Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 28

Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201928 Mt: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað þykir þér best við haustið? Spurni g vikunnar (Spurt á Höfða á Akranesi) Ágúst Þórðarson Gott veður og litadýrðin sem kemur. Ósk Jóhannesdóttir Fallegu haustlitirnir. Guðrún Daníelsdóttir Fallegt umhverfi og hvað trén verða falleg. Katrín Ólafsdóttir Þegar snjórinn kemur. Ólöf Guðlaug Sigurðardóttir Það er margt gott við haustið. Síðastliðinn laugardag var haldið í íþróttahús- inu í ólafsvík fyrsta Crossfit mótið sem fram fer í Snæfellsbæ. Voru keppendur 48 talsins. Keppt var í þremur flokkum; skölun kvenna, RX kvenna og RX karla og voru fjórir einstaklingar í hverju liði. Það voru fimm lið úr Snæfellsbæ sem tóku þátt, fjögur lið úr Grundarfirði og þrjú lið úr Stykkishólmi. af Minni veiði var í allflestum laxveiði- ám Vesturlands á nýliðnu tíma- bili. Hlýindi og þurrkar ráða þar mestu, enda var sáralítil úrkoma frá vori og fram á haust, þegar himn- arnir opnuðust. Skessuhorn tek- ur hér stöðuna í nokkrum ám, en lokatölur liggja ekki allsstaðar fyrir. Veiði lauk víðast hvar mánudaginn 30. september, en veiði heldur eitt- hvað áfram í þeim ám sem byggja á seiðasleppingum. Við byrjum yfirferð okkar í Saurbæ í Dölum. Hvolsá og Stað- arhólsá gáfu 161 lax og yfir 400 bleikjur. Það verður að teljast nokk- uð góð veiði miðað við aðstæður. Flekkudalsá endaði í 60 löx- um þetta sumarið, að sögn Ingólfs Helgasonar. Krossá endaði í 51 laxi. trausti Bjarnason á Á segir þetta búið að vera erfitt sumar og svo endaði áin í flóðum eftir stórrigningar um dag- inn. Búðardalsá endaði í 98 löxum þetta sumarið. Síðustu tölur sem við heyrðum úr Laxá í Dölum hljóðuðu upp á ríf- lega 700 laxa, en veiðin tók góðan kipp undir það síðasta. Veiðin tók sömuleiðis kipp í Fáskrúð í Dölum. Lokatölur liggja þó ekki fyrir. Haukadalsá gaf aðeins 220 laxa en töluvert var að fiski í henni, bar- asta ekki í tökustuði. „Hörðudalsá endaði í 40 löxum og líklega um 160 bleikjum,“ sagði Níels Sigurður olgeirsson á Selja- landi í Hörðudal. Straumfjarðará endaði í 169 löx- um og Haffjarðará í 651 laxi. Síð- ustu tölur úr Hítará segja 203 laxar en enginn sást við veiðar í ánni um síðustu helgi og veiðum líklega lok- ið. Þá hefur Álftá verið að gefa eitt- hvað og veiðimenn voru í henni um síðustu helgi. Mjög lítið hefur verið veitt í henni í sumar en áin þó skil- að einhverjum fiskum. Langá á Mýrum endaði í 659 löx- um en þrátt fyrir góðar rigningar í haust jókst veiðin ekki umtalsvert. Gljúfurá í Borgarfirði tók kipp þegar rigndi og veiðimenn fengu vel í soðið. Síðustu tölur voru í kringum160 laxar en hún var vatns- laus stóran hluta sumars eins og flestar veiðiár á svæðinu. Norðurá endaði í 557 löxum sem líklega er lélegasta veiði nokkru sinni. Þverá er að enda þetta sumarið en síðasta tala þaðan hljóða upp á 1132 laxa. Brennan endaði í 188 löxum og hellingi af birtingi. „Við fengum góða veiði undir það síðasta; fimm laxa og nokkra flotta sjóbirtinga,“ sagði veiðimaður sem var í Brenn- unni. Straumarnir gáfu aðeins 56 laxa en töluvert af silungi. Lokatala úr Flókadalsá í Borg- arfirði er 233 laxar þetta sumarið og Reykjadalsá endaði í rétt yfir hundrað löxum. Þar veiddist bolta- fiskur á mánudaginn. Bændur hafa sjálfir annast sölu veiðileyfa í sum- ar, slitu í júní samstarfi við SVFK. Síðustu tölur úr Grímsá eru í kringum 700 laxar. Þokkalegt mið- að við veðrið, en Grímsánni helst vel á vatni í þurrkasumrum. Leirá hefur verið góð núna eft- ir að rigndi hressilega. Stefán Sig- urðsson og Harpa Þórðardóttir, leigutakar árinnar, fengu tíu sjó- birtinga og einn lax einn sunnu- dagseftirmiðdag fyrir stuttu. Laxá í Leirársveit lokaði fyrr en mátti vegna þessa hve lítið var af laxi í ánni. Lokatölur þaðan eru 348 laxar sem eru svipað lokatölum í Laxá í Kjós. gb Meistaraflokkur kvenna í blaki í Grundarfirði hóf tímabilið með heimaleik fimmtudaginn 26. sept- ember síðastliðinn. Liðið vann sér þátttökurétt í næstefstu deild eftir góðan árangur í annarri deildinni í fyrra. UMFG tók á móti b-liði Aftureldingar í sínum fyrsta leik og fyrsta hrinan var jöfn og spenn- andi. Liðin skiptust á að taka for- ystu í hrinunni en að endingu fór svo að Afturelding vann hrinuna 25-20. Eitthvað virtist þetta hafa slegið heimamenn út af laginu því gestirnir unnu aðra hrinu 25-14 og voru því komnar í 2-0 og með væn- lega stöðu. Þriðja hrinan var jafn- ari en fór svo að lokum að gestirn- ir kláruðu hana 25-19 og unnu því leikinn 3-0 og fóru með öll stigin suður. Næsti leikur UMFG verður laugardaginn 5. október í íþrótta- húsi Grundarfjarðar á móti liði Vestra frá Ísafirði. tfk Keppt í Crossfit á Snæfellnesi Tímabilið hafið hjá blakliði Grundarfjarðar Miklu minni veiði einkennir liðið laxveiðisumar Sigurður Bragi Sigurðsson með fal- legan hæng úr Reykjadalsá í Borgar- firði. Ómar Óskarsson með flottan lax úr Miðá í Dölum. Ljósm. gg.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.