Skessuhorn - 13.02.2019, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 13
þess þurfti ég að þvælast út um all-
an heim, hitta yfirmenn flugmála
og ráðherra í öllum mögulegum
löndum. Ég held ég hafi komið til
92 landa í gegnum tíðina,“ segir
hann og kveðst hafa lent í alls konar
ævintýrum á þeim ferðalögum sín-
um. „Ég man eftir því að einu sinni
fluttum við tólf farma af ítölskum
marmara til Gabon. Það var þegar
Ali Bongo forseti og einræðisherra
var að byggja sér höll. Það var ótrú-
legt að koma þangað. Sagt var að
frá höllinni var búið að grafa kaf-
bátaskurð og hægt að sigla kafbát
inn í hana. Þar gat forsetinn farið
um borð og flúið með kafbátnum ef
þurfti. Ég held þeir hafi samt ekki
hugsað út í það að það væri auð-
veldlega hægt að stífla skurðinn,“
segir Einar og brosir. „Ég kom
líka til Ródesíu, sem nú heitir Sim-
babve, þegar uppreisnin stóð sem
hæst. Þá voru Ródesíubúar að basla
við að smygla kjöti, sem var helsta
útflutningsvaran þeirra, í gegn-
um Libreville í Gabon. Í Ródesíu
af öllum stöðum rakst ég á Íslend-
ing, sem hafði verið með rekstur
hér heima en lent í einhverju basli
og flúið til Afríku,“ segir hann og
brosir. „Ouagadougou, höfuðborg
Búrkína Fasó, fannst mér ákaflega
falleg borg, skemmtileg og snyrti-
leg en það var ekki alls staðar svo-
leiðis. Ég man að í Sambíu var
ástandið ömurlegt, húsakynni fólks
hrörleg, mikill óþrifnaður og allt á
niðurleið í landinu. Á öllum ferða-
lögum mínum fannst mér skína í
gegn að gömlu frönsku nýlendurn-
ar hefðu almennt verið betur í stakk
búnar að verða sjálfstæðar. Frakk-
arnir lögðu sig að minnsta kosti að-
eins fram við að byggja upp ein-
hverja innviði og styðja aðeins við
fólkið í aðdraganda sjálfstæðisins.
Það er eins og öðrum þjóðum hafi
staðið fullkomlega á sama um afdrif
gömlu nýlendanna, þær virtust ekki
hafa fengið neina aðstoð í aðdrag-
anda sjálfstæðisins,“ segir hann.
„Nýjasta ævintýrið í
fullum gangi“
„Eftir að Víetnamstríðinu lauk þá
fór ég til Víetnam um leið til að
reyna að fá yfirflugsheimild fyrir
Cargolux. Það munaði litlu að við
yrðum þeir fyrstu til að fljúga yfir
landið eftir stríðið. En við fengum
ekki heimildina, var skipað að láta
vélina bíða og vissum ekki alveg af
hverju. Það kom síðan á daginn að
Bandaríkjamenn höfðu krafist þess
að láta okkur bíða, Pan American
Airlines skyldu verða fyrsta flug-
félagið til að fljúga yfir Víetnam
eftir stríðið. Það var nú meiri pissu-
keppnin hjá Könunum,“ segir Ein-
ar og hristir hausinn. „Svo lentum
við einu sinni í því að vél frá okk-
ur var kyrrsett í Jakarta í Indónesíu
og áhöfninni haldið í stofufangelsi.
Ég flaug þangað frá Lúxemborg til
að reyna að liðka fyrir málunum en
það gekk ekkert í marga daga og
alltaf var áhöfnin bara strand uppi
á hótelherbergi. Eftir mikið japl,
jaml og fuður þá leystist málið nú.
En mér virtist sem vélin hefði bara
verið kyrrsett vegna þess að ein-
hvers staðar í kerfinu hjá þeim hafði
einhver ekki fengið brúna umslagið
sem hann taldi sig eiga að fá. Þetta
var stundum svoleiðis,“ segir Einar.
„En eftir þetta allt saman stendur
margt skemmtilegt. Það var gaman
að fá að taka þátt í þessu og einn-
ig í uppgangi Hong Kong sem iðn-
aðarsvæðis í gegnum Cargolux. Við
vorum alla tíð mjög vel liðnir þar,“
segir hann. „Þannig að ég er bú-
inn að upplifa og reyna ýmislegt í
gegnum tíðina og lenda í alls kon-
ar ævintýrum. Það var síðan algjör
kúvending að flytja heim til Íslands
og gerast hrossabóndi. Það er nýj-
asta ævintýrið og er í fullum gangi,“
segir Einar Ólafsson í Söðulsholti
að endingu. kgk
ERUM MEÐ LAUST BORÐ TIL ÚTLEIGU
Coworking Akranes er við Akratorg og því á besta stað í bænum.
Getur þú unnið þína vinnu hvar sem er eða ertu einyrki?
Komdu þá til okkar í skemmtilegt og skapandi umhverfi.
Innifalið í leigu eru afnot af fundarherbergi, kaffi,
internet og þú getur mætt hvenær sem er.
Nánari upplýsingar heidar@muninnfilm.is/s.864 5545
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
Fyrsta mót ársins í Þrekmótaröð-
inni var haldið í íþróttahúsi HK í
Digranesi laugardaginn 9. febrúar.
Á mótunum er keppt í einstaklings-,
para- og liðaflokkum og reyna mót-
in á þrek, styrk og þol. Öllum er vel-
komið að skrá sig og voru þónokkr-
ir Vestlendingar skráðir til leiks á
þessu fyrsta móti Þrekmótaraðar-
innar 2019. Í opnum flokki ein-
staklingskeppni kvenna kepptu þær
Þóra Björg Þorgeirsdóttir og Helga
Ingibjörg Guðjónsdóttir hjá Cross-
fit Ægi á Akranesi. Þóra Björk hafn-
aði í 9. sæti og Helga Ingibjörg í
11. sæti. Þóra Björk tók einnig þátt
í einstaklingskeppni kvenna 29 ára
og yngri og hafnaði í 6. sæti. Helga
Ingibjörg tók einnig þátt í einstak-
lingskeppni kvenna 30-39 ára og
hreppti bronsið. Í opnum flokki ein-
staklingskeppni karla kepptu þeir
Ingvar Svavarsson og Sævar Berg
Sigurðsson, báðir frá Crossfit Ægi.
Ingvar hafnaði í 9. sæti og Sævar
Berg í 19. sæti. Í einstaklingskeppni
karla 29 ára og yngri kepptu þeir
Sævar Berg og Axel Guðni Sigurðs-
son hjá Crossfit Ægi. Axel varð í 8.
sæti og Sævar Berg í 14. sæti. Ing-
var Svavarsson keppti einnig í ein-
staklingskeppni 30-39 ára karla og
hreppti gullið.
Í parakeppninni tóku þátt þau Axel
og Þóra Björk frá Crossfit Ægi, Jói
og Sigga frá Bootcamp Akranesi og
Peta og Sævar frá Crossfit Ægi. Axel
og Þóra Björg höfnuðu í 10. sæti, Jói
og Sigga í 13. sæti og Peta og Sæv-
ar í 17. sæti. Í parakeppni 39 ára og
eldri tóku Jói og Sigga einnig þátt
og lentu í 3. sæti. Í opnum flokki í
liðakeppni kvenna tóku fjögur lið af
Vesturlandi þátt, Ægisdætur sem all-
ar komu frá Crossfit Ægi lentu í 20.
sæti, Queens sem komu frá Cross-
fit Grundarfirði og Crossfit Ægi
lentu í 29. sæti, Júllurnar að Vestan
sem komu frá Átaki í Stykkishólmi
lentu í 34. sæti og BC Skagaskvísur
sem allar komu frá Bootcamp Akra-
nesi lentu í 36. sæti. Í opnum flokki
í liðakeppni karla tóku þrjú lið af
Vesturlandi þátt. Ónýt hné, sem allir
koma frá Átaki í Stykkishólmi, lentu
í 8. sæti, Litlu ljótu andarungarnir
sem einnig komu frá Átaki í Stykk-
ishólmi urðu í 12. sæti og Skagastál
Bootcamp frá Bootcamp Akranesi
urðu í 14. sæti.
arg
Vestlendingar á Þrekmótaröðinni
um helgina
Þessar stelpur kepptu saman á Þrekmótaröðinni um síðustu helgi. F.v. Elva Björk
Jónsdóttir Grundarfirði, Björg Hermannsdóttir Grundarfirði, Erika Rún Heiðars-
dóttir Ólafsvík og Inga Rós Jónsdóttir Borgarnesi. Ljósm. Björg Ágústsdóttir.
Vinna í fullum gangi í reiðhöllinni í Söðulsholti. Um þessar mundir
Einn bústaðanna fjögurra í Söðulsholti. Gistingu var bætt við reksturinn fyrir
fjórum árum síðan.
Inni í einum af bústöðunum fjórum á bænum.