Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Page 1

Skessuhorn - 12.06.2019, Page 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 24. tbl. 22. árg. 12. júní 2019 - kr. 750 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar mest á Vesturlandi frá yf- irstandandi ári, eða um 10,2%. Næst mest hækkar matið á Suð- urnesjum, eða um 9,8% og þá um 8% á Suðurlandi. Heildarhækkun fasteignamats á landinu öllu nem- ur 6,1%. Þetta kemur fram í nýju fasteignamati fyrir árið 2020 sem Þjóðskrá Íslands kynnti á miðviku- dag. Fasteignamat íbúða á landinu öllu hækkar um 6% milli ára. Þar af hækkar sérbýli um 6,6% en fjöl- býli um 5,3%. Hækkunin er meiri á landsbyggðinni en í höfuðborg- inni, eða 9,1% samanborið við 5%. Fasteignamat atvinnuhúsnæð- is hækkar um 6,9% á landsvísu; um 5,9% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,3% á landsbyggðinni. Fasteigna- mat sumarhúsa er nær óbreytt milli ára, hækkar um 0,7% frá yfirstand- andi ári. Hækkar mest á Akranesi Sé litið til einstakra sveitarfélaga á Vesturlandi má sjá að heildarfast- eignamat hækkar alls staðar nema í Skorradal, þar sem það lækkar um hálft prósent. Mest er hækkun- in á Akranesi, eða 19,1% og er það mesta hækkun á landsvísu. Matið hækkaði um 8,3% í Hvalfjarðar- sveit, 7,5% í Stykkishólmi, 6,1% í Helgafellssveit, 5,6% í Borgar- byggð, 5,2% í Dalabyggð, 3,4% í Grundarfirði, 2,7% í Snæfellsbæ og um 2,3% í Eyja- og Miklaholts- hreppi. Fasteignamatið byggir á upplýs- ingum úr þinglýstum kaupsamning- um, auk fleiri þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýtt mat miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2019. Það tekur gildi 31. desember 2019 og gildir fyrir árið 2020. Ætla að lækka fasteignaskatta Sem fyrr segir hækkar heildarfast- eignamat hvergi meira en á Akranesi, eða um 19,1%. Þar hækkar fasteigna- mat íbúða um 21,8%, sem er jafn- framt mesta hækkun á landinu öllu. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi, segir að Akraneskaupstað- ur muni lækka álagningaprósentu fasteignaskatta til að tryggja að stað- ið verði við yfirlýsingu sem gefin var út við gerð lífskjarasamninganna svokölluðu. Þar var kveðið á um að gjöld íbúa verði ekki hækkuð meira en sem nemur 2,5 prósentum. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tvö ár en á þeim tíma hafa bæjarstjórnir Akra- neskaupstaðar lækkað álagsprósentu heimila um 20,66% og fyrirtækja um 4,21% samhliða hækkandi fasteigna- mati. Við lofum að það verður fram- hald á þessu um næstu áramót. End- anleg útfærsla mun liggja fyrir í des- ember þegar fjárhagsáætlun ársins 2020 verður samþykkt,“ segir Sævar í samtali við Skessuhorn. „Bæjarfélag í sókn“ Sævar segir mikla ásókn í lóðir og fasteignir á Akranesi eina af helstu skýringum þess að fasteignamat Þjóðskrár hefur hækkað jafn mikið og raun ber vitni. „Við erum bæjar- félag í sókn og þess vegna er mikil- vægt að við sjáum að þeir sem ákveða að byggja fái eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir eignir sínar. Á sama tíma erum við engu að síður með 20-40% lægra verð á íbúðum hér á Akranesi en í höfuðborginni. Fyrir 100 fer- metra íbúð kemur það um það bil þannig út að fólk borgar 70 þúsund krónum minna í afborganir af lánum á Akranesi af slíkri íbúð en í sambæri- legu húsnæði í höfuðborginni,“ segir hann. Bæjarstjórinn segir enn fremur að gatnagerðargjöld séu ein af stærri skýringum þess að verð á íbúðum á Akranesi sé á bilinu 20-40% lægra en á höfuðborgarsvæðinu. „Við lítum ekki á gatnagerðargjöld sem hagnað- armyndun hjá kaupstaðnum heldur erum við að selja þau undir kostnað- arverði eins og staðan er í dag. Stefn- an er að í framtíðinni verði gatna- gerðargjöld í takt við kostnað kaup- staðarins af gatnagerð en ekki til hagnaðarmyndunar, en því er öfugt farið í höfuðborginni,“ segir Sævar Freyr Þráinsson. kgk Nýr Bárður SH var sjósettur síð- astliðinn fimmtudag hjá Bredga- ard Bådeværft í Rødbyhavn í Dan- mörku. Báturinn er 26,9 metra lang- ur og sjö metra breiður með 2,5 djúpristu. Stærð hans gerir hann því að stærsta trefjaplastbáti sem smíð- aður hefur verið fyrir íslenska út- gerð, að sögn Péturs Péturssonar, útgerðarmanns í Snæfellsbæ. Nýr Bárður er væntanlegur til landsins fyrir lok júlí. Sjá nánar bls. 19 Stærsti trefjaplast báturinn Fasteignamat hækkar mest á Vesturlandi Hvergi er meiri hækkun fasteignamats en á Akranesi. Hér er Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri og hluti nýbygginga í baksýn. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.