Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 20192
Lögreglan á Vesturlandi segir allt-
of mikið hafa verið um hraðakst-
ur í umdæminu undanfarna mán-
uði. Hefur lögregla verið við eftirlit
á ómerkta hraðamyndavélabílnum
og því geta allir átt von á að tekn-
ar verði af þeim myndir og síðan
send sekt í pósti, aki þeir of hratt.
Þá er betra að flýta sér hægt.
Suðaustan 8-14 m/s á fimmtudag
og föstudag. Hvassara, 13-20 m/s á
suðvesturhorninu í fyrramálið en
hvassviðri með Suðurströndinni á
föstudag. Þurrt að kalla fyrir norð-
an en annars rigning með köflum á
morgun en léttskýjað og skýjað en
úrkomulítið á föstudag. Hiti 5 til 10
stig báða dagana. Hvöss suðaust-
anátt og rigning á laugardag, en
þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 6 til
11 stig. Suðaustanátt og milt veður
á sunnudag. Rigning með köflum
en úrkomulítið á Norðurlandi. Á
mánudag er útlit fyrir hvassa aust-
anátt og rigningu fyrir sunnan og
austan. Annars staðar lítil úrkoma.
Áfram milt veður.
„Hversu oft borðar þú ís“ var
spurningin á vef Skessuhorns í lið-
inni viku. „Afar sjaldan“ lugu flest-
ir til um, eða 43% en 24% sögðu
„mánaðarlega“. „Vikulega eða
sjaldnar“ sögðu 18%, „nokkr-
um sinnum í viku“ sögðu 9% og
„aldrei“ sögðu 4%. Fæstir borða
ís daglega, aðeins 2% þeirra sem
svöruðu.
Í næstu viku er spurt: Hversu
mikið er sorp flokkað á þínu
heimili?
Þórarinn Svavarsson og Hjördís
Geirdal ætla að opna gistihús á Ið-
unnarstaðum í Lundarreykjadal og
kolefnisjafna allan reksturinn. Þessi
framtakssömu og umhverfislega
þenkjandi skógræktarhjón eru
Vestlendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Sæþotu
var saknað
FAXAFL: Sjóbjörgunarsveit-
um við Faxaflóa sem og stjórn-
stöð Landhelgisgæslunnar
bárust á mánudagskvöld boð
um að hefja leit að konu á sæ-
þotu, sem siglt hafði frá Akra-
nesi og áleiðis til Reykjavíkur,
án þess að skila sér á áfanga-
stað. Samferðamaður kon-
unnar var þá kominn í land en
ekkert bólaði á konunni. Þyrla
Landhelgisgæslunnar var þeg-
ar í stað send í loftið og þá
hófu björgunarsveitir Lands-
bjargar leit á sjó á harðbotna
slöngubátum. Þyrlan tók á loft
frá Reykjavík klukkan 21:25 en
örfáum mínútum síðar skilaði
konan sér til hafnar í Reykja-
vík, heil á húfi. -mm
Atli í leyfi
HVALFJ.SV: Atli V. Hall-
dórsson, sveitarstjórnarfulltrúi
Íbúalistans í Hvalfjarðarsveit,
er í tímabundnu leyfi frá störf-
um í sveitarstjórn Hvalfjarðar-
sveitar til 1. september 2020.
Beiðni Atla var samþykkt á
fundi sveitarstjórnar þriðju-
daginn 24. september. Íbúal-
istinn á tvo fulltrúa í sveitar-
stjórn. Ragna Ívarsdóttir er
oddviti listans en fyrsti vara-
maður er Sunneva Hlín Skúla-
dóttir á Geitabergi. Ekki lá
fyrir þegar blaðið fór í prent-
un í gær hvort hún tæki sæti í
sveitarstjórn eða annar fulltrúi
listans. til stóð að Íbúalistinn
fundaði í gærkvöldi. -arg
Eldur í hesthúsi
BORGARB: Eldur kom upp
í hesthúsi við Eskiholt í Borg-
arhreppi í gærmorgun, þriðju-
daginn 1. október. Búið var
að slökkva eldinn þegar við-
bragðsaðilar komu á staðinn.
Útlit er fyrir að kviknað hafi
í út frá blásara. Engar skepn-
ur voru í húsinu þegar eld-
ur kom upp, þar sem verið er
að vinna að endurbótum á því.
Ekki varð heldur mikið eigna-
tjón vegna brunans, að sögn
lögreglu.
-kgk
Skólafólk, foreldrar og jafnvel einn-
ig nemendur hafa áhyggjur af að
aukin símanotkun dragi úr hæfni til
að meðtaka það sem kennt er í skól-
um landsins. Þeir trufli t.d. einbeit-
ingu og vinnufrið, geti stuðlað að
einelti og dragi því úr árangri. Þar
sem um þverbak hefur keyrt hef-
ur jafnvel verið brugðið á það ráð
að banna notkun farsíma á skóla-
tíma. Í Grunnskólanum í Borgar-
Eftir töluverða fækkun erlendra
ferðamanna á þessu ári gerir Hag-
fræðideild Landsbankans ráð fyrir
að erlendum ferðamönnum fjölgi
um 3% árið 2020 og um 5% árið
2021 og verði þá hátt í 2,2 milljón-
ir, litlu færri en metárið 2017. For-
ystufólk rúmlega 40% fyrirtækja
í ferðaþjónustu reiknar með sam-
drætti í tekjum á þessu ári en er al-
mennt frekar bjartsýnt á þróunina
á næstu árum, samkvæmt könn-
un sem gerð var fyrir Landsbank-
ann og er hluti af ítarlegri grein-
ingu Hagfræðideildar bankans á
íslenskri ferðaþjónustu sem kynnt
var á fimmtudaginn.
„til lengri tíma erum við bjart-
sýn á áframhaldandi vöxt í ferða-
þjónustu hér á landi og gerum ráð
fyrir að hann verði ívið meiri en í
greininni á heimsvísu. Vöxturinn
verður þó mun minni en við höfum
átt að venjast á síðustu árum og mun
hvíla á sjálfbærari grunni,“ segir dr.
Daníel Svavarsson, forstöðumað-
ur Hagfræðideildar Landsbank-
ans vegna kynningar á skýrslunni.
Skýrsluna í heild má finna á lands-
bankinn.is mm
Hlíðasmára 19, 2 hæð, 201 Kópavogur
Sími: 534 9600 | Netfang: heyrn@heyrn.is
Heyrðu umskiptin
fáðu heyrnartæki
til reynslu
Löggiltur
heyrnar-
fræðingur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Nemendur settu sínar eigin símareglur
nesi þurfti að skerpa á reglunum. Á
unglingastigi skólans var í síðustu
viku samþykkt að nemendur tækju
sjálfir þátt í að semja reglur um far-
símanotkun.
Inga Margrét Skúladóttir og
Birna Hlín Guðjónsdóttir, umsjón-
arkennarar á unglingastigi, sögðu
í samtali við Skessuhorn að samið
hafi verið ungmennin um hvernig
standa skyldi að því að setja regl-
urnar. „Ákveðið var að blása til
þjóðfundar. Fimm til sex krakk-
ar voru í alls 18 hópum og skiluðu
allir hópar 6-8 tillögum. Svo voru
hóparnir stækkaðir og þeim fækk-
að og að endingu voru fjórir hóp-
ar sem skiluðu alls átta reglum sem
samþykkt var að tækju þegar gildi.
Engin regla fór í gegn sem ekki var
samþykkt af heildinni. Þannig eru
allir sáttir og við förum inn í næstu
skólaviku með nýjar reglur og skýr-
an ramma um farsímnotkun nem-
enda og okkar starfsmanna einnig,“
sögðu þær Inga Margrét og Birna
Hlín.
Farsímareglur GBN eru
eftirfarandi:
Það er bannað að vera með 1.
síma í tíma nema með leyfi
kennara.
Ef einhver er með síma án 2.
leyfis og síminn er tekinn,
fær hann símann afhentan í
lok tímans. Ef hann er tek-
inn tvisvar sama daginn þá fær
hann símann í lok dags.
Það má vera með síma í frí-3.
mínútum og matartímum, en
ekki í matsalnum.
Ef nemandi á von á áríðandi 4.
símtali fær viðkomandi leyfi
hjá kennara til að svara.
Það má hlusta á tónlist í tím-5.
um með leyfi kennara og þá
má vera með heyrnartól.
Það er bannað að taka mynd-6.
ir/myndbönd af öðrum án
leyfis.
Það er bannað að fikta í ann-7.
arra manna tækjum.
Starfsfólk skólans á að fylgja 8.
sömu reglum.
Reglur samdar af unglingunum í
samstarfi við umsjónarkennara 24.
september 2019.
mm
Nokkrir nemendur unglingastigs GBN samþykktu að sitja fyrir í sérstakri
myndatöku vegna þessarar fréttar.
Slakað á á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi.
Spá fjölgun ferðamanna
strax á næsta ári