Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2019, Qupperneq 15

Læknablaðið - jan 2019, Qupperneq 15
LÆKNAblaðið 2019/105 15 R A N N S Ó K N sýra í háum styrk. Síðarnefndu þrjú lyfin fást öll í lausasölu sem getur verið varhugavert. Tíðni lyfjanotkunar eftir lyfjaflokkum var svipuð og í sam- bærilegum rannsóknum, fyrir utan kvíða- og þunglyndislyf en 12% þátttakenda notuðu slík lyf einhvern tíma á meðgöngunni sem er hærra hlutfall en í sambærilegum rannsóknum á Norður- löndunum og í eldri íslenskum rannsóknum.24-26 Eru þessar niður- stöður þó í samræmi við almennt þýði á Íslandi en talið er að um 12-13% Íslendinga noti slík lyf að staðaldri.27 Fólínsýra var það vítamín sem oftast var notað en 86% þátt- takenda tóku fólínsýru á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar. Það er jákvætt því fólínsýra er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og myndun miðtaugakerfis snemma í þungun. Sýnt hefur verið fram á að lækka megi tíðni heilaleysis og klofins hryggjar hjá fóstrum ef móðirin tekur inn fólínsýru fyrir þungun og á fyrstu vikum með- göngu.28 Almennt er mælt með að allar konur á barneignaaldri taki inn 400 mg af fólínsýru daglega enda er um helmingur þungana óráðgerður auk þess sem taugapípan (neural tube) lokast snemma, eða á 28. degi eftir getnað, sem er oftast áður en konan hefur upp- götvað þungunina.29 Hlutfall barnshafandi kvenna sem tekur inn fólínsýru er ívið hærra í þessari rannsókn en í öðrum rannsókn- um.26,30,31 Upplýsingagjöf og fræðsla til barnshafandi kvenna um mikilvægi fólínsýrunotkunar á meðgöngu er líkleg ástæða þess að svo margar barnshafandi konur taka fólínsýru. Það væri æski- legt að ná betur til yngsta aldurshópsins (<21 árs) og kvenna sem búsettar eru á landsbyggðinni en þar var marktækt minni notkun á fólínsýru samanborið við höfuðborgarsvæðið. Hlutfall kvenna í þessari rannsókn sem notuðu náttúruvöru einhvern tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngu var 14%. Í íslenskri rannsókn frá árinu 2001 sem kannaði notkun náttúruvara með- al þungaðra kvenna notuðu 13% kvennanna náttúruvörur.20 Það bendir því til að notkun náttúruvara hafi ekki aukist hér á landi meðal þungaðra kvenna. Fæstum náttúruvörum sem notaðar voru í rannsókninni fylgja upplýsingar um öryggi á meðgöngu og nokkrar þeirra hafa staðfesta áhættu fyrir fóstur. Er notkun þeirra því áhyggjuefni. Þó var mikill meirihluti sammála því að þungað- ar konur ættu ekki að nota náttúruvörur án þess að ráðfæra sig við fagaðila fyrst, sem er jákvætt. Niðurstöðurnar gefa til kynna að viðhorf barnshafandi kvenna til lyfjanotkunar á meðgöngu sé nokkuð rökrétt og alla jafna já- kvætt. Niðurstöðurnar gefa þó einnig vísbendingu um að hluti þungaðra kvenna hafi óþarfa áhyggjur af lyfjanotkun sinni en 42% þátttakenda sagðist stundum hafa áhyggjur af áhrifum lyfja- notkunar sinnar á fóstrið þótt lyfin sem notuð voru hefðu enga þekkta áhættu fyrir fóstur. Þungaðar konur upplifa gott aðgengi að upplýsingum um lyf á meðgöngu, sem bendir til góðrar með- gönguverndar. Þó er rými til að bæta upplýsingagjöf til þungaðra kvenna þegar lyfjum er ávísað eða þau keypt í lausasölu. Fullnægj- andi upplýsingagjöf stuðlar að rökréttara viðhorfi til lyfjanotkun- ar, eykur meðferðarheldni og dregur úr óþarfa áhyggjum.9,32 Einn helsti styrkleiki þessarar rannsóknar er hátt svarhlutfall, eða 93%. Einnig að spurt var um lyfjanotkun nálægt rauntíma notk- unar. Annar styrkleiki rannsóknarinnar er sá að viðtöl voru tekin við alla þátttakendur. Kostur viðtalsforms er sá að rannsakandi gat hjálpað til við upprifjun lyfjategunda og notkunar og komið í veg fyrir misskilning eða ólíka túlkun spurninga. Mögulegt er þó að einhverjar konur hafi dregið úr upplýsingagjöf um lyfjanotkun og ekki sagt hreinskilnislega frá. Einnig þarf að treysta á að konurnar muni eftir lyfjanotkun sinni og nefni rétt lyf, þó rannsakandi hafi hjálpað til við upprifjun, til dæmis með því að nefna ýmsa sjúk- dóma og kvilla. Fjöldi lyfja sem notaður var í rannsókninni gæti því verið vanmetinn. Þar að auki voru einungis fyrstu 20 vikur meðgöngunnar kannaðar og mögulega hefði hlutfall barnshafandi kvenna sem notuðu lyf á meðgöngu orðið enn hærra ef öll með- gangan hefði verið skoðuð. Styrkleiki lyfjanna var ekki skráður en ástæðan fyrir því var sú að rannsakendur töldu ólíklegt að konurn- ar myndu muna nákvæman styrk allra lyfjanna. Einnig má nefna að 17 konur neituðu þátttöku í rannsókninni. Það má velta því fyrir sér hvort hér sé um skekkju í úrtaki að ræða ef ástæðan fyrir því að konurnar neituðu þátttöku var mikil neysla lyfja eða fæðubót- arefna á meðgöngunni. Rannsakendur telja að áfram eigi að safna upplýsingum um lyfjanotkun á meðgöngu, bæði lausasölulyfja og lyfseðilsskyldra, ásamt upplýsingum um notkun fæðubótarefna. Það er hluti af al- mennri meðgönguvernd að leiðbeina verðandi mæðrum og ráð- leggja hvenær lyfjanotkun á við og hvenær ekki. Almenna reglan er að forðast lyfjanotkun, einkum í upphafi þungunar, en veikindi geta kallað á lyfjagjöf. Æskilegast væri að skoða lyfjanotkun í raun- tíma og styðjast bæði við útgefna lyfseðla og viðtöl. Að lokum væri áhugavert að fá upplýsingar um afdrif þungunar. Með tímanum geta slíkar upplýsingar orðið að mikilvægum sannreyndum gögn- um og leiðarvísum fyrir viðeigandi lyfjanotkun á meðgöngu. Þakkir Höfundar vilja þakka starfsmönnum fósturgreiningardeildar Landspítala kærlega fyrir alla aðstoð við framkvæmd viðtala. Jó- hönnu Jakobsdóttur tölfræðingi er einnig þakkað fyrir gagnlega tölfræðiaðstoð. Rannsóknin var unnin sem meistaraverkefni við lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.