Læknablaðið - jan 2019, Qupperneq 38
38 LÆKNAblaðið 2019/105
F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 2 7 . P I S T I L L
Fyrir liggur endurskoðun á reglugerð um
skömmtun lyfja1 sem á margan hátt er
barn síns tíma því hún fjallaði að mestu
um skömmtun í öskjur eða „lyfjabox“, en
nú er vélskömmtun orðin ráðandi í lyfja-
skömmtun og aðeins örfá apótek bjóða
uppá skömmtun í lyfjabox.
Nokkuð hefur borið á því að ávanabind-
andi lyf séu sett í skömmtun en slík lyf
eru yfirleitt ekki ætluð til notkunar nema
skamman tíma í einu. Fyrir ákveðin lyf
getur beinlínis verið nauðsynlegt að taka
hlé á notkun til að forðast þolmyndun og
ávanabindingu. Of algengt er að sjúklingar
taki til dæmis svefnlyf og róandi lyf sam-
fellt svo árum skiptir og sýnir lyfjagagna-
grunnurinn að tæplega þriðjungur þeirra
sem eru á svefnlyfjum í dag voru það
einnig fyrir 15 árum síðan.
Önnur hlið á lyfjaskömmtun er að hún
er talin spara tíma lækna. Þetta er senni-
lega ein aðalástæða þess að vélskömmtun
er afar mikið notuð á hjúkrunarheimilum.
Lyfjameðferð, ekki síst hjá öldruðum,
krefst þess að meðferðarsamband sé reglu-
legt. Hættan við skömmtun er sú að ekki
verði hugað nógsamlega að því að draga úr
eða hætta alveg gjöf ákveðinna lyfja.
Þegar notkun ávanabindandi lyfja hjá
sjúklingum er vaxandi eða í mikilli óreiðu
þykir læknum oft hægðarauki að því að
koma reglu á töku þessara lyfja með því
að koma þeim í skömmtun. Það sem gerist
því miður iðulega er að sjúklingar fara að
fá ávísað aukalega ávanabindandi lyfjum
við hliðina á föstu lyfjaskömmtuninni.
Einnig eru dæmi um að einstaklingar séu
í skömmtun á sambærilegum ávanabind-
andi lyfjum hjá tveimur læknum í einu.
Við skammtímalyfjagjöf og niðurtröppun
ávanabindandi lyfja er hægt að setja þessi
lyf í skömmtun en þá þarf að vera mjög
skýrt í hversu langan tíma, hvenær ætti að
minnka skammta og hvenær ætti að hætta
gjöf lyfjanna.
Skömmtun svefnlyfja (ATC N05C)
Alls hafa 33.579 einstaklingar fengið ávís-
að svefnlyfjum það sem af er árinu 2018,
þar af hafa 1366 einstaklingar fengið ávís-
að meira en tveimur skilgreindum dags-
skömmtum að meðaltali hvern dag ársins.
Um 4000 einstaklingar fengu svefnlyf
skömmtuð og 804 læknar ávísuðu svefnlyf-
jum á sjúklinga í skömmtun á árinu 2018.
Í Sérlyfjaskrá segir um langalgengasta
svefnlyfið, zópíklón, að meðferðartíminn
skuli vera eins skammur og hægt er, og
ekki lengri en 2-4 vikur.
Skömmtun róandi- og
kvíðastillandi lyfja (ATC N05B)
Alls fengu 25.173 einstaklingar ávísað
róandi- og kvíðastillandi lyfjum það
sem af er árinu 2018, þar af fengu 400
einstaklingar ávísað meira en tveimur
skilgreindum dagsskömmtum að meðaltali
hvern dag ársins. 2243 einstaklingar fengu
róandi lyf skömmtuð. Í Sérlyfjaskrá segir
um algengasta róandi- og kvíðastillandi
lyfið, alprazólam, að meðferðartímabilið
skuli vera eins stutt og mögulegt er, og
ekki lengra en 8-12 vikur.
Ný reglugerð um
vélskömmtun lyfja væntanleg
Jón Pétur Einarsson lyfjafræðingur, Andrés Magnússon fíknigeðlæknir, Ólafur B. Einarsson sérfræðingur