Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 19

Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 19 Mér líður eins og spóa, fyrir utan að það var líklegast mun auðveld- ara fyrir mig að fljúga með flugvél suður til vetrarstöðvanna hér í Afr- íku miðað við blessaða farfuglana. Ég flaug til Frakklands og svo til Marokkós og að lokum komst ég á leiðarenda í Niamey í Níger. Eins og flest ykkar lásuð í Skessuhorninu í síðustu viku þá er ég, illa undirbúinn en ævin- týragjarn Borgnesingur, að flytja til vanþróaðasta ríkis í heimi til að elta ástina. Ég verð að játa að ég var pínu smeykur að flytja burt frá rólega Borgarnesi, heimabænum mínum þar sem ég þekkti alla og allt er einhvern veginn svo vinalegt og þægilegt. Í Borgarnesi er ekk- ert að óttast, en þegar ég googlaði Níger varð ég kannski ögn meira en bara smeykur. Hvort sem það er hitinn í Sahara eyðimörkinni, átök heimafólks við hryðjuverka- samtökin Boko Haram og Isis á landamærunum eða bara meðvit- uðu og ómeðvituðu fordómarnir sem byggst hafa upp hjá mér eftir endalausu slæmu fréttirnar frá Afr- íku. Eitt er þó víst að borgin Nia- mey, þar sem kærastan beið eft- ir mér er allt öðruvísi en blessaða Borgarnesið mitt. Þessi tilfinning var orðin frek- ar sterk þegar ég fór upp í síð- ustu flugvélina frá Casablanca yfir til Niamey. Ég horfði yfir farþega vélarinnar sem voru að koma sér fyrir, hin ýmsu tungumál heyrð- ust um allt og verandi eini hvíti maðurinn í flugvélinni. Auk þess kunni ég litla sem enga frönsku, hvað þá arabísku, þá var upplif- unin orðin ögn yfirþyrmandi. Ég settist við hliðina á brosandi manni sem sagði eitthvað voða vinalegt á frönsku. Það eina sem ég kann al- mennilega í frönsku er að segja með fullkomnum hreim: “Excusez moi, je ne parle pas français. Par- lez vous anglais?” sem þýðir: “Af- sakið, ég tala ekki frönsku. talar þú ensku?” Þegar ég svaraði hon- um með þessu yppti hann öxlum og brosti bara breiðar. Hann kom þó auga á vegabréfið mitt og brosti þá breiðar en nokkur annar sem ég hef séð. „Du er fra Island! Forstår du norsk?” Líklegast brosti ég alveg jafn breitt og hann því sat ég ekki fyr- ir tilviljun við hliðina á manni frá Súdan, sem talaði reiprennandi norsku. Kona og dætur hans búa í Kristiansand í Noregi en hann fer reglulega til Afríku til að vinna. Ég var nú snöggur að rifja upp norsk- una og hófst langt og gott spjall við þennan stórskemmtilega Ab- deletif. Hann er verkfræðingur fyrir al- þjóðlegt fyrirtæki í Afríku og hann sérhæfir sig í að stjórna uppbygg- ingu á vegakerfum milli landa. Hann var búinn að vinna um alla Afríku í yfir 30 ár og þvílíkar sögur og fróðleikur sem hann þuldi upp. Hið besta af öllu var hve vel hann talaði um áfangastaðinn minn. Hann sagði Níger eiga við mjög mörg erf- ið vandamál að stríða en að höfuð- borgin væri full af bjartsýni og yfir- leitt vinalegu og jákvæðu fólki. Þar væri uppbygging og mikið og fjöl- breytilegt líf og fyrir mann eins og mig þá væri þar mjög gott að búa. Það var alveg dásamlegt að tala við þennan mann. Hann líkti Afr- íku við Þýskaland og Japan eftir síð- ari heimsstyrjöldina. Þar var allt í rúst og eymd, en með þrótt, vinnu og tíma má gera allt betra. Hann var svo stoltur af vinnunni sinni og sérstaklega talaði hann um hve gef- andi það væri að koma aftur til lands þar sem hann hafði lagt vegi fyrir áratugum síðan og sjá svo jákvæðu breytingarnar og uppbygginguna. Abdeletif og hans sögur er einmitt það sem við heyrum svo sjaldan heima á Íslandi. Það er svo margt að gerast í þessari heimsálfu og með smá þolinmæði má finna fullt af já- kvæðum fréttum. Ég skal hafa augu og eyrun opin og láta ykkur vita í næstu viku. Geir Konráð Theódórsson Ég er kominn til Afríku!

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.