Skessuhorn - 13.02.2019, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 201922
Knattspyrnukonan
Bryndís Rún Þór-
ólfsdóttir hefur
framlengt samn-
ing sinn við Knatt-
spyrnufélag ÍA.
Skrifaði hún undir
tveggja ára samn-
ing.
Bryndís er fædd
árið 1997 og leikur
á miðju vallarins.
Hún hefur verið
ein af lykilleikmönnum í liði Skagakvenna
undanfarin ár. Bryndís á að baki 76 leiki fyr-
ir meistaraflokk ÍA og í þeim leikjum hefur
hún skorað sex mörk. Þar að auki hefur hún
leikið við góðan orðstír með University of
the Pacific í bandaríska háskólaboltanum
undanfarin tvö ár. Var hún m.a. valin í úr-
valslið nýliða í Vesturdeild NCAA keppninn-
ar eftir sitt fyrsta tímabil. kgk
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvað óttast þú mest?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir
Að missa fjölskylduna.
Jóhann Sigurðsson
Að deyja.
Erla Rún Rúnarsdóttir
Að eitthvað komi fyrir börnin
mín.
Anna María Þórðardóttir
Að drukkna.
Eva Ósk Gísladóttir
Köngulær.
Valdís Þóra Jóns-
dóttir komst ekki
í gegnum niður-
skurðinn á ISPS
Handa Vic Open
mótinu sem
haldið var í Ástralíu í síðustu viku, en mótið
er hluti af LPGA mótaröðinni.
Valdís lék fyrsta hring mótsins á pari og ann-
ar hringurinn var leikinn aðfararnótt föstu-
dags. Í honum byrjaði Valdís ekki vel, fékk
skramba strax í upphafi. Henni tókst að koma
sér aftur niður á parið eftir tíu holur en tap-
aði tveimur höggum á næstu tveimur. Hún
fékk síðan fugl á 16. holu og þurfti annan
fugl til að tryggja sig áfram á mótinu. Fugl-
inn kom hins vegar ekki. Valdís fékk skolla á
17. holu og þar með ljóst að hún kæmist ekki
í gegnum niðurskurðinn. Hringnum lauk Val-
dís á 75 höggum og endaði mótið á tveimur
höggum yfir pari. Varð hún jöfn í 88. sæti.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Valdís Þóra spilaði í
LPGA mótaröðinni
Bryndís Rún
Þórólfsdóttir í leik
með ÍA.
Ljósm. úr safni/
gbh.
Bryndís Rún
framlengir við ÍA
K n at t s py r n u m a ð u r -
inn Vignir Snær Stef-
ánsson skrifaði á dög-
unum undir tveggja
ára samning við Víking
Ólafsvík. Samhliða sam-
komulaginu er að hann
verður lánaður út fyrra
ár samningstímans til
Stord í Noregi. Vignir
Snær er fæddur 1996,
uppalinn í Víking Ólafs-
vík, og gegndi lykilhlutverki hjá liðinu sum-
arið 2018, lék 24 leiki í Innkasso deildinni
og bikarnum og skoraði tvö mörk. Hann var
valinn bæði knattspyrnumaður og íþrótta-
maður HSH árið 2018. Vignir Snær hélt utan
um liðna helgi en þjálfari Stord sem leikur
í norsku D-deildinni er Jón Páll Pálmason,
fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Fylkis og kar-
laliðs Hattar. þa
Vignir Snær á láns-
samning til Stord
Meistaramót Íslands í
frjálsum íþróttum 11-14
ára fór fram í Laugardals-
höll um helgina. Þar voru
341 keppandi skráður til
leiks frá 15 félögum og
héraðssamböndum. Þar af voru tveir kepp-
endur frá Ungmennasambandi Dalamanna og
Norður-Breiðfirðinga, þær Katrín Einarsdóttir og
Jóhanna Vígdís Pálmadóttir, og fjórir keppend-
ur frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar, þau
Guðmundur Bragi Borgarsson, Ólafur Auðunn
Sigvaldason, Ingibjörg Þórðardóttir og Unnur
Björg Ómarsdóttir. Öll stóðu þau sig með prýði
en Katrín Einarsdóttir var sú eina sem komst á
verðlaunapall þegar hún hafnaði í öðru sæti í
hástökki. arg/ Ljósm. Svala Svavarsdóttir.
Varð í öðru sæti í
hástökki
Á ársþingi KSÍ um liðna
helgi hlaut ÍA Dómaraverð-
laun KSÍ fyrir árið 2018 fyr-
ir öflugt dómarafélag sem
starfar innan ÍA, Knatt-
spyrnudómarafélag Akra-
ness. „ÍA og KDA gera ár-
lega með sér samning um að
KDA sjái um dómgæslu frá
4. flokki og uppúr. Samstarf-
ið hefur verið ákaflega far-
sælt og átt mikinn þátt í því
að styrkja öflugt starf sem
unnið er í knattspyrnumál-
um á Akranesi,“ segir í um-
sögn KSÍ um verðlaunin.
arg
ÍA hlaut Dómaraverðlaun KSÍ
ÍA hlaut Dómaraverðlaun KSÍ.
Alþjóðleg þríþrautarkeppni verð-
ur haldin á Snæfellsnesi laugardag-
inn 27. júlí næstkomandi. Greint er
frá þessu á heimasíðu Snæfellsbæj-
ar. Keppnisfyrirkomulag mótsins
er heill járnkarl. Vegalengdir eru
3.862 m sund, 195 km hjólreiðar
og 43,5 km hlaup. Keppt er í þess-
ari röð í einni beit. Járnkarl er al-
mennt talinn vera einhver erfiðasta
keppni íþróttaheimsins sem keppt
er í á einum degi.
Keppnin hefst kl. 04 að morgni
laugardagsins við Eiði í Kolgrafa-
firði á tæplega fjögurra kílómetra
sjósundi. Að sundi loknu hjóla
keppendur 195 km leið frá Kolg-
rafafirði, í gegnum Snæfellsbæ,
út fyrir Jökul og yfir Vatnaleið og
enda síðan í Ólafsvík. Að lokum
verður hlaupið yfir Jökulhálsinn;
frá Ólafsvík að Arnarstapa og aftur
til baka. Bækistöðvar mótsins verða
í Ólafsvík.
Gert er ráð fyrir að allt að 250
keppendur geti tekið þátt, en ekki
er útséð með heildarfjölda kepp-
enda á þessum tímapunkti. „Þó er
ljóst að fjölmargir þaulvanir kepp-
endur frá öllum heimshornum
verði meðal keppenda þar sem
skráning fór vel af stað í desember
síðastliðnum,“ segir í fréttinni. Þá
segir enn fremur að búast megi við
að flestum keppendum fylgi nokkur
hópur sem muni dvelja á Snæfells-
nesinu á meðan keppni stendur.
„Er svona alþjóðlegt mót því góð
viðbót í fjölbreytileikann í ferða-
þjónustu hér á Snæfellsnesi,“ segir
á heimasíðu Snæfellsbæjar.
Extreme Endurance Events frá
Bandaríkjunum eru mótshald-
arar keppninnar. Aðrar keppnir á
vegum þeirra eru haldnar árlega í
Alaska og á Havaí. „Þess má geta
að þeir leituðu sérstaklega eftir því
að mótið yrði haldið hér á Snæfells-
nesi og skyldi engan undra. Þeim
innan handar eru íslenskir aðilar
sem staðið hafa að þríþrautarmót-
um hér á landi og því vanir einstak-
lingar sem koma að skipulagningu
mótsins.“
kgk
Keppt í járnkarli á Snæfellsnesi í sumar
Mynd af hlaupaleið keppninnar. Hlaupið verður yfir Jökulhálsinn frá Ólafsvík að
Arnarstapa og aftur til baka. Ljósm. Extreme Endurance Events/ Aaron Palaian.
Karlalið Snæfells reið ekki feitum
hesti frá viðureign sinni við Hött,
þegar liðin mættust í Stykkishólmi
á föstudagskvöldið í 1. deildinni.
Leikurinn var alger einstefna frá
fyrstu mínútu og endaði með risa-
sigri gestanna frá Egilsstöðum,
36-122.
Mikil kraftur var í liði Hattar í
fyrsta leikhluta, þar sem þeir skor-
uðu 35 stig gegn tíu stigum Snæ-
fellinga. Annar leikhluti var nán-
ast alveg eins og sá fyrsti, gestirn-
ir skoruðu nánast að vild en hvorki
gekk né rak hjá heimamönnum.
Staðan í hléinu var 18-66.
Snæfellingar skoruðu aðeins
fimm stig allan þriðja leikhluta
gegn 37 stigum gestanna. Hattar-
menn slökuðu aðeins á í lokafjórð-
ungnum, þar sem þeir skoruðu
19 stig gegn 13 stigum Hólmara.
Lokatölur urðu 36-122, Hetti í vil.
Það var fátt um fína drætti á stiga-
töflunni í liði Snæfells. Ísak Örn
Baldursson skoraði sjö stig Dawid
Einar Karlsson skoraði sjö stig og
tók fimm fráköst. Aron Ingi Hin-
riksson var með sex stig og Darrel
Flake sex stig og sjö fráköst.
Charles Clark var atkvæðamest-
ur í liði Hattar með 30 stig og sex
fráköst. Andrée Farse Michelsson
skoraði 21 stig, André Hughes var
með 20 stig og 13 fráköst, Eysteinn
Bjarni Ævarsson skoraði 15 stig og
Dino Supcic var með 14 stig.
Snæfellingar hafa tvö stig eftir 16
leiki í botnsæti deildarinnar. Næst
leika þeir mánudaginn 18. febrúar,
þegar þeir heimsækja Fjölni.
kgk
Snæfellingar rótburstaðir
Það hvorki gekk né rak hjá Snæfelli gegn Hetti á föstudagskvöld. Ljósm. sá.