Læknablaðið - Jan 2019, Page 32
32 LÆKNAblaðið 2019/105
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Konur upplifa oft að læknar afskrifi þær
af því að þær eru konur. Þær upplifa van-
trú lækna, þeir hlusti ekki á þær, greini
veikindi þeirra skakkt, finnist ekki þörf á
að senda þær í frekari rannsóknir og segi
þeim að grenna sig. Þetta segir Guðrún
Steinþórsdóttir, doktorsnemi í bókmennt-
um og stundakennari við Háskóla Íslands.
Hún hefur verið meðal gestafyrirlesara í
samskiptafræði í læknadeildinni.
„Sögur kvenna vitna um að ákveðnar
staðalímyndir séu mjög lífsseigar. Konur
séu taugaveiklaðar, kvartsárar og ímynd-
unarveikar. Aftur á móti að karlar bíti
á jaxlinn og bölvi í hljóði. Komi þeir til
læknis sé mjög mikilvægt að skoða þá
vel.“
Guðrún segir brýnt að ræða þessar
frásagnir kvenna svo hægt sé að læra af
þeim. „Læknar þurfa að vera meðvitaðir
um þessar tilfinningar kvenna. Oft sýnum
við ákveðið viðmót án þess að velta því
fyrir okkur, en ef við höfum heyrt af því
hvaða afleiðingar viðmótið hefur verðum
við passasamari. Þetta á við öll samskipti.“
Konur noti tilfinningarík orð
Guðrún segir konur oftar en karla nota
tilfinningaríkari orð þegar þær lýsi veik-
indum sínum. „Það kann að hafa áhrif á
að læknar telji eitthvað sálrænt að þeim.“
Hún nefnir að fólk sé berskjaldaðra veikt
en heilbrigt og því kunni neikvætt við-
mót á þeim tímapunkti að hafa verri
afleiðingar en ella. „Konur geta farið að
vantreysta sjálfum sér, efast um veikindi
sín og sársauka og hætt að treysta læknum
ef ekki er hlustað á þær.“
Guðrún segir að enginn fari í lækna-
nám og ákveði að verða læknir með þá
fyrirætlan að hlusta ekki á sjúklinginn.
„Læknar eru drifnir áfram af því að vilja
hjálpa öðrum. Og sem betur fer eru til
milljónir sagna af góðum samskiptum,
en við heyrum þær síður því neikvæðar
sögur lifa lengur. Þær eru áhrifaríkari. Við
veitum þeim því frekar athygli.“
Guðrún segir að hún hafi velt því upp
hvers vegna þetta gerðist. „Gerð var rann-
sókn í Bandaríkjunum þar sem könnuð
var samlíðan læknanema. Þar kom í ljós að
hún væri mjög rík við upphaf læknanáms-
ins en dvínaði á þriðja ári og hélst þannig
út námið — einmitt þegar þeir komust í
samneyti við sjúklinga,“ segir Guðrún. En
hver getur ástæðan fyrir lítilli samlíðan
verið?
Minni samlíðan þegar líður á
„Ástæðurnar eru án efa margvíslegar. Til
dæmis kann unglækna að skorta jákvæð-
ar fyrirmyndir, þeir ganga inn í ákveðið
samfélag þar sem ríkja viss viðhorf sem
geta verið misgóð. Þá er alltof mikið álag
á læknum og kröfur um að sinna sem
flestum sjúklingum á sem stystum tíma.“
Einnig megi velta því upp að fjársvelti
heilbrigðiskerfisins hafi mikil áhrif á þessi
samskipti. Neikvæðar sögur um erfiða
stöðu heilbrigðiskerfisins geti haft áhrif á
upplifun fólks af því.
„Að það sé ekki pláss á spítalanum og
langir biðlistar. Þá er sjúklingur kominn
með neikvæðar hugmyndir um heilbrigð-
iskerfið og yfirfærir þær svo kannski á þá
sem reyna að sinna starfi sínu vel innan
þessa kerfis.“
Samlíðan ekki hörð vísindi
Einn lykilþátta í skortinum á samlíðan sé
þó að sumum læknum finnist hún ekki
heyra til harðra vísinda, heldur eigi að
horfa á orsök sjúkdóma og hvernig megi
lækna þá.
„Við þurfum að geta sett okkur í spor
annarra og það er auðveldara gagnvart
fólki sem er líkt okkur. Það getur verið
flóknara að finna til samlíðunar með fólki
sem er af öðru kyni, öðru þjóðerni, öðrum
menningarheimi, en það er afar mikilvægt
að huga að félagslegu- og menningarlegu
samhengi manneskjunnar. Þá skiptir
ímyndunaraflið gífurlegu máli; að geta
sett sig í spor sjúklingsins,“ segir Guðrún
sem telur bókmenntafræði geta hjálpað
læknum.
„Margir gætu talið að læknis- og bók-
menntafræði eigi ekkert sameiginlegt,
séu sem olía og vatn, en það er öðru nær.
Staðreyndin er sú að fólk í báðum störfum
er að reyna að skilja manneskjuna betur.
Áhersla á virka hlustun lækna fær sífellt
meira vægi en hún tengist frásögninni
sem þarf að veita athygli,“ segir Guðrún.
Frásagnarlæknisfræði fær vægi
„Ný undirgrein læknisfræðinnar kallast
frásagnarlæknisfræði (narrative medicine)
en undir formerkjum hennar hófu bók-
menntafræðingarnir Ásdís Egilsdóttir
og Dagný Kristjánsdóttir að kenna í
læknadeildinni fyrir 6 árum og ég slóst
svo í hópinn nokkrum árum síðar,“ segir
Guðrún og bendir á að Bryndís Benedikts-
dóttir læknir sé potturinn og pannan í
samskiptafræðinni og sú sem hafi fengið
bókmenntafræðinga til leiks.
„Frásögnin sameinar læknisfræðina og
bókmenntafræðina, því í báðum tilvikum
erum við með söguþráð sem þarf að fylgja,
við höfum persónur sem þarf að veita
eftirtekt og við túlkum texta — læknirinn
hlustar aftur og aftur á frásagnir. Hann
þarf að átta sig á sjúkrasögunni en einnig
á því að hverjum einstaklingi fylgir mikil
lífssaga. Hann þarf að fylla inn í eyðurnar,
því kannski segir sjúklingurinn ekki allt.
Þrálátur höfuðverkur og magakveisa getur
verið rót einhvers annars; eins og kynferð-
isofbeldis.“
Að skrifa sig frá vandamálum
Svo þurfi að veita málfarinu eftirtekt:
„Hvaða líkingar og lýsingarorð notar
sjúklingurinn þegar hann lýsir sársauka
sínum og veikindum? Notar hann íróníu
og hvaða máli skiptir það? Hræðsla tengist
oft íróníu. Þá þarf að hlusta eftir hvaða
tilfinningum hann lýsir, staldra við og
Konur upplifi vantrú lækna
Konur sem fara til læknis upplifa sumar að ekki sé á þær hlustað — af því að þær
eru konur. Guðrún Steinþórsdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum, hefur
kafað í málið