Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Síða 14

Skessuhorn - 13.02.2019, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 201914 „Það er margt sem segir mér að sveit- arfélög og ríkisvaldið verði að stór- auka framlög til eldvarna í landinu,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkvilði Borg- arbyggðar í samtali við Skessuhorn. „Og það snertir ýmis svið í starfi okkar slökkviliðsmanna. Í fyrsta lagi vil ég nefna að á liðnum árum hafa verið byggð stærri hús og flókn- ari, jafnt fjölbýlishús og atvinnuhús- næði, og þessi hús kalla á að búnað- ur slökkviliða taki mið af því að ráða við aðstæður ef eldur kemur upp. Hitt atriðið sem ég vil nefna sérstak- lega er að hlýnandi veðurfar og auk- inn gróður samhliða minnkandi bú- fjárbeit hefur leitt til þess að marg- falt meiri hætta er á illviðráðanleg- um gróðureldum sem þrautin þyngri gæti reynst að eiga við. Því höf- um við í Slökkviliði Borgarbyggð- ar kynnst ágætlega í áranna rás, til dæmis í Mýraeldunum 2006 og fleiri brunum eftir það. Þá eru heilu sum- arhúsahverfin að hverfa í skógi, í bókstaflegri merkingu. Þar er eld- hætta gríðarleg og ekki við neitt ráð- ið ef eldur brýst út við óhagstæð skil- yrði.“ Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Bjarna á slökkvistöðinni í Borgarnesi í síðustu viku, en auk þess var farin ökuferð í sumarhúsa- byggðina við norðanvert Skorradals- vatn og aðstæður þar skoðaðar með tilliti til aðgengismála og hættu á víðtækum eldum. Það svæði er eitt af þeim sem slökkviliðsmenn hafa þungar áhyggjur af ef eldur nær að brjótast út t.d. í hvassviðri og þurrk- um. „Þá getur illa farið og aðstæð- ur orðið þannig að nær ómögulegt verður að hefta útbreiðslu elds. Slíkt mun að óbreyttu gerast, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær,“ segir Bjarni. Stór málaflokkur Í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar eru um 43 milljónir króna á fjárhags- áætlun varið til reksturs slökkviliðs- ins sem hefur starfsstöðvar á nokkr- um stöðum í sveitarfélaginu en höf- uðstöðvar í Borgarnesi. Bjarni seg- ir að þessi fjárveiting sé veruleg innspýting frá því sem var og hægt verði að huga frekar að reglubund- inni endurnýjun og kaupum á fatn- aði, smærri áhöldum og smærra viðhaldi áhalda og tækjaflotans, en ekki til fjárfestinga og endurnýjunar stærri tækja. Því þurfi að fá sérstaka fjárveitingu til slíkra verkefna hverju sinni. Hann bendir á að sér fyndist eðlilegt að ríkið kæmi að uppbygg- ingu slökkviliða með sértækum hætti því víða eru sveitarfélög ekki í stakk búin til þess. „Gróðureldar eru nátt- úruvá ef þeir ná sér á strik og þá get- ur mikið verið undir. Það er því varla hægt að ætlast til þess að landstór, en fámenn sveitarfélög, standi straum af þeim kostnaði sem af því hlýst,“ seg- ir hann. Körfubíll næsta stóra fjárfesting Slökkvilið Borgarbyggðar hefur nú fengið heimild byggðarráðs Borg- arbyggðar til að leita að notuðum körfubíl til kaups fyrir slökkviliðið. „Við þurfum að getað komist með stiga eða körfu upp á efstu hæð í íbúðarhúsum og í háreistu atrvinnu- húsnæðin sömuleiðis. Til dæmis eru tæpir þrjátíu metrar upp á efstu hæð í nýjasta fjölbýlishúsinu hér í Borg- arnesi og við eigum ekki búnað til þess,“ segir Bjarni. Aðspurður seg- ir hann lítið til af notuðum körfubíl- um á markaði, en leitað hefur verið m.a. í Þýskalandi og á Norðurlönd- unum. „Við erum reyndar komin með augastað á einum notuðum bíl í Svíþjóð og bindum vonir við að geta fest okkur hann. Það kemur í ljós innan tíðar.“ One-Seven búnaður Þá segir Bjarni að annað viðbragðs- tæki vanti í flota slökkviliðsins mið- að við aðstæður í Borgarbyggð. „Slökkvilið víða um land hafa í notk- un vel búna bíla sem búnir eru svo- kölluðum One-Seven búnaði. Þeir geta flutt talvert af vatni en auk þess er hægt að blanda saman við vatn- ið efni sem býr til froðu og sjöfaldar þannig virkni vatnsins. Sá búnaður er gjarnan nefndur One-Seven og er samspil froðu-vatns og lofts. „Slíkan búnað hafa nokkur slökkvilið hér í kringum okkur, meðal annars í Döl- um og á Akranesi. Búnaður þeirra hefur margsannað gildi sitt. Lipur bíll af því tagi myndi gagnast okkur mjög vel til dæmis í að vera fyrsti bíll á vettvang og komist mun betur en stóru bílarnir okkar um þrönga og erfiða vegi eða troðninga sem víða liggja að sumarhúsum. Allt ofan frá Húsafelli, suður í Skorradal og vest- ur á Mýrar eru vel á annað þúsund sumarhús og að þeim þurfum við að geta komist hratt og greiðlega.“ Bjarni bætir við að næst sé að bæta körfubíl í flotann en vonast til þess að hægt verði að fá fjárveitingu til að kaupa One-Seven bíl áður en langt um líður, helst innan fimm ára. „Þá má geta þess að Brunavarir Suður- nesja eru að fá í flota sinn nýjan dælu- bíl sem búinn er One-Seven búnaði og einnig er Slökkvilið höfuðborgar- svæðis að fá fjóra nýja dælubíla sem allir verða búnir One-Seven froðu- búnaði.“ Bjarni segir að nýjasti bíllinn í flota Slökkviliðs Borgarbyggðar sé talsvert öflugur Renault vatns- flutninga- og dælubíll. „Hann hefur reynst prýðilega, en er orðinn tólf ára. Í flota slökkviliðsins eru vissu- lega margir mun eldri bílar sem við reynum að halda eins vel við og kost- ur er. Nýtni er vissulega dyggð, en þó hefur hún ákveðin takmörk því slökkvilið eins og okkar verða að búa yfir góðum tækjum og öruggum bíl- um enda erum við að tala um mjög landstórt sveitarfélag með fjölbreytta flóru atvinnu- og íbúðarhúsnæðis, sumarhúsin, lögbýli svo ég tali nú ekki um fjölda útkalla sem tengjast umferðinni,“ segir Bjarni. Hlýnun veðurs og færra búfé En víkjum að sumarhúsahverfunum og almennt aukinni hættu á gróður- eldum. Nýverið vakti Trausti Jóns- son veðurfræðingur máls á því í við- tali í Morgunblaðinu að það væri aðeins tímaspursmál hvenær mjög slæmir gróðureldar gætu brjotist út í þéttgrónum sumarhúsabyggðum hér á landi. Hnattræn hlýnun veldur því og almennt minni snjór á veturna sem tryggir dreifingu raka um jarð- veginn. „Það er gott að fræðimenn eins og Trausti benda á þetta, því á þá er hlustað. Við höfum verið að upplifa hlýnandi veðráttu sem kem- ur sér afskaplega vel fyrir gróðurinn sem þéttist og stækkar á undraverð- um hraða. Þá hefur búfénaði fækkað mikið en bæði kýr, kindur og hross bíta gras, en eru nú vart sjáanleg lengur í heilu sveitunum. Þétt ofan í timburveggi sumarhúsanna er því kominn gróður og ég held að marg- ir eigendur sumarhúsa geri sér enga grein fyrir hættunni sem af því hlýst að halda þessum gróðri ekki í skefj- un. Þá eru vegir að sumarhúsalönd- um einnig víða bágbornir og auk þess komnir á kaf í trjágróður og hefta vegirnir sem slíkir því ekki út- breiðslu elda ef þeir blossa upp.“ Skógareldar víða um heim Bjarni segir að slökkvilið séu almennt illa búin að takast á við stóra elda sem vissulega geta blossað upp. „Það þarf að verða hugarfarsbreyting varðandi búnað slökkviliða og einnig varðandi fræðslu bæði til fagaðila og almenn- ings. En fyrst og fremst þurfa land- eigendur, skipulagsyfirvöld, stofnan- ir ríkisins og aðrir að taka þessa vá með í reikninginn. Til dæmis strax þegar sumarhúsalönd eru deili- skipulögð. Það þarf að setja miklu strangari reglur um hvar má planta gróðri, strangar reglur um aðgengi að vatni og fleira í þeim dúr. Gróð- ureldar flokkast nefnilega ekki und- ir neitt annað en almannavarnaást- and ef þeir breiðast út.“ Bjarni nefn- Eldvarnir og búnaðarmál slökkviliða þurfa að fá aukið vægi í rekstri hins opinbera Segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar. Slökkvilið þurfa að búa yfir öruggum búnaði sem kemst upp á efstu hæðir fjölbýlishúsa.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.