Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2019, Blaðsíða 3

Læknablaðið - jan. 2019, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gunnhildurarna@gmail.com Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2050 Prentun, bókband og pökkun á Íslandi Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 16.900,- m. vsk. Lausasala 1690,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2019/105 3 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Gerður Gröndal Fyrstu helgina í desember var haldið XXIII. þing Félags íslenskra lyflækna í Hörpu. Að undir- búningnum stóðu stjórn lyflækna, þau Davíð O. Arnar formaður, Gerður Gröndal ritari, Sigurð- ur Ólafsson gjaldkeri, Signý Vala Sveinsdóttir, Runólfur Pálsson, Friðbjörn Sigurðsson og Örv- ar Gunnarson meðstjórnendur og auk þeirra sérnámslæknar í lyflækningum, þær Bára Dís Benediktsdóttir og Theódóra Rún Baldvinsdóttir. Bylgja Kjærnested hjúkrunarfræðingur sá um skipulagningu fyrirlestra á sviði hjúkrunar. Þau nýmæli voru að vikuna á undan var vika lyflækninga með hádegisfyrirlestrum á Landspít- ala Hringbraut og í Fossvogi, og fræðslufyrirlestr- um í Petersen svítunni föstudagskvöldið viku fyrir þingið. Læknablaðið gaf út fylgirit með ágrip- um og dagskrá þingsins, og er efnið varðveitt á heimasíðu blaðsins: laeknabladid.is/fylgirit/ Meðal þess sem þar bar hæst var málþing um uppbyggingu starfsferils í lyflækningum, þar sem Rita Redberg læknir og aðalritstjóri JAMA Internal Medicine, fjallaði um mikilvægi vísinda- rannsókna og hvernig best er að bera sig að við að birta vísindagreinar, og listina að flétta saman klínískt starf og vísindavinnu. Um árabil hefur þingið verið helsti vettvangur fyrir kynningu á niðurstöðum vísindarann- sókna, margir af okkar fremstu vísindamönnum í læknisfræði hafa þreytt frumraun sína á þingum félagsins. Verðlaun voru veitt úr Verðlaunasjóði í læknisfræði fyrir bestu veggspjöld og fyrirlestra unglæknis og læknanema. Sjóðurinn var stofn- aður af Þórði Harðarsyni prófessor emeritus í lyflækningum og Árna Kristinssyni, fyrrum yfirlækni hjartalækninga. Bára Dís Benedikts- dóttir, deildarlæknir á lyflækningasviði, og Hulda Hrund Björnsdóttir, læknanemi, hlutu verðlaunin að þessu sinni. Í dómnefndinni voru Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, sem var formaður, Margrét Birna Andrésdóttir og Karl Andersen. Verkefni Báru heitir „Notkun erfðaupp- lýsinga til að draga úr hættu á skyndidauða. Stökkbreytingar sem valda heilkenni lengingar á QT-bili á Íslandi”. Samstarfsaðilar hennar eru Garðar Sveinbjörnsson, Hilma Hólm, Daníel F. Guðbjartsson, Davíð O. Arnar og Kári Stefánsson. Verkefni Huldu Hrundar heitir „Krabbamein verður helsta dánarorsök einstaklinga með T2M. Áhorfsrannsókn á sænskri landsvísu á 457.473 einstaklingum með T2DM borið saman við 2.287.365 pöruð viðmið”. Samstarfsaðilar henn- ar eru Araz Rawshani, Aidin Rawshani, Stefan Franzén, Ann-Maríe Svensson, Naveed Sattar, Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir. Auk sigurvegaranna þóttu nokkur rann- sóknarverkefni skara fram úr: Gísli Þór Axelsson, læknanemi: „Tengsl millivefslungnabreytinga við heilsutengda þætti“, Unnar Óli Ólafsson, læknanemi: „Gildi MB-LATER skilmerkja til að spá fyrir um árangur rafvendinga vegna gáttatifs“, Rebekka Sigrún Lynch, deildarlækn- ir: „Lifetime exposure to violence and other life stressors and hair cortisol concentration in women“, Kristján Torfi Örnólfsson, unglæknir: „Lýðgrunduð rannsókn á svörun sjúklinga með primary biliary cholangitis við meðferð með ursodeoxycholsýru“. Einn af hápunktum þingsins var þegar fjórir læknar voru gerðir að heiðursfélögum í Félagi íslenskra lyflækna, þeir Ari Jóhannesson, Magni Jónsson, Magnús Böðvarsson og Uggi Agnarsson, allir framúrskarandi lyflæknar, virkir á þingum félagsins og hafa gefið mikið af sér til lyflækn- inga á sínum starfsferli. Þinginu lauk með kvöldverði og dansleik enda félagsleg efling mikilvæg fyrir þá sem starfa inn- an lyflækninga. Myndina tók Davíð O. Arnar og á henni eru frá vinstri Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Karl Andersen, Bára Dís Benediktsdóttir, Hulda Hrund Björnsdóttir, Margrét B. Andrésdóttir og Þórður Harðarson. XXIII. þing Félags íslenskra lyflækna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.