Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Side 6

Skessuhorn - 13.02.2019, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 20196 Húsbíll út af í hávaðaroki HVALFJ.SV: Ótrúlegt um- ferðaróhapp varð um átta- leytið á föstudagskvöld. Þá fauk húsbíll út af Vesturlands- vegi við Skipanes í Hvalfjarð- arsveit. Virðist sem vindhviða hafi feykt bílnum út af vegin- um og yfir skurð þar sem bíll- inn staðnæmdist. Í dagbók lög- reglu er bókað sérstaklega að mjög slæmt veður hafi verið á svæðinu þegar óhappið varð. Til marks um það var ekki hægt að draga bílinn upp vegna veðurs. Tveir erlendir ferða- menn voru á ferð í húsbílnum og virðast þeir ekki hafa gert sér grein fyrir veðri né vindum. Þeir voru fluttir með sjúkra- bíl til skoðunar á HVE á Akra- nesi en virðast hafa sloppið að mestu ómeiddir. -kgk Hálkan varasöm VESTURLAND: Það eru ekki aðeins ökumenn sem tíð- arfarið hefur áhrif á. Nokkr- um sinnum var haft samband við Lögregluna á Vesturlandi vegna slysa og óhappa þar sem gangandi vegfarendur hrösuðu í hálkunni. Eitt alvarlegt hálku- slys var bókað í Borgarnesi í vikunni sem leið. Manneskja á göngu datt illa með þeim af- leiðingum að hún handlegg- brotnaði, rifbeinsbrotnaði og hlaut áverka á andliti. Lögregla vill hvetja vegfarendur, gang- andi sem akandi, til að fara var- lega í hálkunni því hún get- ur verið mjög varasöm. Gang- andi vegfarandi hrasaði í hálku á Akranesi kl. 22 á laugardags- kvöld og var fluttur með sjúkra- bíl til skoðunar hjá lækni. -kgk Fastir ferðamenn GRUNDARFJ: Lögreglan fékk fjölmargar tilkynningar um ferðamenn sem höfðu fest bíla sína í vikunni sem leið. Síð- degis miðvikudaginn 6. febrúar sátu til að mynda tíu manns í þremur bílum fastir á Snæfells- nesvegi á sama tíma. Þá segir lögegla að vandræði við Kirkju- fell séu orðin sagan endalausa. Nefnir lögregla sem dæmi að miðvikudaginn 6. janúar hafi öll bílastæði verið troðfull og fólk úti um allt að reyna að ná myndum af norðurljósunum. Skapar það vitaskuld töluverða hættu fyrir fólkið sjálft sem og aðra vegfarendur. -kgk Fjúkandi plötur AKRANES: Lögreglunni á Vesturlandi bárust tvær til- kynningar um plötur að fjúka í gærmorgun, þriðjudaginn 12. febrúar. Kl. 9:30 var tilkynnt um þakplötur að fjúka við ný- byggingu við Akralund á Akra- nesi. Hálftíma síðar var til- kynnt um járnplötur að fjúka við Sólmundarhöfða, en íbúar voru búnir að tryggja plöturnar þegar lögregla kom á staðinn. -kgk Óhöpp vegna veðurs og vinda VESTURALAND: Enn eina vikuna setur tíðarfarið sterkan svip á dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi. Síðdegis mánudag- inn 4. febrúar fóru þrír bílar út af Vesturlandsvegi við Hafnar- skóg með stuttu millibili, vegna hálku. Aftanákeyrsla var í Hval- fjarðargöngum sama dag, en um minniháttar óhapp var að ræða. Á miðvikudagskvöld, 6. febrú- ar, varð umferðarslys á Snæ- fellsnesvegi við Erlulund. Öku- maður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann valt tvær veltur og ökumaður slasaðist á hendi. Á laugardag- inn varð bílvelta í Dölum. Öku- maður sem ók um Vestfjarða- veg fékk vindhviðu á bílinn sem feykti honum út af veginum þar sem bíllinn endaði á toppnum. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöð- ina í Búðardal. Björgunarsveit- armenn frá Lífsbjörgu í Snæ- fellsbæ aðstoðuðu unga menn á tveimur bílum aðfaranótt 9. febrúar. Þeir voru staddir til móts við Langavatn í Staðar- sveit, komust ekki áfram vegna veðurs og voru orðnir blautir og kaldir. Því var ákveðið að hafa samband við björgunarsveit- ina sem kom mönnunum til að- stoðar. -kgk Hrossastóð á veginum BORGARFJ: Tilkynnt var um hrossastóð á Þverárhlíðarvegi kl. 11 að morgni síðasta mið- vikudag. Er það sama saga og verið hefur, hrossin hafa slopp- ið yfir girðingar í snjónum. Vill lögregla benda vegfarendum á að hafa varann á, því hross geti sloppið úr girðingum sínum þegar tíðarfarið er eins og verið hefur undanfarnar vikur. Jafn- framt vill lögregla biðja bændur að hafa auga með hrossum sín- um. -kgk Kvenfélagið 19. júní í Borgarfirði kom færandi hendi í liðinni viku og afhenti Brákarhlíð í Borgarnesi að gjöf fjölþjálfa, æfingatæki sem nýt- ast mun íbúum. Við sama tækifæri buðu kvenfélagskonur upp á glæs- legt kökuhlaðborð og flott söng- atriði í flutningi þeirra Kristjáns Karls Hallgrímssonar og Snorra Hjálmarssonar. „Við á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð fær- um kvenfélagskonum kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf, veisluföng og skemmtun,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri. mm Færðu Brákarhlíð fjölþjálfa að gjöf Um liðna helgi voru alls sex útköll á dráttarbíl í Dölum og tengdust þau öll veðri og færð en mjög slæmt skyggni var frá föstudagskvöldi og fram á laugardag samhliða hálku. Í þremur tilfellum var um útafakst- ur að ræða sökum snjóblindu og slæmrar færðar. Ein bílvelta varð rétt við Fellsenda sem rakin er til hálku og hvassviðris. Tveir árekstr- ar urðu, annar þegar bíll lenti á brú- arhandriði í Laxárdal og hinn þegar bíll endaði á vegriði skammt frá Ár- bliki. Í báðum tilvikum runnu bif- reiðar til í snjó á vegi. Engin alvar- leg slys urðu á fólki en þrír bílanna reyndust óökufærir eftir óhöppin. sm Annasöm helgi í dráttarbílaþjónustu í Dölum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.