Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 23

Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 23 Laugardaginn 28. september komu tvö ný skip til heimahafnar í Grundarfirði. Þarna voru út- gerðirnar FISK Seafood og Soffanías Cecils- son að endurnýja Farsæl og Sigurborgu en nýju skipin munu bera sömu nöfn. Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12 verða gerð út frá Grundarfirði og er þeim fyrst og fremst ætlað að sinna því sem útgerðin vill kalla „fjölmiðaskrap“ en það eru veiðar á sólkola, skarkola, steinbít og fleiri tegundum af fiskimiðunum. Í tilefni skipakomunnar var efnt til kaffisam- sætis í húsakynnum Soffaníasar Cecilssonar eft- ir að gestir höfðu skoðað skipin við heimkom- una. „Þetta eru tveir smáir en knáir trollbátar sem vonandi munu gera okkur kleift að sækja á fleiri mið en áður, fjölga aflategundum og auka um leið rekstraröryggið. Það er ekki síður mik- ilvægt að aðbúnaður áhafnanna batnar til muna og öryggið um borð tekur miklum framförum frá því sem var á eldri bátunum,“ segir Frið- björn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK Seafood, í samtali við Skessuhorn. Ýmsar framkvæmdir hafa verið gerðar og endurbætur á húsakynnum Soffaníasar Cecils- sonar síðan FISK Seafood festi kaup á fyrirtæk- inu. Síðustu misserin hafa iðnaðarmenn verið við störf en búið er að endurnýja mötuneyti, klæða og einangra tvær stórar hliðar á húsinu, skipta um sextíu til sjötíu glugga, endurnýja tækjakost og svo núna endurnýja tvö skip fyrir- tækisins. tfk Þórólfur Gíslason óskar Guðmundir Snorrasyni, skipstjóra Farsæls, til hamingju. Tvö ný skip til Grundarfjarðar Farsæll SH 30 lagstur að bryggju en fjær má sjá Sigurborgu SH 12 sigla til hafnar. Sigurborg SH 12 í innsiglingunni. Þónokkur fjöldi fólks tók á móti skipunum. Farsæll SH 30 lagðist fyrst að bryggju. Ómar Þorleifsson, skipstjóri á Sigurborgu SH 12, í brúnni. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar og Guðmundur Snorrason, skipstjóri á Farsæl SH 30. Glæsilegar veitingar voru í húsakynnum Soffaníasar Cecils- sonar. Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður FISK Seafood, hélt stutta tölu um tildrög kaupanna. FISK Seafood veitti Dvalarheimilinu Fellaskjóli einnar millj- ónar króna styrk í tilefni dagsins en Hildur Sæmundsdóttir veitti styrknum viðtöku frá Þórólfi Gíslasyni. Friðbjörn Ásbjörnsson ásamt eiginkonu og syni, Björg Ágústsdóttir og Þórólfur Gíslason.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.