Læknablaðið - Jan 2019, Page 13
LÆKNAblaðið 2019/105 13
Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni, umsókn nr.
160-16, og tilkynning var send til Persónuverndar. Einnig fékkst
samþykki hjá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala.
Niðurstöður
Lyfjanotkun
Mögulegir þátttakendur voru 263; það misfórst að bjóða 24 kon-
um þátttöku í kjölfar ómskoðunar og hjá 9 konum var ómskoðun
óeðlileg og því ekki viðeigandi að bjóða þeim þátttöku. Af þeim
230 konum sem boðin var þátttaka, afþökkuðu 17 boðið. Úrtakið
mynduðu því 213 konur. Sjá má bakgrunnsupplýsingar þátttak-
enda í töflu I.
Af 213 þátttakendum notuðu 190 (89%) lyf, lyfseðilsskylt eða
lausasölulyf, einhvern tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngunnar. Á
mynd 1 má sjá hversu mörg lyf hver kona notaði í rannsókninni,
bæði lyf sem notuð voru eftir þörfum og reglulega. Ekki fannst
marktækur munur á fjölda lyfja sem kona notaði með tilliti til bak-
grunnsþátta (p>0,05). Notkun lyfja jókst eftir því sem leið á með-
gönguna og hlutfallslega varð meiri aukning á þeim lyfjum sem
notuð voru eftir þörfum en þeim sem notuð voru reglulega. Bæði
jókst fjöldi kvenna sem fór að nota lyf eftir þörfum og fleiri lyfja-
tegundir voru notaðar þegar leið á meðgönguna. Í töflu II má sjá
skiptingu algengustu lyfjanna eftir reglulegri notkun eða notkun
eftir þörfum og ástæðu fyrir notkun. Þar sést að 65% lyfjanna voru
notuð eftir þörfum og 35% lyfjanna reglulega.
Hlutfall lyfja sem notuð voru í samráði við lækni eða ljósmóður
voru 61%. Eins og sést á mynd 2 tilheyra 62% lyfjanna sem not-
uð voru í rannsókninni öryggisflokki A í öryggisflokkunarkerfi
FASS, 20% lyfjanna falla í flokk B, 18% í flokk C og eitt lyf fellur í
flokk D (0,2%). Flest þeirra lyfja sem féllu í flokk C voru kvíða- og
þunglyndislyf, háþrýstingslyf og asetýlsalisýlsýra í lágum styrk
(75-150 mg) sem notuð var í fyrirbyggjandi skyni. Fyrrgreind lyf úr
flokki C voru langoftast notuð í samráði við lækni og samkvæmt
lyfseðli. Lyfið í flokki D var doxýcýklín (Doxylin®). Lyfinu var
ávísað af lækni án vitundar um þungun og var það notað í nokkra
daga snemma í þungun. Í rannsókninni notuðu 11 konur (5%) íbú-
prófen, naproxen eða asetýlsalisýlsýru í háum styrk (500 mg) en
þetta eru lyf sem fást í lausasölu, það er án lyfseðils, og ekki er
mælt með að nota þau á meðgöngu.
Notkun lyfs hætt vegna þungunar
Af 213 þátttakendum voru 62 konur (29%) sem hættu notkun lyfs
vegna þungunar. Algengast var að notkun lyfs væri hætt að frum-
R A N N S Ó K N
Tafla II. Algengustu lyfin sem þátttakendur notuðu fyrstu 20 vikur meðgöngu, flokkað eftir reglulegri notkun og eftir þörfum, ásamt ástæðu fyrir notkun.
Lyf notuð reglulega (ábending/ástæða notkunar) Fjöldi kvenna n (%) Lyf notuð eftir þörfum (ábending/ástæða notkunar) Fjöldi kvenna n (%)
Acetýlsalisýlsýra (lágskammta) (Forvörn) 18 (9) Parasetamól (Verkir) 135 (60)
Levótýroxín (Vanstarfsemi skjaldkirtils) 14 (7) Ca- og Mg sýrubindandi lyf (Brjóstsviði) 18 (9)
Sertralín (Kvíði/þunglyndi) 13 (6) Parasetamól og kódein (Verkir) 15 (7)
Omeprazól (Bakflæði) 11 (5) Xýlómetazól (Nefstífla) 15 (7)
Prómetazín (Ógleði) 11 (5) Oximetazól (Nefstífla) 14 (7)
Ca- og Mg sýrubindandi lyf (Brjóstsviði) 11 (5) Pivmesillinam (Þvagfærasýking) 13 (6)
Oximetazól (Nefstífla) 8 (4) Magnesíum (Hægðatregða) 11 (5)
Flúoxetín (Kvíði/Þunglyndi) 7 (3) Omeprazól (Bakflæði) 8 (4)
Enoxaparín (Segavörn) 7 (3) Meklózín (Ógleði) 8 (4)
Magnesíum (Hægðatregða) 7 (3) Flútíkasónfúróat (Nefstífla/Ofnæmiskvef) 8 (4)
Parasetamól (Verkir) 7 (3) Díklórbenzýlalkóhól (Hálsbólga) 8 (4)
Xýlómetazól (Nefstífla) 6 (3) Prómetazín (Ógleði) 6 (3)
Husk (Hægðatregða) 5 (2) Sorbítól (Hægðatregða) 6 (3)
Meklózín (Ógleði) 4 (2) Acetýlsalisýlsýra (háskammta) og koffein (Verkir) 6 (3)
Labetalól (Háþrýstingur) 4 (2) Nítrófúrantóín (Þvagfærasýking) 6 (3)
Mynd 2. Hlutfall lyfja í hverjum FASS-öryggisflokki sem notuð voru í rannsókninni.
0
5
10
15
20
25
0
10
20
30
40
50
60
70
80
A B1 B2 B3 C D
Öryggisflokkar
Hlutfall lyfja (%)
62
10
6 4
18
1