Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2019, Síða 19

Læknablaðið - jan. 2019, Síða 19
LÆKNAblaðið 2019/105 19 S J Ú K R A T I L F E L L I Inngangur Loftbrjóst verður þegar loft berst inn í fleiðruholið sem umlyk- ur lungað og veldur því að lungað fellur saman. Við samfallið minnkar rúmmál lungans og loftskipti um lungnablöðrur skerð- ast þannig að minna súrefni berst til blóðsins.1 Algjört samfall á öðru lunga veldur sjaldnast súrefnisskorti í hvíld ef hitt lungað starfar eðlilega. Hins vegar getur loftbrjóst öðrum megin hjá sjúk- lingum með dreifðan lungnasjúkdóm og skerta lungnastarfsemi valdið alvarlegum súrefnisskorti. Samfall beggja lungna samtímis getur valdið lífshættulegum súrefnisskorti, jafnvel hjá hraustum einstaklingum.1,2 Algengasta orsök loftbrjósts er rof á litlum blöðr- um sem yfirleitt eru staðsettar á lungnatoppum.2 Í langflestum til- vikum verður loftbrjóst aðeins öðrum megin en í einstaka tilfell- um getur það orðið beggja vegna; bæði sem sjálfsprottin loftbrjóst en mun oftar vegna áverka.2 Tilfelli Kona á fertugsaldri sem hafði gengið með í tæpar 15 vikur leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna skyndilegrar mæði og takverks. Hún hafði glímt við ógleði og uppköst á meðgöngunni og því Loftbrjóst beggja vegna eftir nála- stungumeðferð á meðgöngu – sjúkratilfelli Á G R I P Hér er lýst tilfelli konu á fertugsaldri sem leitaði á bráðamóttöku vegna vaxandi takverks og mæði nokkrum klukkustundum eftir nála- stungumeðferð. Nálastungurnar fékk hún vegna meðgönguógleði og uppkasta en hún var þá komin tæpar 15 vikur á leið. Við komu var hún með hvíldarmæði, aukna öndunartíðni og hjartsláttarhraða en súrefn- ismettun og blóðþrýstingur innan viðmiðunarmarka. Við hlustun voru skert öndunarhljóð yfir lungnatoppum og lungnamynd sýndi nánast algjört samfall á báðum lungum. Komið var fyrir brjóstholskerum beggja vegna sem fjarlægðir voru einum og tveimur dögum síðar og hún útskrifuð heim. Konunni heilsaðist vel eftir útskrift og meðgangan gekk vel í kjölfarið. Þetta tilfelli sýnir að loftbrjóst getur hlotist af nála- stungumeðferð ef nálunum er stungið of djúpt í brjóstkassann. Í þessu tilviki hlaust af loftbrjóst beggja vegna sem getur reynst lífshættulegt. Atli Steinn Valgarðsson1 Tómas Guðbjartsson2 Höfundar eru báðir læknar. 1Skurðdeild Landspítala, 2brjóstholsskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Atli Steinn Valgarðsson, atlisv@simnet.is Höfundar fengu leyfi sjúklings fyrir þessari umfjöllun. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.01.212 Mynd 1. Röntgenmynd af brjóstholi tekin við komu á bráðamóttöku. Þarna sést nán- ast algjört samfall á báðum lungum með loftbrjóst sem mældist í útöndun 9 cm frá lungnatoppi hægra megin og 7,5 cm frá lungnatoppi vinstra megin.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.