Læknablaðið - jan 2019, Qupperneq 11
LÆKNAblaðið 2019/105 11
Inngangur
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að allt að 90% þungaðra kvenna
noti lyf einhvern tíma á meðgöngu, lyfseðilsskyld lyf eða lausa-
sölulyf.1,2,3 Af siðferðilegum ástæðum eru barnshafandi konur
nánast undantekningarlaust útilokaðar frá þátttöku í klínískum
lyfjarannsóknum, sem veldur því að skortur er á gagnreyndum
öryggisupplýsingum um áhrif lyfja á fóstur.4,5 Mikilvægt er þó að
þær traustu og gagnreyndu upplýsingar sem til eru um skaðleg
áhrif lyfja á fóstur séu aðgengilegar heilbrigðisstarfsfólki og þung-
uðum konum. Rannsóknir hafa sýnt að þungaðar konur í vestræn-
um löndum nota internetið í flestum tilfellum sem sitt fyrsta val
þegar kemur að upplýsingaöflun um lyfjanotkun á meðgöngu. Oft
á tíðum leita þær einnig til ljósmóður, heimilislæknis, fæðingar-
læknis eða starfsfólks lyfjaverslana.6,7
Ýmsir þættir geta haft áhrif á viðhorf til lyfjanotkunar og má
til dæmis nefna menntun, efnahagsstöðu, starf, tekjur, búsetu,
menningu og fleira. Einnig getur upplýsingagjöf og aðgengi að
upplýsingum um lyf á meðgöngu haft áhrif á viðhorfið. Konur
með hærra menntunarstig eru taldar hafa rökréttara og jákvæðara
viðhorf gagnvart lyfjanotkun á meðgöngu. Þær konur sem starfa
í heilbrigðisgeiranum eru einnig almennt betur upplýstar um ör-
ugga lyfjanotkun á meðgöngu.8,9,10 Rannsóknir sem gerðar hafa
verið á viðhorfi þungaðra kvenna til lyfjanotkunar á meðgöngu
hafa margar sýnt fram á ofmat kvennanna á áhættu við notkun
lyfja á meðgöngu.8,11 Áhættan við ómeðhöndlaðan sjúkdóm eða
sjúkdómsástand móður getur í mörgum tilvikum verið meiri en
Notkun lyfja, fæðubótarefna
og náttúruvara á meðgöngu
Unnur Sverrisdóttir1 lyfjafræðingur
Freyja Jónsdóttir1,2 lyfjafræðingur
Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2 lyfjafræðingur
Hildur Harðardóttir3,4 læknir
Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir4,5 læknir
1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2Sjúkrahúsapóteki Landspítala, 3Kvennadeild
Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Fyrirspurnum svarar Unnur Sverrisdóttir, unnursve@gmail.com
áhættan á að lyfið hafi skaðleg áhrif á fóstrið.12 Hlutfall kvenna
sem nota lyf á meðgöngu sem talið er hafa áhættu í för með sér
er breytilegt á milli rannsókna, frá 1% upp í 59%.2 Vandasamt get-
ur reynst að bera saman rannsóknir vegna ólíkra skilgreininga á
áhættu á fósturskaða.
Notkun fæðubótarefna, svo sem steinefna, fitusýra og vítamína,
þá sérstaklega D-vítamíns og fólínsýru, er talin algeng meðal
þungaðra kvenna. Hafa rannsóknir sýnt fram á notkun fæðubót-
arefna hjá allt að 90% barnshafandi kvenna.13-15
Notkun náttúruvara er talin hafa aukist í samfélaginu á síð-
astliðnum árum og benda rannsóknir til að svo sé einnig meðal
þungaðra kvenna.16-18 Í ljósi skorts á rannsóknum um náttúru-
R A N N S Ó K N
Á G R I P
Inngangur: Lyfjanotkun á meðgöngu er talin algeng og oft nauðsyn-
leg, þrátt fyrir að skortur sé á rannsóknum og gagnreyndum upplýs-
ingum um notkun lyfja á meðgöngu. Markmið rannsóknarinnar var að
kanna lyfjanotkun þungaðra kvenna fyrstu 20 vikur meðgöngu. Einnig
að kanna notkun vítamína, steinefna, fitusýra og náttúruvara. Viðhorf
kvenna til slíkrar notkunar á meðgöngu var einnig kannað ásamt upp-
lýsingaöflun þeirra.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á fósturgreiningar-
deild Landspítala á tímabilinu janúar til apríl 2017. Konum sem mættu í
20 vikna ómskoðun var boðin þátttaka og spurningalisti þá lagður fyrir
konurnar í kjölfar skoðunar.
Niðurstöður: Af 213 þátttakendum notuðu 90% lyf einhvern tíma á
fyrstu 20 vikum meðgöngu. Um 80% lyfjanna falla í FASS-öryggis-
flokka A og B og samkvæmt því talið óhætt að nota þau á meðgöngu.
Aðeins 14% kvennanna notaði ekki fólínsýru fyrstu 12 vikurnar og
voru tengsl við ungan aldur (p=0,019) og búsetu utan höfuðborgar-
svæðisins (p=0,03). Hlutfall kvenna sem notuðu náttúruvörur var 14%
en upplýsingar skortir um notkun þeirra á meðgöngu. Mikill meirihluti
kvennanna (81%) taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar þegar
lyfi var ávísað og 94% þeirra taldi sig hafa aðgengi að fullnægjandi
upplýsingum um lyf á meðgöngu. Algengast var að leita á netið (51%)
eða til ljósmóður (44%).
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengt er að konur
taki lyf og fæðubótarefni á meðgöngu. Notkun flestra lyfjanna telst
örugg á meðgöngu. Meirihluti barnshafandi kvenna tekur fólínsýru.
Barnshafandi konur hafa rökrétt og allajafna jákvætt viðhorf til lyfja-
notkunar á meðgöngu.
https://doi.org/10.17992/lbl.2019.01.211