Læknablaðið - Jan 2019, Page 22
Dagskrá árshátíðar
· Húsið opnað kl. 19, fordrykkur
í boði Læknafélags Íslands
· Ávarp Reynis Arngrímssonar
formanns Læknafélags Íslands
· Haukur Heiðar Ingólfsson
leikur á flygilinn
· Sæmundur Rögnvaldsson og
Þórður Páll Pálsson spila af
fingrum fram
· Henrik Garcia og félagar
verða með uppistand
· Gleðisveit Guðlaugar
leikur vel valin lög
· Buffið lokar kvöldinu
með stuðballi
· Fleiri skemmtilegar uppákomur
Matseðill
ü Forréttur: Humarsúpa með ristuðum
humarhölum og nýbökuðu brauði
ü Aðalréttur: Dádýrasteik borin fram með
kartöfluköku, steinseljurót og sól-
berjasoðsósu
ü Ábætisréttur: Logandi crème brûlée
með kókosís og ávöxtum
ü Ítalskt hvítvín og rauðvín frá Mezzocorona
sem eru úrvalsvín frá Norður-Ítalíu
Grænmetisréttir
ü Forréttur: Rjómalöguð villisveppasúpa
með nýbökuðu brauði
ü Aðalréttur: Innbakað grænmeti með bulgur
og hnetukókossósu
ü Ábætisréttur: Appelsínusorbet
borið fram í glasi (vegan)
HATTAÞEMA
Árshátíð Læknafélags Íslands 2019 verður haldin laugardaginn
26. janúar nk. í Gullhömrum. Húsið verður opnað kl. 19 með
fordrykk í boði Læknafélagsins. Þetta verður mögnuð gleði-
samkoma sem enginn má missa af. Einungis 650 miðar í boði
svo það er um að gera að kaupa miða tímanlega.
Sitjandi borðhald verður að þessu sinni.
Veislustjóri verður Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, læknir
ÁTTU FLOTTAN, FRUMLEGAN
EÐA FYNDINN HATT?
ÁRSHÁTÍÐ LÍ
Í GULLHÖMRUM
MIÐAVERÐ er kr. 16.500.
Innifalið í miðaverðinu er matur og léttvín með matnum. Barinn er jafnframt opinn fyrir aðra drykki.
Hægt er að kaupa árshátíðarmiða án léttvíns með matnum fyrir þá sem ekki neyta áfengis.
Miðaverð er þá kr. 13.500.
Miðasala er á síðu Læknadaga 2019 á innra neti lis.is
Gert er ráð fyrir að árgangar haldi sín partí eins og venjulega. Læknar eru beðnir um að
skrá útskriftarárgang við kaupin á miðunum svo hægt sé að raða árgöngum saman við borð.
Læknar eru hvattir til að fjölmenna á árshátíð LÍ á aldarafmæli félagsins.
Góða skemmtun