Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201924
Hugmyndin „Beljur í búð“ stóð
uppi sem sigurvegari í Plastaþoni
Umhverfisstofnunar og Plastlauss
septembers sem fram fór um liðna
helgi. Sjö teymi unnu að lausnum á
plastvandanum en fjölbreyttur hóp-
ur fólks tók þátt í viðburðinum.
Hugmyndin á bak við Beljur í búð
er sú að setja upp sjálfsafgreiðslu-
vélar fyrir mjólkurvörur í verslun-
um þannig að kaupandinn geti dælt
vörunni sjálfur í fjölnota umbúðir.
teymið samanstóð af tveimur lista-
konum, tveimur nemum úr tækni-
skólanum, verkfræðingi frá Eflu og
markaðsstjóra Krónunnar. teymis-
meðlimir eru þær Dröfn Sveins-
dóttir, Gríma Katrín ólafsdótt-
ir, Hafdís Bjarnadóttir, Móeiður
Helgadóttir, Lára Kristín Þorvalds-
dóttir og Hjördís Elsa Ásgeirsdótt-
ir. Í rökstuðningi dómnefndar kom
fram að stór þáttur í sigri lausn-
arinnar væri sú staðreynd að hún
gæti vel orðið að veruleika í náinni
framtíð.
Dómnefnd skipuðu Auður Önnu
Magnúsdóttir, framkvæmda–stjóri
Landverndar, Einar Bárðarson,
framkvæmdarstjóri Votlendissjóðs
og Sigríður Heimisdóttir, iðnhönn-
uður hjá IKEA.
mm
Sú breyting mun eiga sér stað um
næstu áramót að sá hluti núverandi
Kaldadalsvegar (550) sem liggur frá
Þingvallavegi (36) að vegamótum
við Uxahryggjaveg (52) mun verða
hluti Uxahryggjavegar. Þann-
ig mun vegur 52 liggja frá Þing-
vallavegi alla leið að Borgarfjarð-
arbraut (50). Sjá kort. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá Vegagerð-
inni. Þar segir jafnframt að þessi
breyting taki gildi frá og með 1.
janúar nk. „töluverður munur er
á vegtegundum á Kaldadalsvegi og
þykir eðlilegra að þessi syðri hluti
hans tilheyri Uxahryggjavegi. Þessi
breyting er m.a. hugsuð fyrir ferða-
menn, á leið á milli Suðurlands og
Vesturlands, sem slysast þannig síð-
ur inn á veg sem hentar ekki öllum
farartækjum jafn vel.“
mm
Um síðustu helgi komu þessar
fimm stelpur saman, en þær eru
fimm ættliðir í beinan kvenlegg og
búa allar í Borgarnesi. Á myndinni
eru Guðrún Jónsdóttir, sem er 94
ára, Jóhanna Þórðardóttir 73 ára,
Guðrún ólafsdóttir 50 ára, Jóhanna
Marín Björnsdóttir 26 ára og Sonja
Björk Viktorsdóttir sem er alveg að
verða þriggja ára.
mm/ Ljósm. bbþ
Bókaútgáfan Sæmund-
ur hefur gefið út bók-
ina Kindasögur eftir þá
Guðjón Ragnar Jónas-
son og Aðalstein Ey-
þórsson. Í kynningu
segir: „Íslenska sauð-
kindin er harðger, úr-
ræðagóð og ævintýra-
gjörn, það vita all-
ir sem hana þekkja. Í
þessari bók eru rifj-
aðar upp sögur af ís-
lenskum kindum að
fornu og nýju, afrekum
þeirra, uppátækjum og viðureign-
um við óblíða náttúru og kapps-
fulla smala. Við kynn-
umst meðal annars
Herdísarvíkur-Surtlu,
Eyvindarmúla-Flekku,
villifé í tálkna, hrútn-
um Hösmaga í Drang-
ey og forystusauðnum
Eitli. Kindasögur eru
sérstök grein íslenskr-
ar sagnaskemmtunar
sem á sér langa sögu
en lifir enn góðu lífi –
rétt eins og sauðkindin
sjálf. Höfundar bókar-
innar eru áhugamenn
um sögur og sauðfé.“
mm
Breyting á vegnúmeri
Kindasögur í bók
Fimm ætt-
liðir í beinan
kvenlegg
Á myndinni eru Sigríður Heimisdóttir, Auður Önnu Magnúsdóttir og Einar Bárðarson, meðlimir dómnefndar og Móeiður
Helgadóttir, Hafdís Bjarnadóttir og Lára Kristín Þorvaldsdóttir, í sigurteymi Plastaþons 2019.
Beljur í búð verðlaunaverkefni Plastaþons
hausthátíð
SKALLAGRÍMS 2019
Latibær og leikir – Ómótstæðilegt kótilettukvöld – Stórdansleikur með Bland
Laugardaginn 5. október verður Hausthátíð Skallagríms haldin við og í Hjálmakletti í Borgarnesi
og það verður brjálað stuð allan daginn!
Kl. 13:00 Latibær, leikir, grín og glens. Keppni í óhefðbundnum íþróttagreinum – verður sett heimsmet í stígvélakasti eða slökkvibíladrætti?
Solla stirða og Halla hrekkjusvín verða á staðnum og kannski eiri íbúar Latabæjar. Uppskeruhátíð yngri okka Skallagríms.
Kl. 16:00 Ball með Bland. Brjálað stuð fyrir börnin og ölskylduna með Hljómsveitinni Bland.
Kl. 20:00 Kótilettukvöld. Kótilettur í raspi með rauðkáli, rabbarasultu og grænum baunum. Gísli Einarsson stjórnar veislunni, söngur, grín og glens.
Ómótstæðilegt. Aðgangseyrir kr. 4000. Miðapantanir í síma 848 7819.
Kl. 23:30 Stórdansleikur með hljómsveitinni Bland. Aldurstakmark 18 ár. Aðgangseyrir kr. 3000.
Allir ofboðslega velkomnir og ef þú tekur allan pakkann, kótilettur og ball, þá kostar þetta bara 6000 þúsund kall
Knattspyrnudeild Skallagríms