Skessuhorn - 12.06.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 20192
Vestlendingar hafa getað notið
sólarinnar undanfarið og ekkert
útlit er fyrir að breyting verði þar
á. Því er ástæða til að minna á sól-
arvörnina, því eins kærkomin og
yndisleg og hún er þá getur sólin
líka verið varasöm.
Spáð er 23 stiga hita um landið
vestanvert á morgun, fimmtudag.
Útlit er fyrir að hitinn verði allt
að 20 stig víða á landinu næstu
daga og fram yfir helgi. Hægum
vindi er spáð víðast hvar á land-
inu á sama tíma. Fyrir norðan og
austan má búast við smá vætu á
morgun og þá rignir á Austur- og
Suðausturlandi á laugardaginn.
Að öðrum kosti er engin úrkoma
í kortunum.
„Ætlar þú að ferðast um Vestur-
land í sumarfríinu?“ var spurt á
vef Skessuhorns í síðustu viku. „Já,
eitthvað“ segja flestir, eða 51%.
„Já, töluvert mikið“ segja næst-
flestir, eða 19%. „Hef ekki ákveð-
ið mig“ sögðu 10% og jafn marg-
ir sögðust síður eiga von á því. Að
lokum eru 9% sem segjast ekki fá
neitt sumarfrí.
Í næstu viku er spurt:
Hversu sterka sólarvörn notarðu?
Hjónin Sigurbjörg Helgadóttir og
Óskar Þór Óskarsson á Tröðum á
Mýrum verja þessa dagana öll-
um stundum, nótt sem degi, í að
verja æðarvarp sitt fyrir varginum
sem sækir í varpið. Fyrir eljusemi
og staðfestu eru þau Vestlend-
ingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Tvær bílveltur
VESTURLAND: Bílvelta varð á
Leirársveitarvegi síðdegis þriðju-
daginn 4. júní. Ökumaður missti
stjórn á bílnum sínum með þeim
afleiðingum að hann hafnaði utan
vegar og á hliðinni og nánast úti í
skurði. Ökumaðurinn hafði komist
út úr bílnum af sjálfsdáðum þeg-
ar lögregla kom á vettvang. Hann
kenndi sér eymsla í hálsi og baki
og var fluttur á HVE á Akranesi til
aðhlynningar. Bíll valt á útnesvegi
við Vatnshóla á föstudagskvöld.
Ökumaður lenti í lausamöl í ve-
göxl, missti stjórn á bílnum, hafn-
aði utan vegar þar sem hann fór
nokkrar veltur og endaði á toppn-
um. Ökumaður og farþegi voru
skoðaðir af lækni í sjúkrabifreið
sem kölluð var á vettvang. Þeir
voru með skrámur og laskaðir en
annars ómeiddir og fengu að fara
heim að skoðun lokinni. -kgk
Slasaðist á göngu
SNÆFELLSBÆR: Laust eftir
hádegi á fimmtudag voru björg-
unarsveitarmenn á Snæfellsnesi
kallaðir út til aðstoðar sjúkraflutn-
ingamönnum vegna manns sem
slasaðist á göngu að Lóndröng-
um við Malarrif. Koma þurfti hin-
um slasaða um tveggja kílómetra
leið að sjúkrabíl. Sexhjól var notað
til að flytja hinn slasaða að sjúkra-
bílnum og honum síðan komið
undir læknishendur. útkallið stóð
yfir þar til um fjögurleytið. -kgk
Datt í Baldri
BREIÐAFJ: Erlend kona á sex-
tugsaldri varð fyrir því óláni að
hrasa þegar hún var að ganga upp
stiga í ferjunni Baldri á mánu-
daginn. Hún rann til í stigan-
um, féll og gat ekki staðið upp
aftur. Hún hafði dottið daginn
áður í Reykjavík, farið á bráða-
móttöku en verið send þaðan aft-
ur. Eftir að konan hrasaði í Baldri
var farið með hana á sjúkrahúsið
á Akranesi og þar kom á daginn
að hún var mjaðmarbrotinn. Tal-
ið er að hún hafi jafnvel brotnað
þegar hún hrasaði í Reykjavík og
það hafi ekki komið í ljós fyrr en
þarna, að sögn lögreglu. -kgk
Veiði hefst á
laugardaginn
ARNARV.H: Opnað verður fyrir
sölu veiðileyfa á Arnarvatnsheiði
næstkomandi laugardag, 15. júní,
venju samkvæmt. Að sögn Snorra
jóhannessonar veiðivarðar er
heiðin óvenjuþurr miðað við árs-
tíma og þar á meðal lág vatns-
staða í Norðlingafljóti. Veiðileyfi
er hægt að nálgast í Veitinga-
staðnum við Hraunfossa. -mm
Taldi bílnum hafa
verið stolið
STYKKISH: Maður hafði sam-
band við Lögregluna á Vestur-
landi á þriðjudaginn í síðustu
viku og tilkynnti um nytjastuld
á bifreið sinni. Hann hafði sent
bíl sinn yfir Breiðafjörð með ferj-
unni Baldri. Þegar hann síðan
kom og sótti bifreiðina taldi hann
að fleiri kílómetrar væru á mæl-
inum en þegar hann skildi við
hann og minna eldsneyti á tankn-
um. Hafði hann því samband við
lögreglu. Myndbandsupptökur
frá hafnarsvæðinu í Stykkishólmi
voru kannaðar. Þar sést hvar bíln-
um er ekið úr bátnum og lagt í
stæði. Hann sást hins vegar ekki
hreyfast þar til eigandinn kom og
sótti hann. -kgk
Skóla- og frístundasvið Akranes-
kaupstaðar leggur til að byggður
verði nýr leikskóli á Akranesi. Til-
laga ráðsins byggir á niðurstöð-
um starfshóps um framtíðarþörf á
leikskólaplássi á Akranesi. Skýrsla
starfshópsins var lögð fram á fundi
skóla- og frístundaráðs þriðjudag-
inn 4. júní. Ráðið leggur einnig til
að skoðað verði hvernig bæta megi
starfsaðstæður barna og starfsfólk
í eldri leikskólabyggingum. „Með
því að ráðast í byggingu á nýjum
leikskóla næst að mæta ákalli eft-
ir meiri þjónustu leikskólastigsins,
íbúaþróun og nýjum hugmynd-
um um gæði húsnæðis. Þessi hug-
mynd gerir ráð fyrir því að leikskól-
inn Garðasel flytjist í nýtt húsnæði
sem skapar hagræði í stjórnun og
rekstri og mætir að einhverju leyti
húsnæðisþörf Grundaskóla,“ segir í
fundargerð.
Sviðsstjóra var falið að koma með
útfærðar tillögur um málið sem
innlegg í fjárhagsáætlanagerð ársins
2020. Sviðsstjóra var einnig falið að
meta áætlaða þörf á leikskólaplássi
næstu fimm árin, byggt á þeim up-
plýsingum sem fram koma í skýrslu
starfshópsins. jafnframt að afla up-
plýsinga um búsetudreifingu bar-
na á leikskólaaldri og spá fyrir um
þróun hennar.
kgk
„Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna hefur þung-
ar áhyggjur af ástandi sjúkrabi-
freða, sem heilt yfir landið fer nú
versnandi. Ástandið er alvarlegt
Nemendur og starfsfólk leikskólans Vallarsels í skrúðgöngu á 40 ára afmæli
skólans núna í vor. Vallarsel er einn fjögurra leikskóla á Akranesi. Myndin tengist
efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni.
Leggja til að nýr leikskóli
verði byggður á Akranesi
„Stefnir í algjört óefni“
LSS segir ástand sjúkrabílaflotans óviðunandi
og er það óásættanlegt með öllu
að ekki sé enn búið að tryggja fjár-
mögnun til endurnýjunar.“ Þannig
hefst bréf sem LSS sendi Svandísi
Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
síðastliðinn miðvikudag. „Sjúkra-
bifreiðar eru mikilvæg flutnings-
tæki og er þeim ætlað að vera
ekið forgangsakstri þar sem líf og
heilsa liggja við. Forgangsakstur
er hættulegur og afar mikilvægt er
að sjúkrabílar séu í góðu ástandi til
þess að auka ekki á hættuna á alvar-
legum slysum í umferðinni. For-
gangsakstur eykur álag á ökutæk-
in og eykur þar með á slit þeirra.
Regluleg endurnýjun er lykilat-
riði,“ segir í bréfi LSS.
Landssambandið telur öryggi
sjúkraflutningamanna og skjól-
stæðinga þeirra ógnað vegna
ástands sjúkrabílaflota, en engin
endurnýjun hefur átt sér stað síðan
2015. Í ályktun LSS segir að ástand
ökutækja sé víða orðið þannig að
ekki sé sjálfgefið að mæta megi
með viðunandi öryggi þeim kröf-
um sem gerðar eru um viðbragðs-
tíma. Tíðni bilana aukist og þar
með hættan á því að sjúkrabifreið
komist ekki á vettvang til að sinna
bráðveikum og slösuðum. Sam-
bandið skorar því á ábyrgðaraðila
að tryggja lausn á málinu án taf-
ar. „Samkvæmt útgefnum viðmið-
um er nú þegar orðin þörf á end-
urnýjun rúmlega helmings allra
sjúkrabifreiða í landinu. útboði
nýrra sjúkrabifreiða hefur nú verið
frestað samtals 11 mánuði og ekki
er enn búið að tryggja fjármögnun
þess,“ segir í bréfinu. „Það stefnir
í algjört óefni, enda tekur um 10
mánuði frá því gengið er frá samn-
ingum á grundvelli útboðs þar til
fyrstu bifreiðar eru afgreiddar.“
kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk.
„Vegna langvarandi þurrka á Vest-
urlandi hefur ríkislögreglustjóri,
í samráði við lögreglustjórann á
Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi al-
mannavarna vegna hættu á gróð-
ureldum,“ segir í tilkynningu frá
almannavarnanefnd ríkislögreglu-
stjóra sem send var í gær stjórn-
endum sveitarfélaganna í lands-
hlutanum og viðbragðsaðilum.
„Almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra, almannavarnir í hér-
aði, ásamt viðbragðsaðilum, hafa
áhyggjur af hættu á gróðureldum
á Vesturlandi, sérstaklega í Skorra-
dal. Því er talið rétt að lýsa yfir
óvissustigi til samræmis við vinnu
og viðbrögð þessara aðila.“
Að lýsa yfir óvissustigi er hluti
af verkferlum í skipulagi almanna-
varna, til að tryggja formleg sam-
skipti og upplýsingagjöf milli við-
bragðsaðila. „Óvissustig á við þeg-
ar grunur vaknar um að eitthvað sé
að gerast af náttúru- eða manna-
völdum sem á síðari stigum gæti
leitt til þess að heilsu og öryggi
fólks, umhverfis eða byggðar sé
ógnað.“
Í tilkynningunni kemur einnig
fram að Veðurstofa Íslands spáir
ekki úrkomu á svæðinu næstu vik-
una. Þvert á móti er spáð áfram-
haldandi hlýindum. „Fólk og land-
eigendur eru beðnir um að sýna
aðgát í meðferð opins elds og eld-
unartækja þar sem mikill gróður
er.“ kgk
Óvissustig vegna hættu á
gróðureldum á Vesturlandi
Slökkviliðsbíll í Skorradal. Ljósm. úr safni/ PD.