Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Page 8

Skessuhorn - 12.06.2019, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 20198 Skrikaði fótur VESTURLAND: Óhapp varð í sumarbústað í umdæmi lögregl- unnar á Vesturlandi á sunnudag- inn. Maður datt í tröppum bústað- arins og rotaðist. Hann var illa átt- aður eftir óhappið en kenndi sér einskis meins. Kona á áttræðisaldri datt í stiga við móttökustöð Into the Glacier í Borgarfirði á mánu- daginn. Konan fékk kúlu á höfuð- ið, kenndi sér eymsla í handlegg og talið var að hún væri mögulega brotin eða brákuð. Var hún flutt með sjúkrabíl á heilsugæsluna í Borgarnesi til frekari skoðunar hjá lækni. -kgk Búfé á ferð VESTURLAND: Ekið var á lömb við Stafholtstungur í Borgar- firði á mánudaginn. Eigandanum var ekki gert viðvart. Hafði hann því samband við lögreglu og til- kynnti um málið. Þá var tilkynnt um kindur og lömb á Snæfellsnes- vegi við Borg á Mýrum í gærmorg- un. Lögregla hvetur ökumenn til að sýna aðgát við aksturinn og að láta vita ef slys verða þar sem ekið er á búfénað. -kgk Reiðhjólaskoðun á leikskóla ÓLAFSVÍK: Lögreglan á Vestur- landi framkvæmdi árvissa reiðhjóla- skoðun með krökkunum á Leikskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík á föstudags- morgun. Þar könnuðu lögreglumenn útbúnað hjólanna og hjálmanotkun barnanna. „Allt reyndist í góðu lagi og krakkarnir stóðu sig vel,“ segir í dagbók lögreglunnar. -kgk Dýrast í 10-11 LANDIÐ: Samkvæmt verðlags- könnun ASÍ frá 3. júní síðastliðinum er 10-11 dýrasta verslunin. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrast- ar, en verð var kannað í ellefu versl- unum. Super1 skipar sér í hóp lág- vöruverðsverslana, með verð sem eru í mörgum tilfellum sambærileg við verð í Bónus og Krónunni, en þó hærri í ákveðnum tilvikum. „Í 62 til- fellum af 106 var yfir 81% munur á hæsta og lægsta verði en í 45 af 105 tilfellum var yfir 100% verðmunur. Hæsta verðið var oftast í 10-11 en það lægsta oftast í Bónus. Iceland og Hagkaup eru dýrustu verslanirnar að minni hverfisverslunum undanskild- um (10-11, Samkaup strax og Kram- búðinni) en Iceland er aðeins oftar með hærri verð en Hagkaup í þessari könnun,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. -kgk Hægt að sækja um nýliðunarstyrk LANDIÐ: Matvælastofnun vekur at- hygli á því að skila þarf inn umsókn- um um nýliðunarstyrk í landbún- aði á Bændatorginu eigi síðar en 1. september næstkomandi. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliða- skipti í búskap.Til að eiga rétt á ný- liðunarstuðningi þarf fólk að uppfylla kröfur reglugerðar. Þar er m.a. kveðið á um að umsækjendur þurfi að vera á aldrinum 18-40 ára á því ári sem ósk- að er eftir stuðningi. Einnig að þeir séu að kaupa búrekstur eða hlut í bú- rekstri í fyrsta skipti, eða hafi leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarárinu. „Stuðn- ingur getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingarkostnaði á ári og skulu framlög til einstakra nýliða ekki vera hærri en níu milljónir króna í heildarstuðning,“ segir í tilkynningu MAST. -kgk Fjárfestinga- stuðningur í sauðfjárrækt LANDIÐ: Alls bárust 56 umsóknir um fjárfestinga- stuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2019. Af þessum umsóknum voru 55 samþykktar, en einni var hafnað. Umsækjendur geta nálgast svarbréf við sinni um- sókn á Bændatorginu. Mark- miðið með stuðningum er að stuðla að bættum aðbún- aði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðning- ur er veittur bæði til nýfram- kvæmda og endurbóta eldri bygginga. Heildarkostnaður við framkvæmdir samkvæmt umsóknunum er um 418 milljónir króna. Hæsti ein- staki styrkurinn er áætlaður rétt rúmar sex milljónir króna en sá lægsti 155 þúsund krón- ur. Umsóknir vegna nýfram- kvæmda voru 16 en umsókn- ir vegna endurbóta 40. Fjár- hæð til úthlutunar að þessu sinni er tæplega 60,6 milljón- ir. „Skerða þurfti stuðnings- greiðslur hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í sam- ræmi við 27. gr. reglugerðar- innar og er styrkhlutfall til út- hlutunar um 14,5% af heild- arupphæð umsókna. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 1.-7. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 13 bátar. Heildarlöndun: 14.543 kg. Mestur afli: Stapavík AK: 2.530 kg í þremur róðrum. Arnarstapi:15 bátar. Heildarlöndun: 25.722 kg. Mestur afli: Heppinn AK: 3.250 kg í fjórum róðrum. Grundarfjörður: 20 bátar. Heildarlöndun: 232.969 kg. Mestur afli: Bergey VE: 78.241 kg í einni löndun. Ólafsvík: 28 bátar. Heildarlöndun: 81.618 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 25.677 kg í þremur róðrum. Rif: 22 bátar. Heildarlöndun: 124.605 kg. Mestur afli: Örvar SH: 27.529 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 25 bátar. Heildarlöndun: 89.854 kg. Mestur afli: Blíða SH: 6.169 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Bergey VE - GRU: 78.241 kg. 6. júní. 2. Steinunn SF - GRU: 65.900 kg. 5. júní. 3. Hringur SH - GRU: 38.190 kg. 5. júní. 4. Örvar SH - RIF: 27.529 kg. 6. júní. 5. Hringur SH: 19.299 kg. 7. júní. -kgk „Í tilefni þess að nú liggur fyrir fasteignamat fyrir næsta ár ætl- ast Alþýðusamband Íslands til þess að sveitarfélög standi við yf- irlýsingar gefnar í tengslum við kjarasamninga í apríl og lækki álagsprósentur fasteignaskatts- ins vegna ársins 2020. Þannig má koma í veg fyrir að hækkun fasteignamats skili sér sjálfkrafa í skattahækkun til almennings í gegnum hærri álagningu,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Þá segir í yfirlýsingu ASÍ að launafólk á almennum vinnu- markaði hafi gengið til samninga og samþykkt þá með því fororði að hið opinbera legðist á árarnar með aðilum vinnumarkaðarins við að halda aftur af útgjaldaaukningu heimila landsins. „Stoðirnar undir þeim samningum voru yfirlýsingar stjórnvalda, þar með talin yfir- lýsing Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Nú þegar hefur það sveitarfélag þar sem fasteigna- mat hækkar mest, Akranes, lýst því yfir að skatthlutfallið verði lækkað þannig að ekki komi til skattahækkunar á heimili. Við fögnum því og hvetjum önnur sveitarfélög til að axla ábyrgð og standa með launafólki til að markmið nýgerðra kjarasamn- inga um aukinn kaupmát, lága verðbólgu og lægri vexti og nái fram að ganga. ASÍ mun í fram- haldinu fylgjast vel með gjald- skrábreytingum sveitarfélag- anna og viðbrögðum þeirra við hækkun fasteignamats.“ mm Á fimmtudag var staðfest sam- komulag um allt að 71 milljóna króna framlag fjarskiptasjóðs vegna þriggja verkefna Neyðarlínunnar á árinu 2019. Verkefninu eru í fyrsta lagi bygging þriggja fjarskiptastaða til að bæta farsímaþjónustu vestan við Snæfellsjökul, kringum Kross- holt á Barðaströnd og á hring- veginum syðst á Holtavörðuheiði. Annars vegar lagning ljósleiðara frá Bláfellshálsi á Kili að Kerlingafjöll- um og Hveravöllum samhliða lagn- ingu rafstrengs. Í þriðja lagi lagn- ing ljósleiðara milli Seyðisfjarð- ar og Mjóafjarðar, sem fyrri hluti hringtengingar á Austfjörðum. Eignarhald verður eftir sem áður hjá Öryggisfjarskiptum ehf., sem er fyrirtæki í eigu Neyðarlínunnar og íslenska ríkisins. „Fyllstu hag- kvæmni verður gætt í ofantöldum framkvæmdum með fjárframlagi helstu hagsmunaaðila eins og við á. Tryggt verður jafnframt að að- gengi og gjald fyrir afnot af þessum innviðum sé hagkvæmt og byggi á jafnræði,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. Það voru þeir Sigurður Ingi jó- hannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, Páll jóhann Páls- son, formaður stjórnar fjarksipta- sjóðs og Þórhallur Ólafsson, for- stjóri Neyðarlínunnar, sem skrif- uðu undir samkomulagið. kgk/ Ljósm. Stjórnarráð Íslands. Þjóðvegi 1 var lokað meðfram Akra- fjalli í gærmorgun og verður vegur- inn lokaður þangað til á morgun, fimmtudaginn 13. júní, vegna mal- bikunarframkvæmda. Byrjað var að malbika á vegarkafla norðan við af- leggjarann niður að Grundartanga. Hjáleið verður um Akrafjallsveg, framhjá Akranesi, á framkvæmda- tímanum. kgk Vegaframkvæmdir á Fróðárheiði hafa staðið yfir síðan í vetur en ver- ið er að leggja nýjan veg frá Vala- vatni að vegamótum útnesveg- ar Ólafsvíkurmegin. Borgarverk sér um framkvæmdina og að sögn Valdimars Guðmundssonar verk- efnastjóra gengur verkið vel og er á áætlun. „Það gengur bara ótrú- lega vel, það er sól og blíða og það er ekkert að skemma,“ segir Valdi- mar. „Við stefnum á að fyrsti áfangi klárist næsta haust en við hlaupum þó ekki umferð á hann þá. Verkið á svo að klárast haustið 2020,“ seg- ir hann. arg Framkvæmdir á Fróðárheiði ganga vel. Ljósm. Snæfellsbær. Sól og blíða við vegaframkvæmdir á Fróðárheiði Hringvegurinn lokaður við Akrafjall Unnið að malbikun. Ljósm. úr safni. Framlag til Neyðarlínu úr fjarskiptasjóði Í gærmorgun var verið að reisa þetta heiðgula hús á Akranesi. Bæjaryfirvöld þar hafa þegar ákveðið að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að koma til móts við húseigendur vegna hækkunar fasteignamats. ASÍ brýnir fyrir sveitarfélögum að halda álögum í hófi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.