Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Síða 27

Skessuhorn - 12.06.2019, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 2019 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiskistofu að svipta skipið Kleifa- berg RE-70 leyfi til veiða í atvinnu- skyni í 12 vikur vegna meints brottkasts afla. „Fiskistofa byggði ákvörðun sína á grund- velli þess sem sást á fimm innsendum myndskeiðum. Fjögur myndskeiðanna voru frá árinu 2008 og 2010 og eitt frá árinu 2016. Í ljósi þess hve langur tími leið frá meintum brotum, 8 – 10 ár, þar til kæranda var tilkynnt um að málið væri til meðferðar hjá Fiskistofu taldi ráðuneytið að það væri í andstöðu við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að beita viðurlögum vegna meintra brota. Ráðuneytið felldi því ákvörðun Fiskistofu úr gildi að því leyti sem hún laut að meintum brotum frá árinu 2008 og 2010. Varðandi myndskeið frá árinu 2016, hafnar ráðuneyt- ið túlkun Fiskistofu á 2. mgr. 2. gr. laga nr. 57/1996, um að það teljist vera brottkast þrátt fyrir að um sé að ræða eignarspjöll af hálfu áhafnarmeðlims. Ráðuneytið úrskurðar að Fiskistofu hafi borið að rannsaka betur hvort um eignarspjöll hafi verið að ræða fremur en brottkast. Ráðuneytið taldi því að rannsóknaregla 10. gr. stjórnsýslulaga hefði verið brot- in og vísaði þessum hluta málsins aftur til meðferðar hjá Fiskistofu,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. mm Káramenn töpuðu stórt þegar þeir mættu Víði frá Garði í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöld. Leikið var í Akraneshöllinni. Eftir markalausan fyrri hál- fleik brutu gestirnir ísinn á 59. mínútu leiksins þegar Ari Steinn Guðmundsson skoraði. Ari var síðan aftur á ferðinni á 67. mínú- tu og gestirnir komnir í vænlega stöðu. Atli Freyr Ottesen Pálsson bætti þriðja marki Víðis við á 80. mínútu áður en Ari fullkomnaði þrennu sína og 0-4 sigur Víðis á 84. mínútu leiksins. Kári situr í ellefta sæti deildarin- nar með fimm stig eftir sex leiki, jafn mörg og ÍR í sætinu fyrir ofan en fimm stigum á eftir botnliði Tindastóls. Næsti leikur Kára er gegn Dalvík/ Reyni í Akraneshöllinni sunnudag- inn 16. júní næstkomandi. kgk Fjórir leikmenn hafa samið við Körfuknattleiksdeild Skallagríms undanfarna viku og munu leika með meistaraflokki karla í 1. deild karla næsta vetur. Þetta eru þeir Kristján Örn Ómarsson, Almar Örn Björnsson, Kristófer Gíslason og Davíð Guðmundsson. Kristján og Almar leika stöðu framherja og endurnýjuðu báðir samninga sína við Skallagrím. Kristófer og Davíð leika stöðu bakvarðar. Kristófer snýr aftur í raðir Skallagríms eftir að hafa leikið með Hamri frá áramótum en Davíð lék með Fjölni á síðasta tímabili. Þeir Kristján, Almar, Kristófer og Davíð eru allir uppaldir hjá Skallagrími og gerðu allir tveggja ára samning við liðið. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. ÍA vann öruggan sigur á ÍR með þremur mörkum gegn engu þeg- ar liðin mættust í fjórðu umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Leik- ið var í Reykjavík á fimmtudags- kvöld. Skagkonur voru mun sterkari meira og minna frá fyrstu mínútu leiksins en ÍR-liðið átti erfitt upp- dráttar. Skagakonur skapaði sér nokkur ákjósanleg marktækifæri og komust yfir á 22. mínútu. Þó ekki eftir færi úr opnum leik heldur úr vítaspyrnu. Aníta Sól Ágústsdóttir steig á punktinn og skoraði. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en þau áttu eftir að verða fleiri í þeim síðari. Fríða Hall- dórsdóttir bætti öðru marki ÍA við á 61. mínútu leiksins. Skagakonur voru áfram sterkara lið vallarins allt til leiksloka. Eva María jónsdóttir innsiglaði síðan sigur ÍA með marki á lokamínútu leiksins. Skagakonur hafa átta stig í öðru sæti deildarinnar. Þær eru fjórum stigum á eftir toppliði Þróttar sem hefur fullt hús eftir fjórar umferðir en stigi á undan FH og Grindavík í sætunum fyrir neðan. Næst leik- ur ÍA miðvikudaginn 19. júní næst- komandi, þegar liðið mætir Hauk- um. Sá leikur fer fram á Akranes- velli. kgk Skallagrímsmenn máttu sætta sig við 5-2 tap gegn Sindra þegar lið- in mættust í 3. deild karla í knatt- spyrnu á mánudagskvöld. Leikið var á Höfn í Hornafirði. Mate Paponja kom heima- mönnum yfir á 18. mínútu leiks- ins og Tómas Leó Ásgeirsson bætti öðru marki við fyrir Sindra þrem- ur mínútum síðar. Á 31. mínútu varð Kristófer Daði Kristjánsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka þar með muninn í 2-1. En Sindramenn áttu eftir að bæta tveimur mörkum við rétt fyrir hálf- leikinn. Á 43. mínútu skoraði Ro- bertas Fridgeimas og Kristinn just- iniana Snjólfsson á 45. mínútu. Staðan 4-1 fyrir Sindra þegar flautað var til hálfleiks og staðan ekki björguleg fyrir Borgnesinga. Skúli Pálsson minnkaði muninn fyrir Skallagrím á 74. mínútu en Kristinn innsiglaði 5-2 sigur Sindra með öðru marki sínu á 85. mínútu. Skallagrímur situr í ellefta sæti deildarinnar með sex stig eftir sex leiki, jafn mörg stig og næstu tvö lið fyrir ofan. Í næstu umferð mæta Borg- nesingar toppliði KV. Sá leikur fer fram í Borgarnesi á föstudaginn, 14. júní. kgk/ Ljósm. úr safni/ sas. Snæfell og Kormákur/Hvöt skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust fjórðu umferð 4. deildar karla í knattspyrnu á sunnudagskvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir Hólmara því strax á 12. mínú- tu leiksins fengu gestirnir vítaspyr- nu. Ingvi Rafn Ingvarsson steig á punktinn og kom Kormáki/Hvöt yfir. En þeir leiddu ekki nema gott korter. Á 28. mínútu jafnaði julio Fernandez De La Rosa metin fyrir Snæfell og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Metto Tuta kom Snæfelli síðan yfir í 2-1 á 63. mínútu og þannig virtist leikurinn ætla að enda allt þar til á lokamínútunni að Ingvi Rafn skoraði annað mark sitt og tryggði gestunum dramatískt jaf- ntefli. Snæfell er í öðru sæti B riðils með tíu stig eftir fjóra leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Hvíta Rid- darans en þremur stigum á undan Kormáki/Hvöt í sætinu fyrir neðan. Næst leika Snæfellingar gegn KM á útivelli á föstudaginn, 14. júní. kgk/ Ljósm. úr safni/ Snæfell. Samið við fjóra leikmenn Kári tapaði stórt Ákvörðun Fiskistofu vegna Kleifabergs felld úr gildi Dramatík í Stykkishólmi Sterkari frá fyrstu mínútu Aníta Sól Ágústsdóttir skoraði fyrsta mark ÍA úr vítaspyrnu. Ljósm. úr safni/ gbh. Tap á Hornafirði

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.