Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2019, Page 5

Skessuhorn - 28.08.2019, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 2019 5 Lýðheilsugöngur í september á Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 8 Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og taka með sér vatn í brúsa. Börn skulu ávallt vera í fylgd með fullorðnum. Miðvikudaginn 4. september Skógarganga í Slögu, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness. Lagt af stað frá Slögu (bílastæðinu við græna gáminn) við Akrafjall kl. 18:00 í Slögunni. Gangan um Slöguna tekur um 1 klukkustund þar sem spjallað verður um sögu skógræktar og möguleika hennar sem útivistar- svæði. Fararstjóri er Katrín Leifsdóttir. Miðvikudaginn 11. september Strandganga. Gangan hefst kl. 18:00 við Leyni, nánar tiltekið við listaverkið „Himnaríki” sem staðsett er rétt innan við Höfða. Gengið verður meðfram ströndinni að tjaldstæðinu við Kalmans- vík. Einhverjir fróðleiksmolar gætu fylgt með á leiðinni og er gert ráð fyrir að gangan taki um 1½ - 2 klukkustundir. Gönguna leiða Anna Bjarnadóttir og Hallbera Jóhannesdóttir. Miðvikudaginn 18. september Rætur Akrafjalls og Reynisrétt. Gangan hefst kl. 18:00 og verður gengið frá bílastæðinu við Akrafjall til suðurs með fjallinu og inn að Reynisrétt og til baka. Á leiðinni verða örnefni svæðisins skoðuð og saga fjallsins hvort sem hún tengist ísaldarjöklinum, útilegumönnum eða frekum tröllskessum. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna og tekur hún um 1½ klukku- stund. Gönguna leiðir Eydís Líndal. Miðvikudaginn 25. september Nánar auglýst síðar. Fjölmennum og höfum gaman! Nánari upplýsingar hér á www.lydheilsa.fi.is Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund að loknum göngum fyrir göngugarpa. Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barnamálaráðherra, hef- ur ákveðið að hrinda í fram- kvæmd tillögum til að styrkja hús- næðismarkaðinn á landsbyggð- inni. Þess er vænst að fyrstu til- lögur, þar á meðal að breyting- ar á lögum og reglugerðum, til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni verði komnar til framkvæmda á haustdögum. „Landsbyggðin hefur setið eft- ir þegar kemur að uppbyggingu í húsnæðismálum. Í ljósi jákvæðra athugasemda við tillögum að úr- bótum munum við einhenda okk- ur í koma fram með nýjar reglu- gerðir og lagafrumvörp til að inn- leiða þær að fullu enda um mikil- vægt hagsmunamál að ræða,” seg- ir Ásmundur Einar. Jákvæðar umsagnir hagsmunaaðila tillögurnar voru upphaflega lagð- ar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí en í lok júlí voru þær birt- ar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hags- munaaðilum gafst tækifæri til að gefa álit. Þær umsagnir sem bárust eru allar jákvæðar í garð tillagn- anna en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur. Sam- band íslenskra sveitarfélaga hrós- aði tillögunum og nefndi sérstak- lega þá jákvæðu nálgun sem unn- ið hefur verið eftir í svokölluðu landsbyggðarverkefni sem félags- málaráðuneytið og Íbúðalána- sjóður settu af stað á síðasta ári. Nýr lánaflokkur og byggðaframlag tillögur ráðherrans byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á lands- byggðinni. Meðal reglugerðanna sem ráðuneytið er nú með í vinnslu má nefna heimild fyrir nýjum lána- flokki hjá Íbúðalánasjóði til að auð- velda sjóðnum að veita fjármögn- un til verkefna á landsbyggðinni. tryggja þurfi íbúum landsbyggðar- innar aðgengi að fjármagni á sam- bærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum. Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hag- kvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á lands- byggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofn- framlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem mis- vægi ríkir á milli byggingarkostn- aðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar. mm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði á mánudaginn breytingar á reglugerð sem gerir það að verkum að sveitar- félög, einstaklingar og óhagnaðar- drifin félög á landsbyggðinni muni fljótlega geta tekið lán hjá Íbúðal- ánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði. Undirritunin fór fram á Drangsnesi við Steingrímsfjörð, en Vestfirðir eru einmitt dæmi um land- svæði þar sem markaðsbrestur veldur því að ekki er byggt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir mikla eftirspurn. Komið hefur fram að bæta þurfi aðgengi að lánsfjármagni á lands- byggðinni til að bregðast við þeim húsnæðisvanda og stöðnun í hús- byggingum sem þar ríkir. Fjármögn- unin er háð því að um nýbyggingar sé að ræða og er aðeins í boði á þeim stöðum þar sem opinber húsnæð- isáætlun, staðfest af Íbúðalánasjóði, sýnir að skortur sé á húsnæði af því tagi sem byggja á. Einnig er skilyrði fyrir því að geta fengið áðurnefnd lán að lántaki sýni fram á að hann fái ekki lán hjá öðrum lánastofnunum eða fái einungis lán á verulega hærri kjörum en almennt bjóðast á öðrum markaðssvæðum. Í reglugerðinni kemur fram að markmið lánveitinganna sé að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þess- um svæðum, aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu auk þess að stuðla að heilbrigðum húsnæðismarkaði og viðskiptum með íbúðarhúsnæði. „Það liggur fyrir að á mörgum stöðum hefur ekkert eða mjög lítið verið byggt um árabil, þrátt fyrir að eftirspurnin sé mikil og greiðslugeta hjá íbúum svæðisins góð. Sveitarfé- lögin hafa sérstaklega bent á skort á viðeigandi leiguhúsnæði. Með reglu- gerðarbreytingunni, sem ég undirrit- aði í morgun, verður hægt að fá lán til byggingar nýs húsnæðis á svæðum sem glíma við þetta sérstaka misvægi í byggingarkostnaði og markaðs- verði. Það mun styðja við atvinnu- uppbyggingu á mörgum stöðum og hefur reynslan af sambærilegum lán- veitingum á Norðurlöndum verið góð. Ég hlakka til að sjá fólk komast í viðeigandi húsnæði sem starfar og býr á þeim svæðum sem lánaflokkur- inn tekur til,“ sagði Ásmundur Einar á mánudaginn. mm Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir til að styðja við húsnæðismál á landsbyggðinni Ásmundur Einar Daðason undirritaði breytingar á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Sérstök lán til nýbygginga

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.