Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201920
Vegna framkvæmda sem stað-
ið hafa yfir við Grunnskólann í
Borgarnesi var ákveðið að upphaf
skólaárs unglingastigs færi fram í
húsi Menntaskóla Borgarfjarð-
ar. Hefðbundið skólastarf var
brotið upp fyrstu fjórar vikurn-
ar í haust. Farið var af stað með
stórt þemaverkefni sem nefnist
Draumalandið, en það samþætt-
ir námsgreinar sem kenndar eru.
Nemendum 8. til 10. bekkjar
var þannig skipt upp í hópa sem
unnu að því að skapa ímyndað
draumaland. Verkefninu lauk svo
formlega síðastliðinn miðviku-
dag. Var foreldrum boðið á sýn-
ingu í húsi Menntaskólans þar
sem afrakstur verkefnavinnunn-
ar var kynntur. tíðindamaður
Skessuhorns fékk að fljóta með.
Námsgreinum fléttað
inn í verkefnið
Umsjónarkennarar í elsta stigi
skólans eru m.a. Birna Hlín
Guðjónsdóttir og Inga Margrét
Skúladóttir. „Þegar búið var að
ákveða að ráðast í þetta verk-
efni heimsóttum við vini okk-
ar í Grundaskóla á Akranesi, en
þar hefur sambærileg verkefna-
vinna farið fram. Við nýttum
reynslu þeirra og útfærðum að
okkar þörfum og í raun má segja
að þau hafi ýtt okkur út í djúpu
laugina,“ sögðu þær Inga Mar-
grét og Birna Hlín í samtali við
blaðamann. „Allir kennarar voru
meðvitaðir um að hefðbundið
nám myndi ekki fara fram á með-
an á verkefninu stóð, en engu að
síður voru þær námsgreinar sem
kenndar eru fléttaðar inn í verk-
efnavinnuna og átti það jafnt
við um íslensku, dönsku, ensku,
samfélagsfræði, náttúrufræði og
lífsleikni, auk stærðfræðinnar.
Svona verkefnamiðað nám fellur
vel að hæfniviðmiðum aðalnáms-
skrár.“
Þær Inga Margrét og Birna
Hlín segja að á fyrstu dögum
skólaársins hafi hópurinn kom-
ið sér fyrir í húsnæði Mennta-
skólans og byrjað á hópefli og
samhristingi. „Nemendur átt-
unda bekkjar eru að byrja á ung-
lingastigi og höfðu síðasta vet-
ur auk þess haldið til í Gamla
mjólkursamlaginu vegna fram-
kvæmdanna við byggingu grunn-
skólans. Það reyndist þessum
krökkum gríðarlega mikilvægt að
fá að samlagast eldri nemendum
í gegnum draumalandsverkefnið
og nú smella allir saman sem ein
flís,“ segja þær. Ungmennin sem
blaðamaður ræddi við staðfestu
það og lýstu ánægju sinni með
að þessi hundrað manna hópur
er miklu samheldnari nú en hann
var áður en verkefnið hófst.
Nemendur unglingastigs GBN hönnuðu draumalandið
Hefðbundið nám brotið upp í fjórar vikur
Nemendur unglingastigs Grunnskóla Borgarness ásamt kennurum sínum.
Nemendur kynntu verkefnin síðastliðinn miðvikudag fyrir foreldrum sínum og öðrum gestum.
Aron, Signý María, Andrea Ína og Andri létu vel af verkefninu um Draumalandið.