Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201912
Ofsaakstur og
eftirför
VESTURLAND: Laust eftir
kl. 11 að morgni þriðjudagsins
24. september var Lögregl-
unni á Vesturlandi tilkynnt
um hvíta BMW bifreið á ofsa-
hraða undir Hafnarfjalli á suð-
urleið. Lögregla fór af stað og
mætti umræddum bíl, sem þá
var ekið á meira en 200 km/
klst. Ökumaður sinnti ekki
stöðvunarmerkjum lögreglu
og ók inn í Hvalfjarðargöng.
Lögreglumenn frá Akranesi
veittu honum eftirför á tveim-
ur bílum og kallað var eftir að-
stoð sjúkrabíls. Haft var sam-
band við Lögregluna á höfuð-
borgarsvæðinu. Vesturlands-
vegi var lokað í Mosfellsbæ,
sett upp naglamotta í Álafoss-
kvosinni og setið fyrir öku-
manninum. Þegar hann ók
yfir mottuna sprakk á fram-
hjóli bílsins en ökumaður-
inn stöðvaði ekki fyrr en hann
var kominn að hringtorginu
við Langatanga í Mosfellsbæ.
Maðurinn reyndist vera í ann-
arlegu ástandi og réðst á lög-
reglu þegar hann steig út úr
bílnum. Hann var yfirbugaður
og handtekinn. Að sögn lög-
reglu er mikil mildi að mað-
urinn hafi ekki valdið stórslysi
með ofsaakstrinum. Málið er
til rannsóknar.
-kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
21. - 27. september
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 47.714 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 40.764
kg í sex róðrum.
Arnarstapi: 1 bátur.
Heildarlöndun: 13.622 kg.
Mestur afli: Kvika SH: 13.622
kg í þremur róðrum.
Grundarfjörður: 6 bátar.
Heildarlöndun: 218.223 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
62.434 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 13 bátar.
Heildarlöndun: 154.332 kg.
Mestur afli: tryggvi Eðvarðs
SH: 31.137 kg í fimm róðr-
um.
Rif: 9 bátar.
Heildarlöndun: 168.250 kg.
Mestur afli: Örvar SH: 32.868
kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 69.576 kg.
Mestur afli: Leynri SH:
41.762 kg í fimm róðrum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
62.434 kg. 25. september.
2. Sigurborg SH - GRU:
54.876 kg. 25. september.
3. Farsæll SH - GRU: 48.609
kg. 23. september.
4. Helgi SH - GRU: 43.658
kg. 22. september.
5. Örvar SH - RIF: 32.868
kg. 24. september.
-kgk
VARMADÆLUR
ÓDÝRARI LEIÐ TIL HÚSHITUNAR
Hagkvæmar í rekstri | Endingargóðar
Umhverfisvænar | Hljóðlátar
GASTEC | VAGNHÖFÐA 9 | REYKJAVÍK OPIÐ 8:00 - 18:00 ALLA VIRKA DAGA
Hafðu samband, við erum
sérfræðingar í varmadælum.
WWW.GASTEC.IS | SÍMI 587-7000
VARMADÆLUR HENTA SÉR-
STAK LEGA VEL Á „KÖLDUM“
SVÆÐUM LANDSINS, ÞAR
SEM EKKI ER HITAVEITA!
FUJITSU varmadælurnar eru þekktar
fyrir gæði og þeim fylgir 5 ára ábyrgð.
Síðastliðinn föstudag voru opn-
uð tilboð í lengingu Norðurgarðs í
Grundarfjarðarhöfn. Það er Hafn-
arsjóður Grundarfjarðarbæjar sem
óskaði eftir tilboðum í verkið en í
því felst m.a. 90 m langur bermu-
garður, rekstur 122 stálþilsplatna,
steypa ankerisplatna auk uppsetn-
ingar staga og festinga, jarðvinna
og festing polla og fríholta. Bygg-
ing bermugarðs skal lokið eigi síðar
en 15. janúar 2020, en verkinu á að
fullu að vera lokið 1. júní 2020.
Kostnaðaráætlun í verkið hljóðaði
upp á 246 milljónir króna og var
tilboð Borgarverks nánast á pari við
það, eða 0,6% yfir áætluðum kost-
naði. Fjögur önnur tilboð bárust og
voru þau frá 12-69% yfir áætlun.
mm
2. flokkur karla hjá Knattspyrnu-
félagi ÍA mætir FCI Levadia tallin
á Akranesvelli klukkan 16:00 í dag,
miðvikudaginn 2. október. Er þetta
fyrsta umferð liðanna í UEFA Yo-
uth League en liðin mætast aftur í
Eistlandi miðvikudaginn 23. októ-
ber næstkomandi. Verð á leikinn er
500 krónur og rennur ágóði beint í
ferðasjóð hjá 2. flokki karla en þeir
stefna á að kaupa sér ferðagalla og
hafa til þess fengið aðstoð fyrirtækja
í bænum. Áhugamir eru hvattir til
að sýna strákunum stuðning og
mæta á Akranesvöll í dag. arg
Vegagerðin óskaði nýverið eftir
tilboðum í hleðslu 180 metra sjó-
varnar við Breiðina á Akranesi. til-
boð voru opnuð fimmtudaginn 26.
september. Helstu magntölur eru
útlögn grjóts og sprengds kjarna um
2.000 m3 og upptekt og endurröð-
un grjóts um 1.000 m3 og skal verk-
inu vera lokið 1. mars 2020. Kostn-
aðaráætlun í verkið hljóðaði upp á
um 17,5 milljónir króna. Sjö tilboð
bárust og átti Þróttur ehf. á Akra-
nesi lægsta boð 16.845.000 krónur,
en Borgarverk var 30 þúsund krón-
um hærra. Áberandi hæsta boð kom
hins vegar frá Work North ehf .sem
bauð 238,3 milljónir króna.
arg
Þróttur átti lægsta boð
í sjóvörn við Breiðina
Borgarverk bauð lægst í
Norðurgarð í Grundarfirði
ÍA tekur á
móti FCI
Levadia
Tallin í dag