Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jan 2019, Page 12

Læknablaðið - Jan 2019, Page 12
12 LÆKNAblaðið 2019/105 vörur er erfitt að meta öryggi og áhrif við notkun á meðgöngu á fóstur.19,20,21 Hér á landi hefur lyfjanotkun á meðgöngu lítið verið rannsök- uð og er þetta að því er best er vitað fyrsta rannsóknin á viðhorfi barnshafandi kvenna til lyfjanotkunar á meðgöngu og því hvernig þær afla sér upplýsinga um lyfjanotkun á meðgöngu. Megintil- gangur þessarar rannsóknar var að kanna notkun lyfja, vítamína, steinefna, fitusýra og náttúruvara meðal barnshafandi kvenna á fyrstu 20 vikum meðgöngu ásamt viðhorfi þeirra til notkunar- innar. Þá var einnig skoðað hvar þungaðar konur leituðu helst að upplýsingum um örugga lyfjanotkun á meðgöngu. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var framskyggn og framkvæmd á fósturgreiningar- deild Landspítala á tímabilinu janúar til apríl 2017. Rannsókn- arhópinn mynduðu barnshafandi konur, 18 ára og eldri, sem mættu í venjubundna ómskoðun við 20 vikur. Þeim var boðin þátttaka í rannsókninni af ljósmóður í kjölfar ómskoðunar. Úti- lokaðar frá þátttöku voru konur með skerta vitræna getu, þær sem ekki töluðu íslensku og þær konur sem fengu óeðlilega niðurstöðu úr ómskoðun. Spurningalisti var lagður fyrir konurnar í formi viðtals við rannsakanda í kjölfar ómskoðunar í viðtalsherbergi á fósturgreiningardeild Landspítala. Spurt var um notkun lyfja á meðgöngu, ástæðu fyrir notkuninni, tíðni notkunar og hver hefði ávísað lyfinu eða ráðlagt notkun. Sömu spurninga var einnig spurt varðandi notkun vítamína, steinefna, fitusýra og náttúruvara. Upplýsingaveitur sem þungaðar konur nýttu sér við öflun upp- lýsinga um lyfjanotkun á meðgöngu voru sömuleiðis kannaðar. Þá var kannað hvort konan hefði hætt inntöku lyfs vegna með- göngunnar og jafnframt hver hefði ráðlagt slíkt, heilbrigðisstarfs- maður eða annar. Að lokum var viðhorf til lyfjanotkunar og nátt- úruvara skoðað. Eftirfarandi bakgrunnsupplýsinga var aflað frá þátttakendum: aldur, fjöldi fæðinga fyrir núverandi meðgöngu, menntunarstig, hjúskaparstaða, póstnúmer búsetu og hvort þær störfuðu sem heilbrigðisstarfsmenn eða hefðu menntun á því sviði. Spurningalistinn var hannaður og þróaður af rannsakend- um en þó voru í rannsókninni 5 spurningar varðandi viðhorf til lyfjanotkunar á meðgöngu sem áttu sér fyrirmynd í erlendri rann- sókn.8,9 Við öryggisflokkun lyfja á meðgöngu var notað sænska ör- yggisflokkunarkerfið sem finna má í sænsku sérlyfjaskránni FASS (Farmaceutiska Specialiteter i Sverige). Þar eru öryggisflokkarnir fjórir talsins, A, B, C og D en flokkur B greinist frekar í B1, B2 og B3. Lyf í flokki A eru talin örugg á meðgöngu. Lyf í flokki B eru einnig talin örugg á meðgöngu en öryggisupplýsingar um notkun þeirra meðal þungaðra kvenna er takmörkuð að einhverju leyti. Í flokki C eru lyf sem talin eru geta valdið einhvers konar neikvæð- um áhrifum á fósturþroska og lyf í flokki D ætti að forðast að nota á meðgöngu.22 Í rannsókninni töldust öll vítamín, steinefni og fitusýrur til fæðubótarefna. Í flokk náttúruvara fóru allar vörur sem unnar eru úr jurtum, dýrum og örverum. Náttúruvörur eru oftast extrökt, flóknar blöndur margra innihaldsefna. Ef vara innihélt bæði vítamín eða steinefni ásamt öðrum efnum sem ekki teljast vítamín eða steinefni flokkaðist varan sem náttúruvara. Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) 23.0 og Microsoft Excel 14.5.7. Eftirfarandi tölfræðiaðferðum var beitt við úrvinnslu gagna: lýsandi tölfræði, einhliða fervikagreining (one way ANOVA) með Tukey post hoc eftirprófun, kí-kvaðrat próf (χ2) og Fishers próf. R A N N S Ó K N Tafla I. Bakgrunnsupplýsingar þátttakenda. Bakgrunnsþáttur Heildarfjöldi n=213 (%) Aldur < 21 árs 21-25 ára 26-30 ára 31-35 ára 36-40 ára >40 ára 5 (2) 32 (15) 85 (40) 61 (29) 27 (13) 3 (1) Fjöldi fæðinga fyrir núverandi meðgöngu Engin fæðing 1 fæðing 2 fæðingar 3 fæðingar 4 fæðingar 5 fæðingar 98 (46) 76 (36) 29 (14) 7 (3) 2 (1) 1 (1) Búseta á höfuðborgarsvæði Já Nei 192 (90) 21 (10) Hjúskaparstaða Einhleyp Í sambandi (ekki í sambúð) Í sambúð Gift 10 (5) 24 (11) 131 (62) 48 (22) Menntun Grunnskóli Stúdentspróf Iðnmenntun Háskóli 35 (16) 40 (19) 19 (9) 119 (56) Heilbrigðismenntun og/eða heilbrigðisstarfsmaður Já Nei 52 (24) 161 (76) Mynd 1. Fjöldi lyfja (n) sem hver kona tók á fyrstu 20 vikum meðgöngu. Fjöldi kvenna er sýndur sem hlutfall (%) . 0 5 10 15 20 25 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Ekkert Eitt Tvö Þrjú Fjögur Fimm Sex Sjö Átta eða fleiri Fjöldi lyfja (n) 11 21 22 20 13 7 3 2 1 Hlutfall kvenna (%)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.