Skessuhorn - 12.06.2019, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 20196
Hraðavakt í
íbúðahverfum
AKRANES: Í kjölfar ábend-
inga frá íbúum hefur lögregla
aukið vöktun á umferð með
myndavélabílnum í íbúða-
hverfum þar sem hámarks-
hraði er 30 km/klst. Lög-
reglumenn vöktuðu Ketils-
flöt við Beykiskóga á Akra-
nesi milli kl. 16 og 17 á föstu-
dag. Alls fóru 106 ökutæki
um götuna þessa klukku-
stund. Meðalhraði allra öku-
tækja var 33 km/klst. en 70%
óku yfir leyfilegum hámarks-
hraða. Alls voru 20 kærð-
ir, eða 19% og meðalhraði
kærðra var 43 km/klst. Sá
sem hraðast ók var á 47 km/
klst. Sama dag milli 17 og
18 vöktuðu lögreglumenn
svæðið við íþróttahúsið við
Vesturgötu á Akranesi, þar
sem hámarkshraði er einnig
30 km/klst. Á þessari klukku-
stund fóru 30 bílar um svæð-
ið og 73% þeirra var ekið of
hratt. Sex hraðakstursbrot
voru kærð, sá sem ók hraðast
var á 50 km/klst. -kgk
Sprungið dekk í
göngunum
HVALFJ: Eldri ökumaður,
87 ára gamall, lenti í vandræð-
um þegar dekk sprakk und-
ir bifreið hans í Hvalfjarðar-
göngum á fimmtudaginn var.
Lögregla mætti á vettvang
og aðstoðaði manninn við
að skipta um dekk. Hann gat
síðan haldið för sinni áfram
og ætlaði að aka beint á hjól-
barðaverkstæði og láta athuga
með dekkið. Vörubifreið stað-
næmdist í Hvalfjarðargöngum
aðfararnótt þriðjudags þegar
loftslanga fór í sundur. Bilun-
in varð á þeim kafla þar sem
vegurinn er tvöfaldur þann-
ig að umferð komst framhjá.
Manninum var veitt aðstoð
á meðan gert var við bílinn.
-kgk
Ölvunarakstur
BORGARNES: Lögreglunni
á Vesturlandi barst ábending
um hugsanlega ölvaðan öku-
mann í Borgarnesi að morgni
hvítasunnudags. Var maður-
inn stöðvaður við Olísplanið
og mældist vínandi yfir leyfi-
legum mörkum við útblástur.
Maðurinn var handtekinn og
gert að gefa blóðsýni. -kgk
Gaskútum
hnuplað
ÓLAFSVÍK: Gaskútum var
stolið úr húsi við Ólafsbraut í
Ólafsvík á mánudaginn. Kút-
arnir voru tengdir við gas-
grill sem stóð við inngang-
inn að neðri hæð hússins þeg-
ar einhver kom og skrúfaði þá
frá grillinu og hnuplaði þeim.
Engin vitni voru að þjófnað-
inum. -kgk
Rúðubrot
AKRANES: Skemmdarverk
var unnið á húsi við Kirkju-
braut á Akranesi í vikunni
sem leið þegar rúður í úti-
dyrahurð voru brotnar. Ekki
er vitað hver var þar að verki
en greinilegt að rúðurnar voru
brotnar utan frá að sögn lög-
reglu. -kgk
Hraðakstur um
helgina
VESTURLAND: Hraðakst-
ur var mjög áberandi í verk-
efnum Lögreglunnar á Vestur-
landi í vikunni sem leið. Eink-
um kom mikið um hraðaksturs-
brot um hvítasunnuhelgina. Að
sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns
var mjög algengt að ökumenn
væru stöðvaðir á milli 110 og
120 km/klst. og töluvert marg-
ir óku enn hraðar. Sá sem hrað-
ast ók í vikunni var stöðvaður á
Snæfellsnesvegi kl. 7:35 á föstu-
dagsmorgun. Hann var á hvorki
meira né minna en 144 km/klst.,
en leyfilegur hámarkshraði er
90 km/klst. Viðurlög við ákæru
vegna aksturs á 144 km/klst.
eru sér 210 þúsund króna sekt,
svipting ökuleyfis í einn mánuð
og þrír punktar í ökuferilsskrá.
Annar var mældur á Snæfells-
nesvegi á 129 km/klst. sama dag
og var gert að greiða 115 þús-
und krónur og annar þurfti að
reiða fram sömu upphæð fyr-
ir að hafa ekið á 132 km/klst.
um Snæfellsnesveg við Tungu-
ós á sunnudag. Þá var enn ann-
ar ökumaður á Snæfellsnesvegi
sektaður um 80 þúsund krón-
ur fyrir að aka á 121 km/klst.
við Kolgrafafjarðarbrú. Lög-
regla vill minna á að leyfilegur
hámarkshraði er miðaður við
bestu aðstæður, sem þýðir að
fólk á að hægja á sér þegar það
kemur að brúm, gatnamótum
og slíku.
-kgk
Krakkar að príla
AKRANES: Tveir 14 ára
gamlir strákar príluðu upp still-
ansa upp á fimmtu hæð nýbygg-
ingar við Stillholt á Akranesi á
föstudaginn. Lögregla útskýrði
fyrir drengjunum að stranglega
væri bannað að fara inn á bygg-
ingasvæðið, enda er það girt af.
Haft var samband við foreldra
drengjanna og þeim gert við-
vart.
-kgk
Spáð er 23 stiga hita um landið
vestanvert á morgun, fimmtudag.
útlit er fyrir að hitinn verði allt að
20 stig víða á landinu næstu daga
og fram yfir helgi. Hægum vindi
er spáð víðast hvar á landinu. Fyr-
ir norðan og austan má búast við
smá vætu á morgun og þá rignir á
Austur- og Suðausturlandi á á laug-
ardaginn. Að öðrum kosti er eng-
in úrkoma í kortunum. „Eru norð-
lægar áttir ríkjandi næstu daga með
lítilsháttar vætu A-til á landinu, en
lengst af bjart með köflum annars
staðar og frekar hlýtt í veðri,“ seg-
ir í hugleiðingum verðurfræðings
Veðurstofu Íslands.
kgk/ Ljósm. úr safni/ glh.
Föstudaginn 24. maí var 30 þúsund
laxaseiðum komið fyrir í tveimur
sleppitjörnum við Andakílsá í Borg-
arfirði. „Þetta er liður í endurreisn
lífríkis árinnar í kjölfar atburðar
sem varð sumarið 2017 vegna við-
halds og ástandsmats á stíflumann-
virkjum Andakílsárvirkjunar,“ seg-
ir í tilkynningu á vef Orku náttúr-
unnar.
Eins og greint var frá í Skessu-
horni varð óhapp í Andakílsá vorið
2017. Við tæmingu á uppistöðulóni
Andakílsárvirkjunnar um botnloka
stíflunnar hlupu um 20 þúsund
rúmmetrar af aur niður í ána, sem
fyllti veiðihyli og hrygningarstaði
laxins. Orka náttúrunnar lýsti síð-
ar ábyrgð á tjóninu og hefur unn-
ið að endurreisn lífríkis árinnar í
samvinnu við Veiðifélag Andakíls-
ár og sérfræðinga Hafrannsókna-
stofnunar. Hafró lagði til á síðasta
ári að veiði í ánni hæfist ekki að
nýju fyrr en árið 2020 og að seiðum
yrði sleppt árin 2019 og 2020 til að
vinna á móti hruni laxastofnsins og
styðja við endurreisn hans.
Síðsumars 2017 var hluti þeirra
laxa sem skiluðu sér aftur í ána tek-
inn í klak. Seiðin sem sleppt var í
ána 24. maí sl. eru hluti af því klaki.
„Seiðin verða í sleppitjörnum í
nokkrar vikur, þar til þau verða til-
búin að fara í ána. Sumarið 2020
verður öðrum 30.000 seiðum sleppt
til viðbótar í Andakílsá,“ segir á vef
Orku náttúrunnar. kgk
Seiðunum sleppt í Andakílsá. Ljósm. Orka náttúrunnar.
Seiðum sleppt í Andakílsá
Blíða í kortunum