Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jan 2019, Page 26

Læknablaðið - Jan 2019, Page 26
26 LÆKNAblaðið 2019/105 en ekki endilega að róa í sömu átt af því að þeir vita ekki hvert stefnt er. Þess vegna bind ég miklar vonir við heilbrigðisstefnu yfirvalda.“ María segir stjórn stofnunarinnar hafa unnið að stefnumótun og framtíðarsýn stofnunarinnar og þessu verki verði lokið á nýju ári. „Það er þannig með heilbrigð- isþjónustu eins og alla aðra opinbera þjónustu að það verður aldrei til fé fyrir öllu sem við viljum gera. Þess vegna er forgangsröðun snar þáttur í verkefnum þessarar stofnunar; hvað við ætlum að kaupa fyrir þetta fé sem skattgreiðendur hafa lagt fram.“ Þjónusta sérfræðilækna mikilvæg Þá spyrjum við um rammasamninginn við sérfræðilækna? Hvernig metur María það mál? „Eins og staðan er núna erum við í viðræðum um framhaldið. Það er nú kannski ekki eðlilegt að ég tjái mig mikið um það núna. Boltinn er hjá þeim,“ segir María og þagnar. Við hvatningu um að lengja mál sitt bætir hún diplómatísku svari við. „Ég er bjartsýn á að við náum að vinna saman á farsælan hátt,“ segir hún. „Auð- vitað er það þannig að við hættum ekki að nýta þjónustu sérfræðilækna á stofum. Það er ljóst. Þetta er mikilvægur þáttur í íslensku heilbrigðiskerfi og við þurfum að finna okkur samstarfsflöt sem er ásætt- anlegur fyrir alla og tekur meðal annars tillit til lagaumgjarðar samstarfsins, sem og fjárlaga.“ Þá berst talið að arðgreiðslum út úr einkareknum heilsugæslum og banninu sem Kristján Þór Júlíusson kom á í ráð- herratíð sinni. Telur María að setja þurfi þessar reglur víðar? „Þessi ákvörðun ráðherra er ekkert einsdæmi í Evrópu.“ Aðildarríki Evrópusambandsins eigi nú að taka afstöðu til þess hvort fyrirtæki sem greiði arð eigi að fá að taka þátt í útboðum á heilbrigðisþjónustu. Spurð um áhrifin segir hún að fyrirtæki sem ekki greiði út arð geti engu að síður tryggt mjög samkeppnishæf og góð starfskjör fyrir starfsmenn sína. „Nú greiða skattborgarar alla heil- brigðisþjónustu á landinu og engir aðrir peningar eru í umferð í kerfinu. Er rétt- lætanlegt að nota þetta skattfé til að greiða eigendum heilbrigðisfyrirtækja stórar fjárhæðir í arð? Kannski væri heppilegra að þetta fé færi í að auka hagkvæmni heil- brigðisþjónustunnar og gæðin,“ segir hún. Auka þurfi eftirlit með þjónustunni En hvað með aukið eftirlit? Þarf að rýna í hverjir fái þjónustu sérfræðilækna og hvort hópurinn sem hver og einn sinnir sé nægilega fjölbreyttur? „Það þarf eftirlit með allri heilbrigðisþjónustu. Það gildir ekki síður um stofur en aðra þætti heil- brigðisþjónustunnar,“ segir María og að þar hafi SÍ, Embætti landlæknis og Lyfja- stofnun skyldum að gegna. „Við munum fara í frekari samvinnu við landlækni um verkaskiptingu og framkvæmd eftirlits.“ En er hún ánægð með íslenskt heil- brigðiskerfi? „Ég tel að almennt sé það gott,“ segir María. „Það eru alltaf einhver sóknarfæri. Mjög miklir peningar eru sett- ir í heilbrigðiskerfið. Alltaf má deila um hvort það sé nægilegt og vel má vera að það mætti vera meira. Ég tel að svo sé en aldrei má gleyma að við sýslum með pen- inga almennings. Við þurfum því alltaf að vera að endurskoða hvernig við veitum þjónustuna og hvort við náum hámarks- virði, það er að segja mestum árangri fyrir sjúklinga,“ segir hún. „Það verður alltaf þannig að við þurf- um að forgangsraða. Aldrei verður sett þannig fjármagn í þjónustuna að við getum gert allt sem við viljum og getum gert tæknilega,“ segir María. „Við verðum að líta til nágrannaþjóða okkar og læra af því sem vel er gert þar. Það er ekki hægt að halla sér aftur í stólnum og taka því ró- lega. Við verðum alltaf að vera á tánum.“ „Er réttlætanlegt að nota þetta skattfé til að greiða eigendum heil- brigðisfyrirtækja stórar fjárhæðir í arð? Kannski væri heppilegra að þetta fé færi í að auka hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar og gæðin.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.