Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.10.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 20198 Slys og óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Umferð- arslys varð á Hítardalsvegi á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Þar voru á ferðinni ferðamenn sem misstu bílinn út af veg- inum hægra megin og end- uðu í skurði, en bíllinn var þó á hjólunum. Þeir voru flutt- ir með sjúkrabíl á heilsugæsl- una í Borgarnesi til aðhlynn- ingar og kranabíll fenginn til að ná bílnum þeirra upp úr skurð- inum. Bílvelta varð á Útnes- vegi, vestan við Hamraaenda- land, á föstudagsmorgun. Öku- maður missti stjórn á bílnum þegar kindur birtust á veginum með þeim afleiðingum að hann fór út af, valt tvær eða þrjár velt- ur og endaði með framenda bif- reiðarinnar ofan í skurði. tveir voru í bílnum. Þeir kenndu sér eymsla í hálsi en sluppu að öðru leyti ómeiddir. tilkynnt var um bílveltu á Vestfjarðavegi skammt frá gatnamótum Grafningsveg- ar rétt fyrir kl. 13:00 á föstu- dag. Engin slys urðu á fólki. Húsbíll fór út af Snæfellsnes- vegi á sunnudagsmorgun. Hann var við útsýnispall, var kominn hálfur út af með þeim afleið- ingum að bíllinn festist og ann- að framhjólið var á lofti. Bíllinn var farinn að halla en valt ekki. Minniháttar árekstur varð á Garðabraut á Akranesi á föstu- dagskvöld. tveimur bílum var ekið saman en engin slys urðu á fólki. Þá varð minniháttar um- ferðaróhapp við Nettó í Borg- arnesi á sunnudagseftirmiðdag þegar bifreið var ekið á kyrr- stæðan mannlausan bíl. -kgk Með myndavél á vaktinni VESTURLAND: Umferð- armál hafa verið mjög áber- andi í verkefnum Lögreglunn- ar á Vesturlandi undanfarna viku. Hraðakstur er enn og aftur mjög áberandi. Að sögn Ásmundar Kr. Ásmundsson- ar yfirlögregluþjóns hefur lög- regla verið við eftirlit á ómerkta myndavélabílnum víða um umdæmið nánast upp á hvern dag frá byrjun septembermán- aðar. Verður áfram haft uppi viðvarandi eftirlit með umferð um umdæmið allt og vegfar- endur geta vænst þess að tekin verði mynd af þeim hvar sem er og hvenær sem er, aki þeir of hratt. Sem dæmi nefnir Ás- mundur að síðastliðinn föstu- dag hafi lögregla verið við eftir- lit á myndavélabílnum á Innnes- vegi fyrir neðan Grundaskóla á Akranesi, þar sem leyfilegur há- markshraði er 30 km/klst. Á aðeins hálfri klukkustund fóru 30 ökutæki um götuna og sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Á miðvikudag- inn í síðustu viku milli 12:00 og 13:00 vaktaði lögregla Aðalgötu í Stykkishólmi, þar sem leyfi- legur hámarkshraði er 35 km/ klst. 66 ökutæki voru hraða- mæld og þrír ökumenn kærð- ir. Sá sem hraðast ók var á 53 km/klst. Seinna sama dag, milli 13:30 og 14:30 vaktaði lögregla Grundargötu í Grundarfirði. Þar er leyfilegur hámarkshraði 35 km/klst. Milli 13:30 og 14:30 fóru 30 ökutæki um en enginn var kærður. -kgk Fullur á reiðhjóli AKRANES: Hjólreiðamaður féll af reiðhjóli sínu við Brekkubraut á Akranesi rétt fyrir kl. 18 á laug- ardag. Fékk maðurinn höfuðhögg við fallið og talið er að hann hafi rotast. Auk þess hlaut hann skurð á höfði, blóðnasir og sprungna vör. Grunur leikur á um að hjólreiða- maðurinn hafi verið ölvaður þeg- ar slysið varð. Lögregla vill benda fólki á að óheimilt er að stýra reið- hjóli undir áhrifum áfengis. Í fyrsta lagi er það hættulegt og þar að auki liggja sektir við athæfinu. -kgk Gabbbrot AKRANES: Lögreglunni á Vest- urlandi barst símtal kl. 5:00 að- fararnótt fimmtudags þar sem til- kynnt var að verið væri að brjót- ast inn í Frístundamiðstöðina við Garðavöll á Akranesi. Lögregla fór á staðinn og fann engin merki um innbrot né tilraun til innbrots. talið er að um gabb hafi verið að ræða og er það til rannsóknar. Lögregla lítur alvarlegum augum þegar tíma viðbragðsaðila er sóað og verður málið því kannað. -kgk Ók fullur í veg fyrir bíl HVALFJSV: Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi til móts við Lyng- holt í Hvalfjarðarsveit laust fyrir kl. 6 að morgni fimmtudags. Öku- maður missti þá stjórn á bifreið sinni með kerru í eftirdragi, fór yfir á öfugan vegarhelming í veg fyr- ir annan bíl. Varð árekstur bílanna og fyrri bíllinn hafnaði úti í skurði. Ökumaður bílsins sem ekið var yfir á öfugan vegarhelming er grunað- ur um ölvun við akstur. Var hann handtekinn á vettvangi, sýni tekin af honum og hann látinn sofa úr sér á stöðinni og rætt við hann að svo búnu. Engin slys urðu á fólki og segir lögregla mildi að ekki hafi farið verr. Málið er til rannsókn- ar. Annar ökumaður var stöðvað- ur á Vesturlandsvegi rétt sunn- an við Hólabrú á föstudagskvöld, grunaður um akstur undir áhrif- um ávana- og fíkniefna. Próf sem framkvæmt var á staðnum gaf það til kynna. Viðkomandi var hand- tekinn, fluttur á stöðina og gert að gefa sýni. Málið er til rannsóknar. -kgk Grunsamlegur maður á ferð AKRANS: tilkynnt var um grunsamlega menn á ferð við Hlynskóga á Akranesi um miðj- an dag síðasta miðvikudag. Íbúi hafði samband við lögreglu vegna þessa og sagði frá því að ókunn- ugur maður á bláum Volvo hefði bankað á dyrnar á heimili hans. Dóttir mannsins fór til dyra og þá kvaðst maðurinn hafa áhuga á að byggja hús í nágrenninu. Föð- ur stúlkunnar fannst þetta hljóma grunsamlega og hafði samband við lögreglu. Lögregla segir já- kvætt að fólk sé á varðbergi og hvetur íbúa til að hafa samband ef þeir verða varir við hegðun sem því finnst grunsamleg. -kgk Brotist inn í Kaffi Kjós KJÓSARHR: Lögreglan á Vest- urlandi fór og aðstoðaði kollega sína frá höfuðborgarsvæðinu þeg- ar tilkynnt var um innbrot í Kaffi Kjós kl. 4 aðfararnótt fimmtu- dags. Gekk lögregla fram á bíl og fólk við kaffihúsið, sem grunað er um að hafa brotist þar inn. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. -kgk Fiskeldi hefur vaxið mikið á und- anförnum árum og verði vöxtur á næstu árum, einkum í laxeldi, jafn- mikill og útlit er fyrir mun hann hafa teljandi áhrif í þjóðhagslegu samhengi. Það sem af er ári er vöxtur í útflutningsverðmæti milli ára um 60%. Útflutningsverðmæti fiskeldis verður líklega hátt í 20 milljarðar króna í ár eða sem nem- ur ríflega 1% af heildarútflutningi. Á þessu ári hafa samanlagðar fram- leiðsluheimildir í fiskeldi nær tvö- faldast og eru nú um 85 þúsund tonn á ári miðað við útgefin starfs- leyfi Umhverfisstofnunar. Það tek- ur rekstraraðila um tvö ár að kom- ast í fulla framleiðslugetu. Mestallt fiskeldi hér á landi er annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Aust- fjörðum og skiptist tiltölulega jafnt milli þessara tveggja landsvæða. „Útlit er fyrir að fiskeldi tvöfald- ist á næstu tveimur árum. Útflutn- ingsverðmæti fiskeldis gæti orðið um 40 milljarðar króna árið 2021 eða sem nemur hátt í 3% af heild- arútflutningi. Líklegt er að mikill vöxtur haldi áfram í einhver ár eftir 2021,“ segir í tilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu. mm Rússneska fyrirtækið Polar Sea+ hefur fest kaup á saltfiskvinnslu frá Skaganum 3X á Akranesi og verð- ur hún sett upp í Murmansk. Áætl- að er að uppsetning hefjist snemma næsta árs. Búnaðurinn er hannað- ur með gæði og góða meðhöndlun hráefnis að leiðarljósi, þar sem fyr- irtækið ætlar sér að flytja út hágæða vöru á kröfuharða markaði í suð- ur Evrópu, Suður Ameríku og Afr- íku. „Þetta verður stærsta saltfisk- framleiðsla sinnar tegundar í norð- ur Atlantshafi með framleiðslugetu allt að 50 tonn á dag,“ segir Pétur Jakob Pétursson, sölustjóri Skagans 3X í Rússlandi í tilkynningu. „Pol- ar Sea+ hafði samband við okkur í leit sinni að nútíma lausnum sem myndu standa undir þessari miklu framleiðslugetu sem um ræðir. okkar svar var að hanna heildar- lausn þar sem gæði og gott flæði framleiðslunnar væru í aðalhlut- verki,“ segir Pétur. Lausnin saman- stendur af RoteX Supreme uppþýð- ingarkerfi, snyrtilínu, pækilblönd- un og þurrsöltun. „Kerfið uppfyll- ir nútíma kröfur þegar horft er til vinnuaðstæðna og öryggis starfs- manna. Þá sparar það orku og vatn og stuðlar að aukinni nýtingu.“ mm Síðastliðinn föstudag lá ocean Dia- mond við landfestar í Grundarfjarð- arhöfn. Þetta var síðasta skemmti- ferðaskipið sem þar hefur viðkomu á þessu ári en töluverð aukning var á skipakomum 2019. Reiknað er með að ekki dragi úr komum þess- ara skipa næstu árin enda aðstæður fyrir þau til fyrirmyndar í Grund- arfirði. tfk Verulega hlýtt var um vestanvert landið miðað við árstíma síðast- liðinn fimmtudag. Mesti dagshit- inn mældist á Bláfeldi í Staðar- sveit á Snæfellsnesi, eða 20 gráður. Í Hraunsmúla var 19,5 gráður og á Þingvöllum 19,1 gráða. mm/ Ljósm. Mats Wibe Lund. Ocean Diamond séð út um kýraugað á listaverki Árna Johnsen sem er á höfninni til minningar um Edduslysið. Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins Mikill vöxtur í fiskeldi Selja búnað til rússneskrar saltfiskvinnslu Sumarhiti í septemberlok

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.