Gert er ráð fyrir 22,6 milljóna fjárveitingu til sjóvarna í Snæfellsbæ í samgönguáætlun. Árið 2022 verður 9 milljónum veitt til sjóvarna vestan við Gufuskála og 13,6 milljónum verður veitt til sjóvarna í Staðarsveit, við Barðastaði, einnig árið 2022. Í Dalabyggð verður 10,2 millj- ónum varið til að styrkja sjóvörn við Ægisbraut í Búðardal. Kemur sú fjárveiting til á árinu 2019. Í Hvalfjarðarsveit verður 12,7 milljónum varið í sjóvörn við Belgs- holt árið 2023. kgk Á morgun er Valentínusardagurinn sem hefur undanfarin ár verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Það væri því vert að nýta tækifærið til að gera vel við þann sem maður elskar mest. Ýmsir viðburðir verða einnig á Vesturlandi á næstu dögum og má þar nefna dansbyltinguna Milljarður rís í Grundarfirði á morgun þar sem dans- að verður gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður leikritið Leitin frumsýnt í Bíóhöll- inni Akranesi á föstudaginn. Fyrir upplýs- ingar um fleiri viðburði er bent á að lesa hvað verður á döfinni hér aftar í blaðinu og á vef Skessuhorns. Á fimmtudag og föstudag er spáð suð- vestlægri átt 5-13 m/s og víða él en lengst af þurrt og bjart á norðanverðu landinu. Frost 0-6 stig en hiti 0-4 stig syðst á land- inu. Á laugardag má gera ráð fyrir hægri vaxandi austlægri átt og lengst af björtu veðri en hvassviðri og slydda eða snjó- koma á sunnanverðu landinu um kvöldið. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- landi og hiti breytist lítið. Á sunnudag er spáð austan- og norðaustanátt og snjó- komu á Norður- og Austurlandi en annars verður þurrt að mestu, hiti um frostmark, en vægt frost inn til landsins. Á mánu- dag er útlit fyrir norðlæga átt. Él um land- ið Norðanvert en annars úrkomulítið og frost 2-10 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvaða sjónvarpsstöð lesendur horfa mest á. Ríflega helmingur svarenda, eða 54% sögðust mest horfa á RUV. 13% horfa mest á erlendar eða aðrar stöðvar, 11% á Sjónvarp Símans, 10% á Stöð2, 5% á N4 en 4% svarenda sögðust ekki horfa á sjón- varp. 3% horfa mest á Hringbraut, 1% á Al- þingi og einn svaranda sagðist mest horfa á Bíórásina. Í næstu viku er spurt: Freistast þú stundum til að nota snjall- tæki þegar þú ert að keyra? Margrét Björk Björnsdóttir ferðamála- fræðingur í Böðvarsholti hefur undanfar- ið stýrt verkefni um stefnumótun í ferð- arþjónustu á Vesturlandi. Lesa má um Áfangastaðaáætlun í viðtali við hana í Skessuhorni í dag. Maggý er Vestlending- ur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Árekstur í göngunum HVALFJ: Árekstur tveggja bíla varð í norðanverðum Hval- fjarðargöngum á tíunda tím- anum í gærmorgun. Talsverð- ur viðbúnaður var vegna slyss- ins og var göngunum lokað fyr- ir umferð í um þrjá tíma meðan aðgerðir á vettvangi og hreins- unarstarf stóð yfir. Slysið varð með þeim hætti að annar bíll- inn var kyrrstæður og var öku- maður hans fyrir framan bílinn þegar ekið var aftan á bíl hans, sem kastaðist á hann. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á sjúkra- hús en þeir eru ekki taldir al- varlega slasaðir. Betur fór því en á horfðist, að sögn lögreglu. Þá lak olía úr bílunum og tók nokkurn tíma að hreinsa hana upp ásamt braki úr þeim áður en hægt var að hleypa umferð um göngin að nýju. Viðbragðs- aðilar komu bæði af höfuðborg- arsvæðinu og frá Akranesi vegna slyssins. -mm 42 kaupsamningar VESTURLAND: Á Vestur- landi var 42 samningum um húsnæði þinglýst í janúar. Þar af voru 15 samningar um eign- ir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 13 samn- ingar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.281 millj- ón króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samning 30,5 milljónir króna. Af þess- um 42 voru 24 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjöl- býli, átta samningar um eignir í sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir. Heildar- veltan var 876 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,5 milljónir króna. -mm Útskrift á laugardaginn BIFRÖST: Laugardaginn 23. febrúar næstkomandi kl. 13:00 verður brautskráning frá Há- skólanum á Bifröst. Alls munu um 80 nemendur útskrifast úr grunnnámi og meistaranámi ásamt Háskólagátt og símennt- un. Vilhjálmur Egilsson rektor skólans mun útskrifa nemendur ásamt sviðsstjórum. Tónlistar- atriði í athöfninni verða í hönd- um Karlakórsins Söngbræðra ásamt undirleikurum. Boðið verður upp á móttöku að athöfn lokinni. -fréttatilkynning Grunsamlegar mannaferðir BORGARNES: Um kvöld- matarleytið þriðjudaginn 5. febrúar síðastliðinn var Lög- reglunni á Vesturlandi tilkynnt um grunsamlegar mannaferð- ir í Borgarnesi. Maður varð var við fótspor í snjónum þar sem sást að einhver hafði geng- ið að húsi og kíkt á gluggana. Lögregla vill hvetja fólk til að hafa auga með nágrenni sínu og láta vita ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir í görðum og kringum hús hjá öðru fólki. -kgk Þingsályktunartillaga um sam- gönguáætlun 2019-2023 var sam- þykkt á Alþingi á fimmtudag með 38 atkvæðum. Enginn þingmað- ur greiddi atkvæði gegn tillögunni en 18 sátu hjá. Sjö voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Í áætlun- inni eru lagðar til nýjar leiðir til að fjármagna vegakerfið, meðal ann- ars gert ráð fyrir því að nýjar vega- framkvæmdir verði fjármagnað- ar með veggjöldum. Mikil umræða skapaðist um samgönguáætlunina í þinginu. Snerist umræðan einkum um veggjöld. Hér á eftir fer samantekt um helstu fjárveitingar til framkvæmda á starfssvæði Skessuhorns, bæði vega- og hafnaframkvæmdir en einnig sjó- varnir. Fróðárheiði kláruð Samkvæmt áætluninni verður sam- tals um 18 milljörðum varið til ný- framkvæmda á vegum á vestursvæði árin 2019 til 2023; 4,99 milljörðum árið 2019, 5,65 árið 2020, 3,44 millj- örðum árið 2021, 2,35 milljörð- um 2022 og 1,45 milljörðum 2023. Átján milljarðar til vegagerðar á vestursvæði - Töluverðar hafnarframkvæmdir á dagskrá á Vesturlandi Frá Grundarfjarðarhöfn. Gert er ráð fyrir fjárveitingu sem nemur samtals 293,7 milljónum til framkvæmda á tímabili sam- gönguáætlunar. Ljósm. úr safni/ tfk. Gert er ráð fyrir 250 milljónum króna til vegagerðar á Fróðárheiði árið 2019 í samgönguáætlun. Á meðfylgjandi mynd má sjá framkvæmdir við næstsíðasta áfanga heiðarinnar fyrir tíu árum síðan. Ljósm. úr safni/ mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.