Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2019, Page 16

Skessuhorn - 28.08.2019, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 201916 Oddfellowreglan á Íslandi er grein af bandarískri reglu sem stofnuð var í Washington 26. apríl 1819. Breski innflytjandinn thomas Wil- dey, ásamt fjórum öðrum, stofnaði fyrstu óháðu Oddfellowregluna sem hafði það hlutverk að rækta bræðrarlag og veita hjálparhönd þar sem neyðin var stærst. Reglan óx hratt, angi hennar fluttist yfir til Evrópu og kom svo til Íslands frá Danmörku rétt fyrir aldamótinn 1900. Eitt fyrsta verk danskra Odd- fellowa á Íslandi var bygging gamla Holdsveikaspítalans í Reykjavík. Einkunnarorð Oddfellowreglunn- ar eru; vinátta, kærleikur, sann- leikur og hefur reglan það megin- markmið að láta gott af sé leiða og styrkja og rækta meðlimi hennar til að bæta sjáfan sig og umhverfi sitt. Út á við hefur Oddfellowreglan verið þekktust fyrir að styrkja ýmis mannúðar- og líknarmál. Þriðja stúkan í haust Á Vesturlandi eru tvær Oddfel- lowstúkur starfandi; bræðrastúka nr. 8 Egill og Rebekkustúka nr. 5 Ásgerður. Egill var stofnaður 11. nóvember 1956 og voru þá fund- ir m.a. haldnir í gamla Stúkuhús- inu við Háteig. Meðlimir Egils ákváðu fljótlega að ráðast í bygg- ingu regluheimilis og byggðu þá hús við Kirkjubraut 54-56 á Akra- nesi, sem enn í dag er regluheim- ili þeirra stúkna sem starfræktar eru á Akranesi. Húsið var byggt í sjálf- boðavinnu Oddfellowbræðra og hjálpuðu eiginkonur þeirra með ýmsum hætti, öfluðu m.a. fjár fyrir framkvæmdirnar með því að leigja kartöflugarða til að rækta kartöflur sem þær svo seldu í verslunum á Akranesi auk handverks sem þær gerðu og seldu. Þegar Oddfellowstúkan Egill var að verða tíu ára ákváðu meðlimir hennar að gefa sér Rebekkustúku í afmælisgjöf, en Rebekkustúkur eru fyrir konur. Stór hluti af eiginko- nunum sem höfðu safnað fyrir byg- gingu hússins gerðust þá meðlim- ir í Rebekkustúkunni Ásgerði sem stofnuð var 22. október 1966. Í dag eru um 120 meðlimir í Ásgerði, þar af um 80 virkir. Þar sem Ásgerður er orðin þetta fjölmenn hefur ver- ið lagt á ráðin með að stofna aðra Rebekkustúku á Akranesi. Sú mun heita Þórdís og verður hún form- lega stofnuð 19. október næstko- mandi á Akranesi. Verður hún þá þriðja Oddfellowstúkan á Vestur- landi. Í Agli eru um 80 bræður og fer hægt fjölgandi, en þar af eru um 50 virkir. Að auki eru starfrækt tvö önnur Oddfellowfélög á Akranesi, búðirnar Borg og Brák. Oddfellow í tvær aldir Í ár eru því 200 ár liðin frá stofn- un fyrrnefndrar Oddfellow- reglu í Washington og af því til- efni hitti blaðamaður Skessuhorns þau Ragnhildi Ingu Aðalsteins- dóttur og Ingþór Bergmann Þór- hallsson að máli. Rætt var við þau um starfsemi reglunnar og afmæl- ið. Ragnhildur hefur verið í Odd- fellow í sex ár og segir starfið hafa gefið sér meira en hana óraði fyrir. „Það er ekkert meira gefandi en að gera þeim sem minna mega sín gott og hver mínúta sem ég hef varið í starfið innan Oddfellow hefur verið þess virði. Ég veit alltaf að ég er að gera gott með að taka þátt í starf- inu, bæði fyrir aðra og fyrir sjálfa mig því Oddfellow gefur líka mik- ið af sér til okkar sjálfra. Síðan ég gekk í Oddfellow hef ég gert hluti sem mig óraði ekki fyrir að ég gæti gert,“ segir Ragnhildur. Ingþór gekk í Egil fyrir þrem árum síðan. „Ég er alin upp á Odd- fellowheimili því foreldrar mínir hafa bæði starfað hér í áratugi. Ég vissi alltaf að einn daginn yrði ég Oddfellow. Ég hef yfirleitt haft nóg á minni könnu en það sem ýtti að lokum við mér var að faðir minn var heiðraður fyrir 50 ára far- sælt starf í reglunni. Það var eigi- lega þá sem ég áttaði mig á að ef ég vildi gera þetta með honum væri tímabært að sækja um og ganga inn. Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki gert það miklu fyrr,“ segir In- gþór og brosir. Opið hús hjá Oddfellowreglunni Í tilefni stórafmælisins verður opið hús í öllum regluheimilum á Íslandi sunnudaginn 1. september og gefst þá öllum kostur á að kíkja í heim- sókn og fræðast um Oddfellowregl- una. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir fólk að koma og kynnast okkur að- eins og því sem við stöndum fyrir og erum að gera,“ segir Ragnhildur og brosir. „Boðið verður upp á kaffi og veitingar fyrir gesti sem koma og þeim gefinn kostur á að spyrja út í starfið. Af þessu tilefni hefur verið útbúið kynningarefni frá Stórstúku Oddfellowreglunar á Íslandi og mun það vera aðgengilegt til frekari upplýsinga um starfsemi reglunn- ar á landsvísu. „Jafnvel gætu gestir fengið að gægjast með öðru auganu inn í hið allra heilagasta hjá okkur,“ bætir Ingþór við og brosir. „Í hverju Oddfellowhúsi er sérstakur fundar- salur sem aðeins er ætlaður okkur Oddfellowum. Þar á fundum okkar er farið eftir siðum og venjum sem ná árhundruð aftur í tímann. Yfir þessum fundum og venjum hvílir áhveðinn leyndarhjúpur. Athafn- ir okkar og fundir eru mjög form- fastir og gerir það þá mjög þrosk- andi, enda með ráðum gert að hafa þetta svona. Fyrirkomulagið hjálp- ar bræðrum og systrum að rækta og styrkja sig sjálfa. Annað í okk- ar starfi er í rauninni ekkert leynd- armál. Það sem við svo gerum út á við erum við almennt ekki að bera á borð fyrir fólk þannig að vanalega fer nokkuð hljótt um okkar störf,“ heldur Ingþór áfram. Veglegir styrkir á afmælisárinu Eins og fyrr segir er eitt af mark- miðum Oddfellowreglunnar að láta gott af sér leiða til samfélagsins og var tekin sú ákvörðun að veita enn veglegri styrki í ár í tilefni afmæl- isins. Síðustu tólf mánuði hefur Oddfellowreglan á Íslandi styrkt ýmis málefni um samtals 148 millj- ónir króna. Egill og Ásgerður hafa lagt sitt af mörkum. Stúkurnar tóku höndum saman með Líkn- arsjóði Oddfellowa og gáfu mjög veglegar gjafir, eins og Skessu- horn greindi frá í mars. síðastliðn- um. „Við gáfum Heilbriðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi og Hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi veg- legar gjafir sem munu nýtast þeim vel. En það er markmið hverrar stúku að styrkja m.a. sjúkrastofn- anir í nærsamfélögum sinna sveit- arfélaga. Þó að þessar stúkur séu starfræktar á Akranesi koma fjöl- margir meðlimir þeirra frá nær- liggjandi svæðum og má þar helst nefna Borgarnes og Borgarfjörð. Einhverjir í okkar stúkum eru jafn- vel búsettir í Reykjavík en hafa þá jafnan einhverjar tengingar hing- að,“ segir Ragnhildur og Ingþór bætir við: „Þarna vinna stúkurnar mjög náið saman. Þó svo að Egill sé karlastúka og Ágerður kvennastúka og fundir þeirra haldnir í sitthvoru lagi gefst til að mynda hjónum færi á að vinna að sameiginlegum mark- miðum innan Oddfellowreglunn- ar. Mjög mikið er um að hjón starfi innan reglunnar. Það eykur skiln- ing maka þíns á starfinu og ég geri ráð fyrir að það styrki það um leið.“ Ragnhildur tekur undir það og tjáir blaðamanni að maðurinn hennar sé einmitt bróðir í Agli. Afla fjár innan reglunnar Aðspurð segja þau meginmuninn á Oddfellowreglunni og öðrum mannúðar- og góðgerðarfélögum vera þá formfestu sem er í kringum störf reglunnar. „Engu í aðalmark- miðum og boðskap Oddfellowregl- unnar getur verið breytt með einu pennastriki sem í starfi sem þessu er gríðalegur styrkur,“ segir Ing- þór. „Annað sem einkennir okk- ur er hvernig við öflum fjár. Lang- stærsti hluti þeirra fjármuna sem Oddfellow safnar og gefur safnast innan Oddfellowreglunnar sjálfr- ar. Við leitum yfirleitt aldrei út fyr- ir Oddfellowregluna eftir styrkjum eða fjármunum heldur kemur þetta allt meira og minna frá bræðrum og systrum innan reglunnar. Við borg- um veglegt árgjald auk þess sem við erum með ýmsar fjáraflanir innan okkar vébanda. Þú verður aldrei var við félaga í Oddfellowreglunni að selja varning úti á götu eða í gegn- um síma til að safna fé fyrir verk- efnum, við gerum þetta allt sjálf,“ bætir Ragnhildur við. „Sem dæmi má nefna er að Oddfellowstúkurnar funda aðra hverja viku og að fund- um loknum er boðið upp á kaffi- veitingar í fremri sal hússins sem meðlimir hafa sjálfir útbúið og fyrir þetta er greitt og rennur sá pening- ur óskertur í þar til gerðan sjóð. Svo eru haldnir ýmsar skemmtanir og viðburðir innan okkar vébanda sem hafa það ekki bara að markmiði að skemmta fólki heldur er þetta oft- ast gert til að það skilji eitthvað eft- ir sig. Það sem gerir þetta líka svo jákvætt í mínum huga er að maður veit nákvæmlega hvert þessir fjár- munir fara og maður getur jafnvel haft áhrif á það sjálfur. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Ragnhildur. Áhugasamir komi á opið hús „Við hvetjum alla til að koma við hjá okkur 1. september og kynna sér það sem við erum að gera, hvort sem fólk er forvitið eða áhuga- samt,“ segir Ingþór og Ragnhild- ur tekur undir með honum. Spurð hvert þeir sem eru áhugasmir að ganga í Oddfellow geti leitað segja þau fyrsta skref vera að leita til einhvers sem nú þegar er í regl- unni. „Það er ákveðið ferli að ger- ast meðlimur Oddfellowreglunnar. Þú þarft að hafa tillögumann innan stúkunnar sem stingur upp á þér og leiðir þig svo í gegnum sjálft inn- gönguferlið. Þá er upplagt að koma 1. september og eiga samtal ef það er áhugi fyrir hendi. „Sem stendur er nokkur biðlisti eftir að komast inn hjá okkur í Agli þannig að ferl- ið getur tekið nokkurn tíma. Það er líka bara partur af þessu öllu. Góð- ir hlutir gerast hægt og að verða sannur Oddfellow segja mér eldri og reyndari menn að taki áratugi,“ segir Ingþór brosandi. „En biðin er þess virði og ég mæli með að fólk komi bara og kíki í heimsókn og taki okkur tali.“ arg Ingþór Bergmann Þórhallsson og Ragnhildur Inga Aðalsteinsdóttir. Oddfellowreglan tvö hundruð ára um þessar mundir Opið hús verður hjá reglunni á Akranesi næstkomandi sunnudag

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.